2 – 15

Staðan er 2-15 Daníel Mána í vil í Golden-shower pissukeppninni sem fer fram daglega á skiptiborðinu. Ég er bara nokkuð ánægð með þetta þar sem Daníel er mjög laginn við þetta og sannur keppnismaður. Hins vegar hefur Einar ekki gripið eina einustu sendingu frá honum þannig að í rauninni má segja að staðan sé 2-0 mér í vil!

Ljósan kom í gær og vigtaði strákinn og hann er búinn að þyngjast um 150 gr. eða samtals um 250 gr. síðan á endurskoðuninni sem var 20.júni. Þetta hljómar alveg fáránlega lítið en ef maður hugsar þetta í prósentum þá er hann búinn að þyngjast um…ca.6.25% og ef maður hugsar þetta út frá sinni eigin þyngd….

Fórum í dag og keyptum nýtt sling eða svona burðarboka sem maður ber barnið í framan á sér. Einar ákvað semsagt að prufukeyra þetta í dag og ég get ekki sagt annað en að það hafi verið mjög fyndið (sorry Einar). Fyrir ykkur sem hafið séð myndina Meet the Fockers þá minnti þetta mig óneitanlega á senuna þar sem Robert De Niro er með belti með gervibrjósti framan á sér!!! Einar tók þetta nýja hlutverk sitt mjög alvarlega og var ekki mikill hlátur í huga þar sem hann átti í erfiðleikum með að treysta burðarpokanum í fyrstu og hélt það vel við Daníel að hann hefði getað sleppt því að hafa pokann. En þetta vandist fljótt og þessir pokar eru bara hreinasta snilld!