Karíus og Baktus

Í dag leyfðum við Ellen að hlusta á Karíus og Baktus í fyrsta skiptið. Því miður hafði iPodinn einhvernveginn fengið þetta allt í vitlausa röð, þannig að þetta var mjög ruglingslegt en hún hlustaði samt með áhuga. Okkur fannst þetta hið besta mál að hún hlustaði á þetta en svo þegar kom að hádegismatnum sagði hún okkur að hún ætlaði aldrei aftur að borða sykur. Hún ætlaði heldur ekki að borða páskaeggið sitt eða Disney Sjov nammi nokkurn tímann framar. Svo færðist þetta uppá næsta stig þar sem hún ásakaði okkur um að neyða þau til að borða nammi meðan við borðuðum ekki nammi sjálf. Þarna var hún orðin mjög fúl yfir þessu öllu saman.

Töluðum ekki meira um þetta í bili en svo um eftirmiðdaginn þegar þau fengu hafrakex minntist Daníel að sjálfsögðu á að það væri nú sykur í hafrakexi og þá vildi Ellen alls ekki borða það og þetta endaði allt með svakalegu grátkasti hjá Ellen og svo var Daníel í algjörum mínus því að hún hafði orðið svona leið eftir það sem hann hafði sagt. Hún var reyndar mjög þreytt, þannig að þetta hefði kannski ekki orðið alveg svona dramatískt á öðrum degi.

Loka dramakast dagsins kom svo meðan við vorum að horfa á Olsen Banden um kvöldið. Hún var búin að bursta tennur og svo kom Karen með snakk og við sögðum að við gætum bara burstað tennurnar aftur. Nei, það var alveg ómögulegt því það er svo þreytandi að bursta tennur, þannig að lokum enduðum við á að geyma snakk handa henni þangað til á morgun.

Þannig að: Karíus og Baktus, nei takk!

Aftur komid haust

Sumarid buid ad vera frabært og vid buin ad fara med krakkana i langtradan Evropurtur a bil med tjald og med vidkomu i Disneylandi. Leidin var nokkurnveginn svona : Møns Klint, Hamborg, Tjodgardur i Hollandi, Utrecht med Bas og Natali, Antwerp hja Oldu og Wannes, Deisneyland, Paris, Genv, Interlaken og svo heim i gegnum Tyskaland. Tetta var mikid ævintyri fyrir krakkana og audvitad stod Disneyland uppur. Allt gekk slysalaust og vid vorum rosalega anægd med tetta allt saman og gaman ad geta gefid bornunum tessa upplifun.

Nu er hins vegar komid haust og skolinn byrjadur. Daniel labbar einn heim ur skolanum og lika i badminton. Hann er sjalfur med lykla, klukku og sima sem hann notar reyndar ekkert. Hann er rosalega duglegur og tad er lika vel hægt ad treysta honum til ad vera einum heima.

Ellen er komin i store-grubbe i leikskolanum og er ad læra bokstafi og fleira skolatengt. Hun er mjog dugleg og spennt fyrir tvi ad komast i skola. Held hun se nu lika alveg ad njota sin ad vera ein af storu krokkunum i leikskolanum. Eg uppgotvadi svo i dag ad hun var aftur buin ad klippa a ser toppinn inna badi tegar eg var ekki ad fylgjast med.

tad sem Daniel lærir i skolanum

Daniel: Mor, er det ikke rigtig at kvinder har større ribben en mænd?
Jeg:…..hva..?
Daniel: Jo, fordi Eva blev lavet af et af Adams ribben. Derfor har kvinder flere ribben. Det lærte vi i kristendom!
Jeg:..kvinder blev IKKE…. humm…ihh ja, lad os bare sige det for nu…

Glæder mig til samtalen hvor det hele er kvinders skyld fordi Eva blev overtalt af en talende slange om at spise et æble……

Haustið og skólinn

Þá er haustið heldur betur komið með alla sína litadýrð. Daníel er kominn vel í gang með skólann og badmintonið. Auk þess er hann í skák og svo auðvitað íslenskuskólinn á laugardögum þannig að nóg að gera. Ellen er í fimleikum á sunnudögum og mjög ánægð með það. Það er þvílíkt búið að togna úr stelpunni í sumar og hún fríkkar með hverjum deginum. Við prófuðum að fara í danstíma en held okkur hafi báðum fundist það frekar erfitt og þreytandi eftir heilan skóladag.

Veit ekki afhverju í ósköpunum við keypum ekki kojur í fullri stæðr en það þjónar svo sem sínum tilgangi og heldur okkur nokkurn veginn frá því að leggjast alltaf með Ellen þegar hún vaknar á nóttunni. Hvenær mun þetta enda? Ég set markið á 4ára afmælið sem var ca. þegar Daníel hætti þessu veseni. Annars erum við foreldranir að reyna að taka okkur á í uppeldishlutverkinu og beita betri aðferðum en þetta er erfitt að fara vera alltaf í svona sjálfskoðun, En auðvitað sjáum við oft okkar eigin mistök þegar allt er farið í háaloft en það er hægara sagt en gert að reyna að breyta eigin hegðun þegar það er pressa á manni.

