Sumarbústaður og veikindi

Við fórum í sumarbústað um helgina með Jóhönnu, Matta og krökkunum. Þetta var svakalega flottur bústaður með þvottavél, uppþvottavél, örbylgjuofni, tveim sjónvörpum, videói og dvd spilara. Jakob og María voru svakalega hrifin af Daníel og vildu helst leika við hann allan tíman. Komum svo heim í gær og um kvöldi var Daníel kominn með hita og einhverja sýkingu í augun. Hitinn var hár í dag og við enduðum á að fara á heilsugæsluna og fá augndropa og smyrsl til að gefa honum. Karen var heima með hann í dag og ég verð heima á morgun.

Ný orð síðustu daga: nef, auga, munnur, augnablik, bíddu, klukka, hættu, djús, kúra. Og já, það eru loksins komnar nýjar myndir á myndasíðuna.

2 thoughts on “Sumarbústaður og veikindi

  1. Alda

    Hann er kominn með svo mikið hár !!! Og eiginlega bara orðinn krakki og ekkert barn lengur! Annars flott update á heimasíðunni, svona “mini-Einar”. Orðið svo “pro” með svona flokkum og alles að ætli ég biðji Daníel ekki bara um tölvuhjálp næst. Knús, alda.

  2. Karen

    hæhæ. Ég var einmitt að klippa hann aðeins í gær og hann er mun strákslegri núna. Ég þarf samt aðeins að klippa hann meira í kvöld, þetta tekur nokkrar tilraunir vegna óþolinmæði Daníels 😉

Comments are closed.