Category Archives: Tal

Desember í Danmörku

Íslensku jólasveinarnir eru komnir til Danmörku og Daníel er mjög spenntur fyrir þeim. Það var búið að telja niður dagana fram að 11. þegar Stekkjastaur átti að koma og nú lesum við á hverju kvöldi um þann jólasvein sem á að koma um nóttina í jólasveinabók sem Hrefna amma sendi honum. Við foreldrarnir erum duglegir að minna gaurinn á að jólasveinar vilja að börn séu þæg því annars fái þau kartöflu í skóinn. Daníel er nú ekki búinn að fá neina kartöflu ennþá en fékk gulrót í nótt, sem er svona millistig milli kartöflu og einhvers meira spennandi. Hann er líka búinn að reyna að leika á jólasveininn með því að setja þrjá skó útí glugga og var soldið svekktur að mamma hans skyldi taka tvo af þeim í burtu.

Núna á föstudaginn lenti hann svo í smá slysi í leikskólanum, datt með hausinn á ofn og þurfti að fara á skadestuen og láta sauma tvö spor í hnakkann á sér. Hann stóð sig samt eins og hetja þegar verið var að sauma og saumarnir verða svo teknir út næsta föstudag.

Ellen er svo að verða eins árs eftir 5 daga. Hún er byrjuð að kunna nokkur orð, mamma, baba (pabbi), da (Daníel) og tssss (kisa).  Þannig að hún getur spjallað við alla fjölskyldumeðlimi. Hún er líka nýlega byrjuð að sofa einn lúr á daginn í staðinn fyrir tvo. Það hefur gengið svona misvel, stundum hefur hún fengið tvo lúra af því að það hefur ekki verið mögulegt að halda henni vakandi en það er að venjast að hafa þetta bara einn lúr. Við höfum verið að reyna að kenna henni að labba svolítið en hún er bara alls ekkert spennt fyrir því, er bara mjög ánægð með að skríða um allt. Hún er líka farin að taka uppá því að reyna að flýja þegar hún veit að hún er að gera eitthvað sem má ekki. Þegar hún sér að maður er að koma að taka eitthvað af henni þá allt í einu fer hún að hlæja og skríður í burtu eins hratt og hún getur.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur, afmæli á næstu dögum og svo höldum við okkar önnur jól hérna í Danmörku.

Ellen 10 vikna

Ellen er 10 vikna í dag. Hún heldur áfram að stækka og stækka, var 61 cm á lengd og 5.8 kg í læknisskoðun í vikunni. Hún fór líka til læknis til að láta tékka á mjöðmunum um daginn, þegar hún fæddist fannst lækninum að þær væru kannski aðeins lausar, en í læknisskoðuninni núna kom í ljós að mjaðmirnar eru í fínu lagi. Hún er farin að hjala á fullu og brosa, lætur stundum heyra vel í sér þegar hún er í stuði. Karen og Ellen fóru svo í viku heimsókn til Íslands þar sem Ellen fékk að hitta ömmu sína og báða afa, Tomma frænda og fleiri. Hún er almennt dugleg að sofa og svaf t.d. í þrjá og hálfan tíma úti í vagni í gær.

Daníel er aftur kominn með eyrnabólgu og þarf að fá eyrnadropa tvisvar á dag, sem er alls ekki vinsælt. Hann heyrir ekki mjög vel og á tíma hjá eyrnalækni núna í næstu viku. Þessi tími var pantaður fyrir mánuði síðan þegar hann var nýbúinn að klára síðustu eyrnabólgu, þá sagði læknirinn að ef það væri ennþá vökvi í eyrunum næst myndi hann fá rör í eyrun. Fyrst hann er kominn aftur með eyrnabólgu þá held ég að það sé nú 100 % öruggt að það verði gert. Við vonum að það hjálpi svo þetta eyrnavesen hætti að koma upp aftur og aftur. Annars er hann mikið að reyna á þolinmæði foreldrana þessa dagana, sífellt að ögra og sjá hvað hann kemst upp með, það eru t.d. búin að vera nokkur grátköst í dag. Hvenær klárast þetta tímabil eiginlega…?

Finnst þér góð lykt af prumpi?

