Monthly Archives: October 2012

Haustið og skólinn

Þá er haustið heldur betur komið með alla sína litadýrð. Daníel er kominn vel í gang með skólann og badmintonið. Auk þess er hann í skák og svo auðvitað íslenskuskólinn á laugardögum þannig að nóg að gera. Ellen er í fimleikum á sunnudögum og mjög ánægð með það. Það er þvílíkt búið að togna úr stelpunni í sumar og hún fríkkar með hverjum deginum. Við prófuðum að fara í danstíma en held okkur hafi báðum fundist það frekar erfitt og þreytandi eftir heilan skóladag.

Veit ekki afhverju í ósköpunum við keypum ekki kojur í fullri stæðr en það þjónar svo sem sínum tilgangi og heldur okkur nokkurn veginn frá því að leggjast alltaf með Ellen þegar hún vaknar á nóttunni. Hvenær mun þetta enda? Ég set markið á 4ára afmælið sem var ca. þegar Daníel hætti þessu veseni. Annars erum við foreldranir að reyna að taka okkur á í uppeldishlutverkinu og beita betri aðferðum en þetta er erfitt að fara vera alltaf í svona sjálfskoðun, En auðvitað sjáum við oft okkar eigin mistök þegar allt er farið í háaloft en það er hægara sagt en gert að reyna að breyta eigin hegðun þegar það er pressa á manni.

Að lokum er Egill og Agla flutt í næstu götu og búin að vera mikið hjá okkur. Það er mjög gaman að fylgjast með þeim leika saman frændsystkynunum og við höfum talað um að nú vantar bara Krumma og Úlf. Við fáum hins vegar að sjá þá bráðum þegar við keyrum suðureftir til þeirra í haustfríinu.