Hitaleysi og horhjúpur

Í morgun var Daníel hitalaus. Ef hann helst hitalaus í dag þá fer hann til dagmömmunar á morgun. Þó svo hitinn sé farinn þá lekur horinn ennþá í lítratali! Það skemmtilega er svo að horinn fer í taugarnar á Daníel og hann fer alltaf beint með hendurnar í hann og nuddar honum yfir allt andlitið og hendurnar á sér. Síðan sér maður bara horhjúpaðan Daníel og þarf sífellt að vera að þvo honum í framan. Karen er orðin nokkuð hress og fór í vinnuna í gær og í dag en ég er ennþá með smá hita og hálsbólgu, þannig að ég verð heima í dag en geri ráð fyrir að fara að vinna á morgun. Það verður mjöööööööög gott, 5 dagar af veikindum eru meira en nóg!

2 thoughts on “Hitaleysi og horhjúpur

  1. Alda.

    Hversu mikið getur ein lítil fjölskylda orðið veik. Þið eruð örugglega búin að taka út flensur og sýkingar fyrir næsta áratuginn. Vona að ykkur líði öllum betur. Sendi sýkladrepandi hugsanir til ykkar, tvöfaldann skammt til litla Daníels. Ég verð alltaf ógurlega lítil í mér þegar ég er veik þannig að Daníel hlítur að líða alveg pínkulitlum 🙁 x alda.

Comments are closed.