Bakken

Loksins, loksins drifum við okkur á tívolíið í Bakken í þriðju tilraun. Síðustu tvær voru því  miður cansellaðar vegna óþekktar í Daníel, okkur öllum til mikillar gleði.

Fengum yndislegt veður og allt var fyrirtaks. Við tókum kæruleysið á þetta og gerðum allt sem okkur langaði í og Daníel fékk að fara í flest það sem hann bað um en auðvitað ekki allt því hann vildi gjarnan fara í tæki sem okkur foreldrunum var óglatt við að horfa á. Í stuttu máli þá skemmtum við okkur öll konunglega og það var líka gott að geta aðeins farið útaf svæðinu og inní kyrrlátann skóginn þegar allt áreitið orðið fullmikið. Næst tökum við örugglega túrpassa á þetta því Daníel er orðinn svo stór að hann getur farið í flest öll tækin og haft gaman af.

Í morgun kom síðan gullkornið við morgunverðarborðið: Lífið mitt vill bara eiga heima á Bakken!