Duglegur Daníel!

Fór með Daníel til læknis útaf útbrotum sem hann var með á kroppnum og læknirinn sagði að þetta væri bara exem eða m.ö.o. viðkvæm húð. Fékk stera-krem fyrir kroppinn og svo annað krem fyrir bossann á honum sem reyndist ekki vera til neinstaðar á landinu nema á Raufarhöfn og Höfn! Hann er strax orðinn betri og um leið miklu hressari og skapbetri 😉

Þessa dagana gerum við ekki annað en að eltast við litla gaurinn útum alla íbúð þar sem hann er allt í einu farinn að “þora” að flakka um einn. Fyrst þegar við settum hann á góflið að skríða þá vildi hann bara koma til okkar og oft fylgdi mikið táraflóð með En um leið og Daníel fór að skríða svona mikið eignuðumst við nýja skúringavél! Þannig er að hann slefar svo svakalega og svo þurkar hann það upp og gólfið um leið með maganum þegar hann skríður. Það er best að fara að taka sig á í þrifunum því fötin hans hafa því miður borið merki um slæma húsmóðurshæfileika mína.

Daníel er líka búinn að læra að toga sig upp við stól, borð, sófann og í rauninni hvað sem er. Það er líka mjög gaman að standa núna og dúa og dilla rassinum og svo auðvitað reynir hann að fikra sig meðfram því sem hann stendur við en með misjöfnum árangri. En Daníel er duglegur, þegar hann dettur þá reynir hann bara um leið aftur! 🙂 En um leið og þessi aukni hreyfanleiki kom til sögunnar þá hafa slysagildrurnar aukist um 300% hérna á heimilinu. Til þessa hefur hann næstum því togað heila þvottagrind ofan á sig og rafmagns gítarinn, var á góðri leið með að stinga puttunum í innstungu og hefur hrunið einu sinni fram úr rúminu. Þannig að helst í gær ættum við að vera búin að kaupa hlífar á öll horn og öryggislok á allar innstungur og fjöltengi og það verður gert strax á morgun. Annars erum við búin að vera dádlið upptekin í fasteignaleit undanfarið og það gæti verið að við séum komin með eina í sigtið en meira um það seinna 8).

3 thoughts on “Duglegur Daníel!

  1. Steina

    Greinilega spennandi tímar framundan á fleiri en eina vegu.
    Ég bíð spennt eftir fyrstu skrefum, óhöppum (bara litlum og fyndnum) og nýrri íbúð

  2. Alda.

    Heheheh!!! Nú er þetta sko bara rétt að byrja. Nær hámarkinu um 2 ára aldur. Þrisvar búin að vera að passa 2-3 ára krakka. Það eru sko terroristar og svo eru þau þá líka komin með nógu mikinn orðaforða til þess að rífast við mann en ekki nóg til að skilja röksemdarfærslur… phew.

  3. Sandra

    Fékkstu kremið sent frá Höfn? 😉

    Hmmm, þið verðið að vera dugleg með moppuna svo prinsinn verði ekki drullugur upp fyrir haus þegar hann er að rannsaka umhverfið.

Comments are closed.