Að lokum er Egill og Agla flutt í næstu götu og búin að vera mikið hjá okkur. Það er mjög gaman að fylgjast með þeim leika saman frændsystkynunum og við höfum talað um að nú vantar bara Krumma og Úlf. Við fáum hins vegar að sjá þá bráðum þegar við keyrum suðureftir til þeirra í haustfríinu.

Daníel er óþreytandi með sínar endalausu spurningar og stundum dugar bara stutt svar
D; Hver bjó til risaeðlunrnar?
M; Guð

D; Er heimurinn endalaust stór?
M; Já

D; Hver bjó til Guð?
M; Spurðu pabba þinn…..

Þau eru farin að leika meira og meira saman systkinin. Stundum og þá meina ég oft endar það illa en þau sækja í hvort annað óhikað. Gaman að fylgjast með þessu gerast.

Vor

Vorið er komið hérna í Danmörku með endalausum frídögum. Store bededag, Kristi Himmelfarts dag, 2. pinsedag, grundlovsdag. Það eru frídagar í næstum hverri viku, sem lætur tímann líða ennþá hraðar en venjulega.

Ellen er orðin duglegri að fara á leikskólann á morgnana. Það hefur verið erfitt fyrir Karen að skilja hana eftir á morgnana, en nú er komin venja að hún fær að halda í hendina á einhverjum fullorðnum þegar Karen fer og þá er hún sáttari. Hún leikur heilmikið með eldri stelpunum á leikskólanum og er almennt mjög sátt við leikskólann, fyrir utan morgnana. Hún lenti í smá slysi útí garði fyrir nokkrum vikum, var að leika sér í grindunum sem eru þar, en datt framfyrir sig og fékk högg á efri vörina. Fór að hágráta og vörin stokkbólgnaði, og svo á næstu dögum á eftir kom í ljós að önnur framtönnin er dauð, og er núna orðin mjög dökk. Leiðinlegt, en svosem ekkert við því að gera.

Daníel er mjög duglegur í skólanum, duglegur að lesa og sérstaklega duglegur í stærðfræði. Hann er oft að pæla í öllu mögulegu, spyr t.d. uppúr þurru “Pabbi, hvað eru 5 sinnum 15”? og margt fleira. Hann er líka búinn að vera í skáknámskeiði í skólanum og hefur gengið vel þar. Allt svona lógískt virðist liggja vel fyrir honum, stærðfræði, skák, Sudoku o.s.fv. Hann fékk nýja súpertöffaraklippingu fyrir nokkrum, svona feitan hanakamb og er hæstánægður með hana. Karen rakar reglulega hliðarnar til að halda því við. Strákarnir í skólanum ætluðu varla að trúa því að mamma hans gæti gert svona töff klippingu og voru mikið að spurja hvað það hefði kostað 🙂

Og tíminn líður

Ellen talar og talar. Ótrúlegt hvað málþroskinn hefur tekið mikinn kipp síðan hún fékk rörin og byrjaði í leiksólanum. Vöggustofufóstrurnar eru alveg steinhissa þegar þær mæta henni á ganginum. Hún er vinamörg í leikskólanum og ein fóstran hefur sagt mér að hún er sérstaklega vinsæl hjá elstu stelpunum sem eru 5 ára. Ég hef líka tekið eftir því þegar við erum í skólanum því margar þeirra eiga systkini þar og þá hittumst við þegar það eru foreldraskemmtun eða álíka. Ellen hefur einhvern eiginleika til að tengjast  öðrum sem ég hef aldrei séð hjá Daníel og krakkar bókstaflega sækja í hana. En þó krefst hún mjög lítillar athygli af þeim fullorðnu á deildinni. Fóstran sagði mér hins vegar að hann getur yfirleitt séð það á henni hvað hún vill án þess að hún biðji um það. Skrítið.
Daníel er á viðkvæmum aldri núna. Hann kemst auðveldlega í uppnám útaf smáhlutum t.d. þegar við skiljum ekki hvað hann er að biðja um og óskum frekari skýringa. Við reynum að mæta þessu með skilningi en þó má þetta ekki ganga yfir okkur hin á þann hátt að við fáum ekki að vera við sjálf hérna heima. Honum gengur vel í skólanum og kvartar aldrei þó hann viðurkenni fúslega að honum finnist skemmtilegra í sfo-inu. Kemur oft heim uppfullur af fróðleik sem hann vill gjarnan deila með okkur og það eru ótrúlegustu hlutir sem hann þekkir deili á. Ef eitthvað er óljóst t.d. hvort hákarlar séu spendýr því þeir hryggna ekki þá er hann spenntur að fá að fletta því upp með mér í tölvunni. Hann sýnir líka mikinn áhuga á stærðfræði og getur rætt hana við okkur án þess að þurfa að vera með blað eða myndir fyrir framan sig. Um daginn vorum við að kenna honum um náttúrulegar tölur sléttar og odda tölur. Hann fékk nýtt hjól frá okkur og pabba mínum í jólagjöf og hjólar núna langar leiðir og það er yndislegt.

