Tíminn líður hratt…

Loksins er komið fullt af nýjum myndum í albúmið undir Ágúst 2006. Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Daníel er núna búinn að vera síðustu tvær vikurnar með mér í sumarfríi og við erum búin að hafa það rosalega fínt. Í síðustu viku var rosalega gott verður fyrripart vikunnar og þá vorum við mikið úti að leika en núna seinni vikuna er búið að vera frekar blautt. Í húsinu okkar búa tveir kisar og Daníel er rosalega hrifinn af þeim og stundum leyfir útikisinn okkur að klappa sér. Daníel er orðinn mjög laginn og blíður við Simba og ég þarf bara að segja “vera aaaa við kisa” ef hann gleymir sér og þá áttar hann sig strax. Kannski hefur hann erft það frá mér að vera svona hrifinn af dýrunum.

Svo er Daníel alveg þvílíkt duglegur að læra nýja hluti. Hann er búinn að læra að klifra uppá alla skapaða hluti og meira að segja uppí rúm en hann er ekki alveg eins duglegur að fara niður aftur, en þetta er allt að koma. Svo er hann orðinn svo duglegur að labba útum allt og líka á grasi og ósléttu og meira að segja farinn að hlaupa smá! Maður hefur varla undan að hlaupa um á eftir honum og honum finnst alveg þvílíkt hallærislegt ef maður reynir að halda í höndina á honum t.d. í Kringlunni.

Daníel er líka búinn að læra fullt af nýjum orðum eins og; nei, Dani (Danni), glug (gluggi), boti (bolti), disi (kisi), vumm (brummi) og bíbí og svo er það dudda sem á við um allt sem hann bendir á og vill fá í hendurnar.