Komin frá Danmörku

Þá er maður loksins komin heim aftur og mikið svakalega er það gott að geta knúsað Daníel og auðvitað Einar líka aftur. Það er alveg hræðilegt að fara frá í miðjum þroskakipp eins og ég gerði. Daníel er bara allt annar strákur. Hann er orðinn svo svakalega duglegur að labba með fram öllu og alltaf að uppgötva eitthvað nýtt til að leika sér með, okkur til mikillar gleði (einmitt!). Mér finnst eins og ég hafi verið í burtu í heilann mánuð!

Nú er Daníel líka farinn að sofa alla nóttina (7,9,13) en hins vegar farinn að vakna alltaf kl.6 og stendur og gólar. Ég get nú ekki sagt annað en að ég hlakka til að flytja í nýju íbúðina þar sem Daníel verður settur í sérherbergi. Þá kannski fáum við foreldrarnir að sofa aðeins lengur í það minnsta 🙂

One thought on “Komin frá Danmörku

  1. Sandra

    Velkomin heim gella. Skil vel að þú hafir saknað Daníels alveg ógeð….. mikið. En gott samt að fá smá tíma fyrir sjálfa þig. Ég skrifa þér mail núna fljótlega og veiði allar djúsí ferðasögurnar upp úr þér hehe 😀 🙂 😉

Comments are closed.