Daníel búinn að missa fyrstu tönnina.

Stór dagur í dag. Daníel missti fyrstu barnatönnina sína, hægri framtönnina í neðri góm. Hún er búin að vera laus nokkuð lengi, og tönnin við hliðina er líka laus. Í dag var hún svo alveg að losna og Karen hjálpaði aðeins til við að ná henni endanlega út. Daníel var mjög stoltur og fannst mjög skrýtið að finna með tungunni þar sem tönnin hafði verið. Nú er hann mjög spenntur að setja hana undir koddann sinn og fá 10 kr, sem er einmitt nóg til að kaupa fótboltapakka.

Jólin eru búin að vera mjög fín hjá okkur, ég er í fríi og við höfum tekið því rólega saman. Vorum heima á aðfangadag, fórum svo til Öglu og Ragga á jóladag, þar sem Atli og Selma voru líka, og fengum loks Svönu og Atla í afganga á annan í jólum. Ellen og Daníel fengu fullt af spennandi jólagjöfum, Daníel fékk borðfótboltaspil frá okkur, Star Wars spil frá Ellen, mörg spil saman frá afa og ömmu og  fær svo hjól frá Ársæli afa og okkur. Ellen fékk allskonar prinsessudót, og fékk svo hjól frá okkur. Það var gamla hjólið hans Daníels sem við vorum búin að taka í gegn. Við settum stjörnu og fiðrildalímmiða á það, barbie prinsessu körfu og bjöllu, og bleikan lás. Hún var súperánægð og gat varla beðið eftir að komast út að hjóla á jóladag.

Ellen á nýja hjólinu

Næst á dagskrá er svo gamlárskvöld. Við verðum með veislu fyrir fjölskylduna, þetta verður síðasta kvöld Atla og Selmu hérna þannig að það passar vel að enda á fjölskylduveislu. Það verður allt þetta klassíska, kalkúnn, ís, flugeldar, áramótaskaup og gott stuð. Gleðilegt ár!

Viðkvæmur strákur

Daníel fékk að horfa á Garfield myndina í dag. Við kíktum á hana með öðru meðan við vorum að ganga frá og búa til mat. En allt í einu sagði Daníel að hann vildi alls ekki horfa á meira af myndinni og var í miklu uppnámi. Við spurðum hann hvað væri að og hann sagði okkur að hann vildi ekki horfa á mynd þar sem kötturinn væri að henda hundinum út og væri alltaf vondur við hann, og samt væri hundurinn alltaf góður við hann og hefði áhyggjur af honum. Hann fann mikið til með hundinum og var hálfgrátandi þegar hann var að segja okkur þetta. Við hugguðum hann, og sögðum að við gætum horft saman á restina eftir mat, og að kötturinn myndi örugglega læra að maður ætti ekki að haga sér svona. Síðan varð reyndar ekkert úr því þar sem Daníel var svo óþekkur að hann var sendur snemma að sofa.

Ellen byrjaði á leikskólanum í síðustu viku. Við vorum með henni fyrstu tvo dagana og svo var hún bara frá 9-4 hina þrjá dagana. Hún verður í skógarhópinum, en þau voru í bænum alla þessa viku. Á mánudaginn fer hún svo í skóginn í fyrsta skipti og þá fer Karen með henni. Hún er annars bara mjög ánægð með að byrja í leikskóla og líst vel á þetta allt saman. Við erum aðeins stressuð um hvernig það verði fyrir hana að vera alltaf í skóginum, sérstaklega þegar það er kalt og svona, þar sem hún verður stundum svo blá í framan, en við sjáum hvað gerist. Ef það gengur illa þá komum við henni í bæjarhóp.

Hoppuslys

Daníel og Ellen voru að hoppa uppí rúmi í morgun þegar við heyrðum allt í einu skaðræðisöskur frá Daníel. Við þutum inn og sáum hann liggjandi á rúminu og það fossblæddi úr andlitinu á honum! Hann hafði rekið andlitið í gluggakistuna og fengið djúpan skurð á kinnbeinið. Við héldum taubleyju við sárið því það blæddi svo mikið og

Daníel með risaplástur

gáfum honum svo frostpinna sem hjálpaði heilmikið. Sárið var það djúpt að það þurfti að sauma þannig að Karen fór með hann á slysavarðstofuna þar sem voru saumuð 4 spor.  Daníel var mjög duglegur en fannst samt vont þegar það var verið að deyfa og sauma. Eftir þetta fór hann svo í SFO sem gekk bara vel, hann kvartaði ekkert og var bara hress.

 

Daníel fór svo til Sjoerd eftir SFO og þar rákust hann og Wies á hvort annað svo harkalega að það byrjaði aftur að fossblæða úr sárinu! Karen þurfti svo að hreinsa sárið aftur sem var sárt og leiðinlegt. Nú vonum við bara að það komi ekki svakalegt ör undan þessu. Það kemur í ljós eftir nokkra daga, planið er að láta taka saumana út á þriðjudaginn.