Tvö heima veik

Það fór eins og mig grunaði þegar ég myndi byrja að vinna….. mikið að gera. Ég er alveg á fullu í vinnunni að læra og læra og svo þurfti ég meira að segja fara í vinnuferð á laugardaginn. Það var ekki skylda að mæta í þessa ferð en “mjög æskilegt”. Svo fylgir þessu starfi líka einhver yfirvinna eða þ.e. það eru stjórnarfundir hjá lífeyrissjóðnum eftir vinnutíma nokkrum sinnum á ári.

Í þessum töluðu orðum erum við Daníel saman heima veik 🙁 . Einar var veikur í gær og var þá með Daníel og líka fyrir hádegi í dag vegna þess að ég þurfti að mæta til að borga út ellilífeyri í fyrsta skipti. Þessi veikindi eru ekkert alvarleg, bara kvef, hausverkur og slappelsi. Vonandi verðum við öll búin að hrista þetta af okkur á morgun 🙂 . Daníel er a.m.k. komin með eina framtönn upp í viðbót við hinar tvær. Frekari rannsóknir á þessu eru freka erfiðar þar sem hann bítur okkur þvílíkt ef við einu sinni reynum að þreifa á þessu. Tíminn verður bara að leiða þetta í ljós.
Svo er ég alltaf að reyna að kenna Daníel að segja mamma og kennslustundirnar eru nokkurn veginn svona:

K: Daníel segja mamma…
D: [horfir] aaahhhh…
K: Mamma
D: dada
K: M-A-M-M-A
D: dada
K: mamma-mamma-mamma-mamma!
D: dadadadadada…dadadada…
K: MMMMMMMMMAAAAAAAAMMMMMMMMMAAAAAAAA!
D: DDDDDDDDDAAAAAAAADDDDDDDDDAAAAAAAA!

Þarna er ég annað hvort komin í hláturskast eða búin að ákveða að Daníel þykir bara ekkert vænt um mig! (djók) Það vantar hins vegar aldrei uppá það að hann puðri þegar ég puðra, það er líka svo skemmtilegt í tíma og ótíma t.d. í miðjum matartíma!

Margt annað að gerast hérna sem ég verð bara að skrifa næst af því að ég veit að of langar færslur eru ekki vinsælar.

3 thoughts on “Tvö heima veik

  1. Árný

    hæhæ og til hamingju með nýju vinnuna Daníel 🙂 hehe djók Karen. Þetta hljómar allt spennandi hjá ykkur og líst mjög vel á að búa í Fossvoginu, svo miðsvæðis og veðursælt …
    kveðja frá dk
    Árný

  2. Alda.

    Hæ. Eruði til í að setja inn myndir af honum með fyrstu tönnina / tennurnar? Spennt ad sjá … x alda

  3. Karen

    Takk Árný fyrir kveðjurnar! Gaman að vita að þú kíkir við hérna 🙂

    Alda: það er allta sama sagan með þig, maður gefur þér litla puttann og….. Bara að grínast. Við erum búin að vanrækja myndaalbúmið suddalega mikið. Skal kíkja á það í kvöld en ég lofa ekki tönnslumyndum, mjög erfitt að taka svoleiðis! 😀

Comments are closed.