Litla skessan okkar

Þetta er það sem við köllum hana Ellen Maríu í daglegu tali. Hún er með svo djúpa og kraftmikla rödd, svo ekki sé talað um frekjusakpinn að ekkert annað nafn er við hæfi. Reyndar finnst mér Ellenar nafnið alltof ljúft fyrir hana og hefðum við betur nefnt hana Bóthildi eða Hallgerði. En hún er nú samt litla skessan okkar og við foreldrarnir höfum endalaust gaman af ákveðninni og frekjuskapnum í henni þó það sé auðvitað líka oft mjög þreytandi. Hún lætur Daníel ekki komast upp með neitt kjaftæði og hann má heldur fara að vara sig ef ekki á að enda illa því litla skessan er farin að slá all hressilega frá sér. Hann lærir þá kannski bara lexíuna á erfiða mátann, fyndið samt að hann láti þetta ofbeldi samt ekki stoppa sig í að stríða henni?

Núna eru kerru mál hérna hæst á dagskrá og þetta er eins og frumskógur. Við erum búin að skera þetta niður í 2 kerrur og nú þarf bara að klára þetta og ákveða en það er hægara sagt en gert.

Daníel er aftur byrjaður í leikskólanum eftir sumarfrí og líkar mjög vel. Eg er enn að bíða eftir bakslaginu og leikskólakennararnir segja að það geti enn verið von á því, sérstaklega núna þegar skógurinn er byrjaður á fullu 3 vikur í senn. Ég er hæst ánægð með Remisen og finnst æði að koma að sækja krakkana þar sem þau eru yfirleitt að leika sér saman einhverstaðar eins og englar – annað en heima!  Við höldum áfram að leiðrétta Daníel í íslenskunni en erum svo stundum kannski ekki mikið betri sjálf. Hann er komin með fystu “kennslubókina” sína og er hún um tölur og hvernig á að skrifa þær og leggja saman. Hann byrjar spenntur og við sitjum yfir þessu með honum. Hann er líka búinn að læra að skrifa nafnið sitt án vandræða.

Ellen er öll að koma til í talinu. Nýjustu orðin eru voffi, gaffall, baby, kjoll, hjóla, lúlla, stígvél, kerra og marg fleira. Í rauninni segir hun flest það sem við kennum henni en aðeins sumt nær að haldast. Hún er orðin líka dugleg að segja nöfn á fólki og skilur greinilega meirihlutann af því sem við segjum. Þar með sagt er hún líka oft viljandi að óhlýðnast og gera það gagnstæða sem við biðjum hana um. Henni finnst mjög gaman að hjálpa til og er algjör lítil húsmóðir í sér. Hún hendir dóti í ruslið (líka óum beðin) og er dugleg að leggja á borð með mér.