3 ára afmæli!

Daníel á afmæli í dag og er orðinn 3 ára! Því miður getum við víst ekki haldið alvöru barnaafmæli með fullt af börnum en við ákváðum bara að reyna að hafa sem skemmtilegastan dag í dag og fá svo Öglu og Ragga í afmæliskaffi á morgun. Þegar Daníel kom fram í morgun vorum við búin að raða upp pökkunum hans og fullt af blöðrum á sófanum. Hann fór strax að taka upp pakka og var mjög ánægður með gjafirnar sínar, sérstaklega var IKEA lestarsettið mjög spennandi. Síðan borðuðum við saman morgunmat í rólegheitunum og fengum smá kökur með. Eftir það fórum við í heimsókn á leikskólann hans Daníels sem hann byrjar á í júlí. Leikskólinn er beint á móti húsinu okkar og okkur leist öllum vel á hann, Daníel vildi helst bara vera þar áfram að leika. Síðan fór ég í skólann en Karen og Daníel fóru að baka og Daníel svo að leggja sig í hádeginu.
Þegar ég var búinn í skólanum um fjögur fór ég með lestinni og hitti Karen og Daníel í tívolí. Þar fékk Daníel að fara í bátana, hringekju, bíla og hoppa á stóru hoppudýnunni. Mikið fjör. Síðan fengum við okkur hamborgara á Burger King og komum okkur heim. Þar háttaði Daníel og svo horfðum við öll saman á Mjallhvíti og dvergana sjö, sem Daníel fanns SVAKALEGA fyndin! Fyrir háttinn lásum við svo fyrir hann eina af nýju bókunum sem hann fékk í afmælisgjöf. Daníel var mjög ánægður eftir daginn og fannst þetta bara fínasti afmælisdagur!
Við erum búin að setja inn nýjar myndir frá maí og júní, meðal annars deginum í dag, þær eru hérna. Annars erum við hætt að setja myndir inná þessa síðu, allar nýjar myndir koma núna inná http://einaregilsson.com/birketinget.