Slagsmál!!!

Þegar ég fór að sækja Daníel í dag til dagmömmunar var hann með stórt rautt klór niður alla kinnina! Þá kom í ljós að einhver lítill ofbeldishrotti hafði klórað hann! Ég sá ofbeldismanninn og fór strax að hugsa um hvernig ég gæti hefnt fyrir Daníel. Datt fyrst í hug að segja stráknum að fara að hlaupa með skæri eða eitthvað en síðan sá ég að mér, ég er nú sæmilega þroskaður og fullorðinn maður og á víst ekki að hefna mín á smábörnum. Auk þess er miklu betra að gera það seinna, þegar hann á síst von á því!

En allavegana, við fórum og keyptum græðandi og sótthreinsandi krem og bárum á þetta. Nú verða allar tilraunir til að kenna Daníel að segja “mamma” settar á pásu, fyrst verðum við greinilega að kenna honum að berja frá sér!

6 thoughts on “Slagsmál!!!

  1. Hrefna

    Já, Einar minn, þetta gerist stundum í samskiptum barna !
    Einu sinni þegar þú varst aðeins eldri en Daníel fór ég með þig á kennarafund og þá beistu hana Maríu litlu Tótu(kórstjóra)dóttur í fingurinn, þið eruð jafngömul!
    En ósköp held ég að litli Daníel hafi orðið aumur og sár, hefur áreiðanlega ekki átt von á þessum
    ósköpum.
    Ástarkveðjur til hans frá ömmu.

  2. Karen

    Daníel harkar þetta af sér enda ekki óvanur barsmíðum. Hefur frá fæðingu fengið að umgangast Jökul sem er svo stór og sterkur að hann ræður ekki við eigin krafta þegar hann vill skoða Daníel betur. 😀

  3. Unnur

    Hahaha 😀 Frábær saga…skil þig vel að hafa viljað hefna fyrir…auðvitað miklu betra að gera það þegar hann á ekki von á því 🙂

  4. Alda.

    Mér finnst nú eiginlega fyndnast thetta með sótthreinsandi kremið… Sé fyrir mér Daníel með stríðsátaka ígerð komna í sárið eftir bardagann mikla hjá dagmömmunni 8)

  5. Agla

    Skil þig vel, í mörg ár langaði mig að berja öll börn sem voru leiðinleg við son minn; það er bannað að berja börn en maður kemst langt með ísköldu augnaráði!!! 😉 Guðmóðirinn

Comments are closed.