Daníel talar alveg endalaust (stundum of mikið!) og er með ýmsa góða frasa. Nokkrir af þeim hlutum sem hann segir:

  • “Finnst þér góð lykt af prumpi?”. Fyrst prumpar hann hressilega, svo spyr hann  og springur svo úr hlátri! Og þetta hættir aldrei að vera fyndið!
  • “Ertu glaður?” og “Ertu pirr?”. Þegar hann er að tékka á því hvort við séum í góðu skapi. Stundum spyr hann aftur og aftur hvort maður sé glaður og maður þarf stanslaust að svara “já, ég er glaður. Já, pabbi er mjög glaður. Mjög glaður”. Og pirraður/pirruð heitir bara pirr.
  • Talar um sjálfan sig sem “þessi strákur” eða “strákurinn”. Dæmi: “Er pabbi mjög ánægður með þessi strákur?” og bendir á sjálfan sig. Eða “strákurinn er duglegur að taka til”.
  • “Þetta er ekki gott bull”. Sagt þegar ég var eitthvað að bulla í honum.
  • “Óþekkar pönnukökur” eru pönnukökur sem voru bakaðar heima hjá Öglu og festust saman á pönnunni. “Óþekkur pottur” var pottur sem sauð upp úr.

Annars er hann búinn að vera mikið á róló og legestue meðan við bíðum eftir að hann fái leikskólapláss. Legestue er svona hús með dóti þar sem foreldrar geta komið með börnin sín til að leika og hitta önnur börn, og er mjög gott einmitt meðan maður bíður eftir leikskóla. Hann fer yfirleitt þangað tvisvar í viku og svo á róló alla daga. Hann er líka orðinn aðeins ófeimnari við að byrja að tala við hin börnin og er alltaf mjög glaður þegar þau svara honum og kemur og segir okkur “Stelpan sagði hæ við mig”. Hann hefur líka sterkar skoðanir á mat, melóna var “besti matur í heimi” en þegar við spurðum hvort hún væri betri en hamborgari var svarið samt “neeeeeiiiiii”. Vonandi fer hann svo bráðum að komast inn á leikskóla, þá fer hann örugglega að koma með nokkra góða danska frasa hérna heima 🙂

Leikskóli og fleira

Við erum nú að mestu leyti hætt að skrifa inná þessa síðu en ákvað að henda samt inn nokkrum punktum. Daníel byrjaði í aðlögun á leikskólanum Hamraborg í síðust viku. Hann náði 3 dögum í aðlögun áður en við fórum út og fer síðan í svona 2-3 í viðbót eftir að hann og Karen koma heim. Fyrstu 3 dagarnir voru svona:

  1. Komum bara í heimsókn í klukkutíma. Töluðum við Nönnu aðstoðarleikskólastjóra sem var mjög fín. Daníel var síðan í svona hálftíma úti að leika með krökkunum og ég með, hann vildi helst vera lengur.
  2. Komum kl. 8:30 og vorum í morgunmat með krökkunum. Daníel fékk hafragraut með smá Cheerios útí og var bara svona ágætlega sáttur. Svo var smá leikstund inni og svo rétt eftir 9 fór hann út með krökkunum. Þá skrapp ég í burtu og kom svo aftur um kl. 10:30. Þá var hann ennþá úti og bara hæstánægður.
  3. Komum aftur kl. 8:30 í morgunmat. Daníel mjög ósáttur með morgunmatinn, vildi alls ekki borða og neitaði að sitja meðan hinir krakkarnir voru að borða. Mikill grátur og læti og fóstrurnar sögðu mér að fara bara með hann strax í leikherbergið. Eftir morgunmatinn fór ég svo aftur og kom svo til baka kl. 12, þá var Daníel búinn að borða hádegismat með krökkunum, borðaði vel og var í fínu skapi.

Á degi 4 ætti hann svo að vera framyfir hvíldartímann og á degi 5 að vera fram yfir síðdegishressinguna. Við sjáum til hvernig gengur þegar Karen kemur heim, hann þarf sennilega a.m.k. að taka dag 3 aftur þar sem hann verður búinn að vera í burtu í 2 vikur.

Aðrir punktar:

  • Allar hreyfingar eru orðnar miklu öruggari. Getur t.d. labbað upp stiga án þess að halda sér í (ef tröppurnar eru ekki mjög háar).
  • Talið er alltaf að aukast. Getur sagt setningar eins og ‘Ekki mamma tala Hönnu’. Vantar soldið uppá að hann fara að nota svona smáorð og samtengingar rétt.
  • Einn vinsælasti leikurinn er að láta mömmu og pabba kúra uppí rúmi og gera síðan krókódílaárás. Það gengur nokkurnveginn svona fyrir sig:
    D: Mamma kúa. Mamma Pabbi kúa!
    M & P: Já, við erum að kúra.
    D: [stekkur oná okkur] KOKKALI!!!!! (Krókódíll)
    M & P: ónei, enn ein krókódílaárás…
    D: KOKKKALIIIII!!!!!!

