Monthly Archives: March 2010

Framfarir í orðaforða

Helstu framfarir í orðaforða hjá Ellen.

Hoppa, pabbi (mjög skýrt), gó (skór), lita (lyfta), gala (galli), mee (meira), de (þetta) og gúga (alvarlegri bleyjuskipti) og buba (bumba)

Þar að auki sækir hún dótið fyrir mig t.d. þegar við erum að fara út og ég bið hana um að sækja skóna og hjálminn og fleira. Hún er svaka hrifin af því að herma eftir öllu sem við gerum og hún setur í þvottavélina með mér og hengir upp þvottinn líka. Svo fórum við í búðina um daginn og litla kellingin var heldur betur dugleg að hjálpa mömmu sinni að setja í köfuna allt sem ég bað um þó hún kunni ekki alveg að takmarka sig við eitt stykki af hverju. Ekki má gleyma því hvað Ellen er dugleg að henda öllu í ruslið þessa dagana. Virðist vera nýtt áhugamál og henni finnst voða gaman ef við látum hana hafa eitthvað og biðjum um að fara með í ruslið. Allt að koma.

Annað nýtt er að við vorum að fjárfesta í nýjum hjólavagni um daginn og krakkarnir eru svo hrifnir af þessu. Ég efast ekki um að við Einar verðum komin í mjög gott form í sumar enda er vagninn sjálfur 13,4 kg + 17 kg (Daníel) + 12 kg (Ellen) + ca.2 kg (matur og föt) eða  ca. 44 kg!!! Núna verða bara teknir æfingartúrar hérna í Kaupmannahöfn því við erum með plön um að fara í lengri helgarferðir í sumar 😀

Mamma er best!

Það er ósjaldan sem ég fæ ástarjátningar frá einkasyninum en í dag fékk ég held ég besta hrósið!

“mamma, þú ert aðeins fallegri en Caroline!”

Caroline er semsagt kærastan hans Daníels af leikskólanum sem við eyddum öllum deginum með í dag. Þetta er sko ekki slæmt hrós og hvað getur maður gert annað en að brosa 😀

Vor í lofti

Jæja litla kellingin byrjaði loksins að labba fyrir ca.3 vikum fyrir alvöru. Gerir allt svo miklu auðveldara. Nú er minnsta málið að skella henni með á hjólið og ekki þurfa að setja hana niður í eitthvað drullusvað heldur bara setja hana niður og hún bara stendur og bíður meðan maður er að ganga frá. Ellen finnst alveg rosalega gaman að fara út að leika og þá sérstaklega að hjóla. Hún kemur oft með skóna til mín og suðar um að fara út og ef hún kemst í gula hjóla hjálminn einhverstaðar þá er næstum engin undankomu leið fyrir mig. Ef ég fer ekki með hana út þá leggst hún við dyrnar og tekur frekjukast. Hún er líka orðin voðalega dugleg að sækja dót fyrir mig eins og bolta og dudduna og skóna. Enn sem komið er talar hún voða líti kannski af því að við erum heldur ekki svo duglega að kenna henni 🙁 En hún kann að segja nöfnin okkar allra, bumba, datt, bolti, kisa og galli ( útgallinn), NEI, o-ó (ef hún dettur eða missir eitthvað) og kúka, annars bullar hún bara eitthvað og þá er giskuleikur hjá mér þar til hún fær það sem hún vill . Þetta er allt sagt auðvitað mjög óskýrt en hún segir hlutina allavegana alltaf eins.

Ellen er búin að sofa rosalega illa rúmlega síðustu 2 vikurnar. Ég fór fljótlega með hana til eyrnalæknis og þá var hún með slæma eyrnabólgu öðru megin. Núna er hún búin með pennicilin skammtinn enn samt vaknar hún þannig að ég reikna með að við kíkjum aftur til læknisins í vikunni.

Daníel er meira afbrýðisamur en hann hefur nokkurntíma verið. Hann reynir á þolmörk okkar frá klukkan 6 á morgnana þegar hann vaknar og til 8 á kvöldin þegar hann loksins sofnar. Við reynum að veita þeim jafna athygli eftir bestu getu en það er auðvitað ekki alltaf hægt. Mér finnst hann taka marga hluti sem við gerum fyrir hann sem sjálfsagða og hann er vanþakklátur út í eitt! pirr! Þannig að í þessari viku hef ég ákveðið að hann fær bara harfagraut í morgunmatinn, ekkert brauð eða weeta-bix eins og hann hefur kannski fengið annanhvern dag. Auk þess er ekkert sjónvarp og ekkert auka í ávaxtanestið eins og apanammi eða hafrakex. Sjáum hvað setur 😀 Hann er auðvitað voað góður inná milli líka, því má ekki gleyma! Ég er búin að kenna honum öll bílamerkin og á leið í og úr leikskólanum þá veljum við okkur sitthvort merkið og teljum. Þetta finnst honum mikið gaman og gaman að spá í bílunum. En núna er vorið komið og þá fer hann bráðum að hjóla í leikskólann aftur.

Annað gullkorn:

“mamma ég elska þig síðustu töluna” – kemur út frá því að við erum búin að ræða stærðir og tölustafi og hvernig alltaf hægt sé að segja hærri tölu 😀 krútt!