Öskur og tunga!

Margt nýtt að gerast hjá peyjanum eins og við má búast. Núna, eftir að hafa nokkrum sinnum bitið hana til blóðs, er Daníel búinn að uppgötva í sér tunguna! Jebb, það er eitthvað þarna fyrir neðan nefið sem hann sér varla en er mjög næmt og skemmtilegt. Hann er semsagt búinn að eyða góðum tíma í að ulla, koma við hana og toga í þennan merkilega hlut undanfarið. Annað skemmtilegt er að Daníel er farinn að nota röddina sína óspart og hún er ekki lengur svo lítil og sæt. Af engri sérstakri ástæðu byrjar hann að öskra: DADADADA!!!!!!! JAAAAJAAAAAJAAAJAAAAA! Og þetta er ekkert smá hátt. Hann lætur líka heyra í sér ef hann er búnn með brauðið eða öll leikföngin eru dottin á gólfið. Ég bíð spennt eftir að flyta í fjölbýlishúsið þar sem nágrannarnir fá að njóta látanna með okkur 🙂

Daníel fékk nýtt leikfang í gær frá Ársæli afa. Það var hvorki meira né minna en stór slökkviliðs-sparkbíll! Þetta vakti mikla gleði og forvitni hjá litla mannin þó hann sé ennþá aðeins og lítill til að sitja á honum einn og óstuddur. Það sem er líka mjöööööög vinsælt hjá Daníel er svona þræða víra-kubba dót eins og er oft á læknastofum. Ég keypti þetta þegar ég var í DK og það er búið að skapa mikla lukku. Annars er Daníel ekkert sérstaklega vandlátur á leikföng.Til að mynda er svitalyktaeyðirinn minn ekkert minna spennandi en þessir svaka þroskaleikföng. Svo þegar hann er komin með leið á honum þá skellir maður bara litríkri hárteygju á hann og þá heldur gleðin áfram. Hver man svo ekki eftir Nivea-dollunni vinsælu? Og svo er það auðvitað greiðan, meikdollan mín og þvottapokinn…. er einhver að sjá munstur í þessu? Já þetta eru allt hlutir úr baðherberginu þar sem að Daníel er oft sprikklandi eins og lítill fiskur á skiptiborðinu og við verðum að hafa ofan af fyrir honum til að ná að skipta um bleyju eða smeygja honum í föt!

Göngutæknin er líka öll að koma til en það fyndnasta er þegar hann vill setjast niður þá ,,,,,,,,,þ.æ(Daníel að skrifa)nnnnnnnnnnnnnnn já eins og ég sagði þá er fyndnast þegar hann vill setjast niður þá sperrir hann bossann útí loftið og POMMP lætur sig detta beint niður! Þetta finnst mér mjög sniðug tækni. Svo er hann farinn að fara á mill hluta t.d. stóla bara alveg eins og Tarzan!

Við erum svo að fara að fá nýju íbúðin í Svarthömrunum afhenta á sunnudaginn í næstu viku. Reikna með að vera síma og netsambandslaus allavegana viku eftir það þannig að ég ætla að reyna að skella inn myndum núna bráðulega áður en við flytjum. Þá fær Daníel líka sér herbergi…. spennó!