Málgleði

Hann Daníel er alveg ótrúlegur og þroskinn þeysist áfram. Daníel er farin að tengja mikið orðin saman sem hann kann og út koma oft ótrúlega fyndnar meiningar.
Eins og sumir vita þá á ég það til að vera dáldið stjórnsöm og meira að segja afskiptasöm á köflum myndu sumir segja. Hann Daníel hefur kannski ekki erft frá mér neitt útlitstengt en hann hefur svo sannarlega marga skapgerðarþætti sem koma beint frá mér! Hann er farinn að vera dáldið frekur og lætur ganga mikið á eftir sér. Auk þess er hann farinn að skipa fólki mikið fyrir. Hann á það til að fara út á svalir ef krakkar eru að leika sér í garðinum og kalla (öskra) yfir þá alskyns skipanir sem hvorki þau né við skiljum. Það eina sem við skiljum er að hann bannar þeim að gera þetta eða hitt og vill oft á tíðum að þau hætti einhverju! Svo í gær þá tók hann pabba sinn algjörlega fyrir. Þetta var semsagt um eftirmiðdaginn og það var opið útá svalir þar sem við erum með borð og stóla.

D: pabbi út
E: nei ekki núna Daníel
D: út núna!
E: ok
D: pabbi sitja
E: (gáttaður sest)
D: pabbi ekki sitja!
E: (yfir sig hrifinn af setningunum) ok og stendur upp og fer inn
D: NEI! Pabbi út!

Þarna er ég farin að veltast úr hlátri inní eldhúsi. Þetta er alveg ótrúlegt að um leið og hann er farinn að geta tjáð sig eitthvað þá byrjar hann á að skipa okkur fyrir hægri vinstri! Greinilega sonur minn!
Ég er voðalega hissa á þessu skyndilega tali því þetta gerðist næstum því allt á bara 1-2 dögum að hann fattaði að tengja þetta saman. Hann kann fleiri fleiri orð en þarna loksins fattaði hann hvað hann ætti að gera, alveg eins og þegar maður lærir að lesa… þetta bara allt í einu smellur!
Í morgun var hann síðan að tjá sig um það að hann vildi ekki fara til dagmömmunnar heldur vera heima að kúra. Getur einhver ímyndað sér eitthvað betra en að vera heima með barninu sínu og kúra bara undir teppi og hafa það huggó? Ekki ég allavegana þannig að ég þurfti að taka á öllu mínu til að neita honum um þetta og skella honum beint í fötin. En núna um leið og Daníel er byrjaður að tala þá er hann farinn að gabba mig enn meira. Áðan vorum við að fara í bað. Þá segir minn allt í einu “Daníel kúka”. Ég auðvitað hendist af stað og kippi honum blautum uppúr og vonast eftir fyrstu koppaferðinni. En allt kemur fyrir ekki og Daníel viðurkennir að hann þurfti ekki að kúka! Skamm skamm Daníel fyrir að gabba mömmu svona þannig að uppskeran var aðeins rennandi blautt gólf.

Leikskóli og svefn

Daníel er alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri með hverjum deginum. Það er alltaf að bætast við orðaforðann og skilningurinn er orðinn mjög góður. Við fengum tilkynningu fyrir páska um að eftir Daníel biði pláss á leikskóla  og erum við Einar að fara að kíkja á leikskólann á mánudaginn næsta. Mér tókst víst að klúðra aðeins leikskólaumsókn Daníels og sótti ég um Hamraborg í staðinn fyrir Klettaborg. Maður hefði haldið að Hamraborg væri í Hamrahverfi en svo er víst ekki heldur er Hamraborg í Grænuhlíð í Hlíðahverfi (sennilega eitthvað tengt við Hamrahíð?). En allavegana þá er Daníel semsagt kominn með pláss þarna sem er svo sem allt í lagi. Ég nenni varla að vera að standa í því að breyta þessu þar sem þetta er hvort sem er í leiðinni í vinnuna til mín og þar sem Daníel byrjar ekki á leikskólanum fyrr en Einar verður farinn út þá fellur það hvort sem er í minn hlut að sjá um að alla keyrslu til og frá.

