Sýking

Jæja þó svo að læknirinn frá læknavaktinni fann ekkert athugavert við Daníel í morgun þá var okkur samt ekki rótt. Þegar ég kom heim í hádeginu til að taka við vaktinni af Einari þá var Daníel kominn með 40,4 stiga hita þrátt fyrir að hafa nýlega verið búinn að fá stórann skammt af hitalækkandi lyfi. Svo var hann líka að anda ótt og títt og komið mikið slím í augun. Ég fór beint í það að hringja útum allann bæ (fannst mér) með Daníel organdi í einni hendinni og símann í hinni. Ég vil hér með lýsa rosalegri óánægju með 118 eða “Já” eins og það heitir víst. JÁ-SMJÁ segi ég! Þessi gagnslausa þjónusta gerði ekkert annað en að eyða tíma mínum meðan að sonur minn þjáðist með því að svara ekki í símann eða hreinlega að það slitnaði sambandið hvað eftir annað! Þar sem ég átti erfitt með að leita að númerum á netinu vegna fyrrgreindra aðstæðna þá þurfti ég að treysta á minnið og endaði á að hringja í aðalnúmerið á landsspítalnum og bað um að fá samband þaðan við bráðamótöku barna á Hringnum. Þar var fólkið mjög almennilegt og sagði okkur að koma með hann niður eftir. Þannig að Einar stoppaði stutt uppí Kópavogi og við rukum af stað uppá spítala. Þar var Daníel mældur í krók og kima, tekin röntgen og blóðprufa og skoðaður á alla kanta!

Niðurstaðan var að Daníel er með sýkingu í nefgögngunum eða þarna á bakið þannig að allt er stíflað. Svona lítil kríli eru víst ekki komin með almennilega þroskaðar kinnholur og ráða illa við mikið kvef. Þess vegna var farinn að koma gröftur í augun. Það mældist líka eitthvað bólguefni í blóðinu sem studdi þessa sjúkdómsgreiningu. Þannig að við vorum send heim með uppáskrift fyrir sýklalyfjum og nú vonum við bara það besta. Það er óhætt að segja að síðustu dagar eru búnir að taka mikið á þessa fjölskyldu en þó einna mest á þann litla sem má minnst við því.

2 thoughts on “Sýking

  1. Sandra

    AEI greyid litli kutur ad vera svona rosalega veikur. Finn mikid til med honum. Bestu kvedjur og knus til Daniels med von um skjotan bata. Kisskiss xxx

  2. Unnur

    Æææ aumingja litli kúturinn 🙁 Ég vona að honum batni sem allra allra fyrst…
    Knús Unnur.

Comments are closed.