Nýtt rúm!

Nýja rúmiðVið fórum í IKEA í gær og keyptum nýtt rúm handa Daníel. Rúmið er svaka flott, 80×200 á stærð, en það er hægt að stytta það með því að láta báða endana upp (eins og sést á myndinni) og þá er það 80×152. Daníel var rosaspenntur fyrir þessu þegar við vorum að setja það saman og fór svo að klifra uppí það á fullu. Eina áhyggjuefnið er að hann var mjög spenntur fyrir því að standa í því, og láta sig hrynja niður og munaði minnstu að hann dytti beint niður á gólf. Við settum nýja rúmið inn til hans en létum hann samt sofa í gamla í nótt því hann var ekki alveg að vilja leggjast niður í þessu nýja og við vildum líka leyfa honum að venjast því bara í rólegheitum.

Annars er Daníel farinn að vakna soldið á nóttunni aftur núna og fá að koma uppí til okkar restina af nóttinni. Vaknaði t.d. kl. 4 í nótt og neitaði að fara aftur að sofa í sínu rúmi, vildi bara koma yfir í okkar rúm. Verður spennandi að sjá hvað gerist þegar hann kemst sjálfur úr rúminu sínu …

Ný orð síðustu daga: Eyra, stóll, borð, peysa (í gær, fyrsta skipti sem hann segir S almennilega). Svo fyrir nokkrum vikum komu fyrstu orðasamböndin: Dudda datt, og Mamma mín.

One thought on “Nýtt rúm!

  1. Alda

    Oh, voðalega er heimasíðan orðin fín. Þarf að skrifa niður orðin. Þykist vera að láta Wannes læra sömu orð og Daníel. Stefnan er að þeir séu alltaf á sama talþroskastigi hehe… x

Comments are closed.