Daníel virðist hafa farið mjög mikið fram í svefntækni sinni við að fá að vera í pössun hjá ömmu og afa meðan að við vorum í Amsterdam. Ég hef aldrei vitað til þess að hann hafi sofið eins vel og hann gerir núna. Hann byrjar á því að sofna í sínu herbergi og síðan fljótlega uppúr miðnætti kemur hann yfir til okkar. Hann kemur alltaf mín megin og vekur mig og segir “kúúúúúúúraaa….mamma kúúúúúúraaaaaaa” þá tek ég hann yfirleitt hálfsofandi uppí rúm til mín með einu handtaki. Þegar hann kemur uppí þá virkilega SEFUR hann! Ekki þetta endalausa brölt eins og maður er svo vanur. Þetta er búið að ganga svona alla vikuna og ég ætla varla að trúa þessu. Það er ekki einu sinni hægt að treysta á að hann veki okkur tímanleg lengur og þegar klukkan hringir þá vill minn yfirleitt lúlla lengur!!! Ég get varla beðið eftir laugardagsmorguninum, hver veit nema að við fáum öll að lúlla saman til kl.8???

Nýtt rúm!

Nýja rúmiðVið fórum í IKEA í gær og keyptum nýtt rúm handa Daníel. Rúmið er svaka flott, 80×200 á stærð, en það er hægt að stytta það með því að láta báða endana upp (eins og sést á myndinni) og þá er það 80×152. Daníel var rosaspenntur fyrir þessu þegar við vorum að setja það saman og fór svo að klifra uppí það á fullu. Eina áhyggjuefnið er að hann var mjög spenntur fyrir því að standa í því, og láta sig hrynja niður og munaði minnstu að hann dytti beint niður á gólf. Við settum nýja rúmið inn til hans en létum hann samt sofa í gamla í nótt því hann var ekki alveg að vilja leggjast niður í þessu nýja og við vildum líka leyfa honum að venjast því bara í rólegheitum.

Annars er Daníel farinn að vakna soldið á nóttunni aftur núna og fá að koma uppí til okkar restina af nóttinni. Vaknaði t.d. kl. 4 í nótt og neitaði að fara aftur að sofa í sínu rúmi, vildi bara koma yfir í okkar rúm. Verður spennandi að sjá hvað gerist þegar hann kemst sjálfur úr rúminu sínu …

Ný orð síðustu daga: Eyra, stóll, borð, peysa (í gær, fyrsta skipti sem hann segir S almennilega). Svo fyrir nokkrum vikum komu fyrstu orðasamböndin: Dudda datt, og Mamma mín.

Sumarbústaður og veikindi

Við fórum í sumarbústað um helgina með Jóhönnu, Matta og krökkunum. Þetta var svakalega flottur bústaður með þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofni, tveim sjónvörpum, videói og dvd spilara. Jakob og María voru svakalega hrifin af Daníel og vildu helst leika við hann allan tíman. Komum svo heim í gær og um kvöldi var Daníel kominn með hita og einhverja sýkingu í augun. Hitinn var hár í dag og við enduðum á að fara á heilsugæsluna og fá augndropa og smyrsl til að gefa honum. Karen var heima með hann í dag og ég verð heima á morgun.

Ný orð síðustu daga: nef, auga, munnur, augnablik, bíddu, klukka, hættu, djús, kúra. Og já, það eru loksins komnar nýjar myndir á myndasíðuna.

Tal

Daníel er núna orðinn meira en eins og hálfs árs og er alltaf að stækka. Síðasta mánuðinn er hann byrjaður að tala á fullu. Þangað til fyrir svona 3 vikum hafði hann haft voða lítinn áhuga á að tala, vildi ekkert sérstaklega herma eftir manni en svo er eins og hann hafi allt í einu bara fattað þetta! Hann er farinn að herma eftir okkur á fullu og biðja um ýmsa hluti með nafni. Nokkur af þeim orðum sem eru komin

  • eppi => epli
  • geii => skeið
  • baa => banani (ok, hljómar kannski ekki alveg eins og banani, en hann segir þetta alltaf þegar hann vill banana).
  • bógga => bók
  • bíí => bíll (og gerir líka hljóðið, brrrrrrr)
  • voffi
  • botti => bolti
  • amma
  • afi

og svo að sjálfsögðu orðið sem er notað við öll tækifæri: Nei! Og hann er auðvitað löngu farinn að segja pabbi og mamma 🙂

Svo fékk hann dvd disk með Stubbunum um daginn sem er mjög vinsæll. Ég er að sjálfsögðu kominn með stubbalagið á heilann og veit hvað þeir allir heita, mikið fjör.

Ég veit að það er ansi langt síðan við höfum sett myndir hingað inn og við skulum reyna að skella einhverju inn um helgina