Category Archives: Danmörk

Home alone

Karen og Daníel fóru til Póllands í fyrradag og verða þar í sex daga, heimsækja fjölskylduna og svona. Á meðan er ég heima í prófum og get einbeitt mér að þeim, það er ágætt. Var í fyrsta prófinu í dag, Distributed systems, það gekk svona sæmilega, ekki mjög vel. Mjög langt próf með mörgum spurningum sem þurftu stór svör. Prófið var í 4 tíma og ég var að skrifa alveg fram á síðustu mínútu. Svo fer ég í Network Security á fimmtudaginn og svo System Integration (gubb) 3. júní. Í júní tek ég svo þriggja vikna kúrs sem heitir Biometric systems, hann eru um svona tækni sem les fingraför, augnskanna og þess háttar dót. Plús ég þarf að vinna fullt í vinnunni til að skila einhverju gagnlegu af mér í enda júní þegar ég hætti að vinna. Þannig að, rúmur mánuður af mikilli vinnu í viðbót og svo tveggja mánaða frí! Vá hvað ég hlakka til. Ætla ekkert að vinna í júli og ágúst. Við komum í 2 vikur til Íslands í enda júlí og ætlum líka að ferðast eitthvað um hérna í Danmörku og svona.

Sit núna og horfi á danskt standup í sjónvarpinu. Væri kannski fyndið ef ég gæti skilið það, núna skil ég svona 30% af því sem þeir segja. Þetta er nú alveg stórfenglega óspennandi blogg þannig að ég læt fylgja hérna með eitt gott youtube myndband. Þetta er gaur að herma eftir Tom Cruise scientology myndbandinu (sem má sjá hér ef einhver hefur ekki ennþá séð það). Ég og Luke sem er að vinna með mér vorum að horfa á þetta saman í vinnunni og höfum síðan verið að nota endalausa frasa úr þessu, sem hljóma eflaust mjög ófyndnir ef maður hefur ekki séð myndbandið :). En já, hér er það:

Danskt punktablogg

Punktablogg í þetta skiptið.

  • Ég náði í Nintendo emulator á netinu í dag, og í kvöld erum ég og Karen búin að vera að rifja upp alla gömlu góðu leikina. Þetta er eitthvað sem ég geri á nokkurra ára fresti og fæ æði fyrir því í nokkra daga. Náði núna í 894 leiki og er búinn að prófa alla þessa helstu, Megaman 2, Track’n’Field, Double Dragon 2, Paperboy, Tecmo NBA Basketball (besta leik ever!) o.fl. Tengdi tölvuna við sjónvarpið þannig að þetta var bara eins og í gamla daga. Nú vantar bara að kaupa joystick og þá er þetta fullkomið!
  • Ætlum að hafa páskamorgunmat á páskadag eins og venjan er hjá okkur heima á Íslandi, Agla, Ebba og Hilmar ætla að koma og vera hjá okkur. Fengum sent kókópöffs og páskaegg frá Íslandi til að fullkomna stemmninguna.
  • Múmínálfarnir. Af hverju heitir stelpan ekki múmínstelpa? Það er múmínpabbi, múmínmamma, múmínsnáði og svo heitir hún snorkstelpan! Hvað er snork???
  • Ég er 27 ára gamall, fullorðinn samkvæmt öllum stöðlum en samt er ég spenntur fyrir Nintendo, kókópöffs og múmínálfunum. Kannski er ég þroskaheftur.
  • Lenti enn einu sinni í því að dönsk afgreiðslustelpa skildi ekki hvað ég var að biðja um.
    “Må jeg bede om en smørkage?”
    “En HVAD?”
    “En smørkage, uh, smøørkaaage, smøørkeeee…”
    “Oh, du mener SMØRKAGE!”.

Þetta video frá Jóni Gnarr lýsir þessu betur. Nákvæmlega þessu hef ég lent í OFT síðan ég kom hérna. Danir bara geta ekki skilið mann nema maður segi orðið nákvæmlega rétt!

Ný vinna, þorrablót og dönsk tækni

Jæja, þá er ég búinn að skipta um vinnu. Ég var búinn að pæla í því í smá tíma að hætta hjá Microsoft, 15 tímar á viku (+ 4 í samgöngur) var of mikið en ég vildi ekki hætta alveg og vera ekki með nein laun lengur. En svo benti Luke (sem er með mér í skólanum) mér á að það var verið að óska eftir masters nemum í DTU til að vinna ákveðið verkefni í skólanum, 1 dagur í viku og ágætis laun þannig að ég ákvað að sækja um það með Luke. Ég sagði upp hjá Microsoft og fékk að hætta undireins, yfirmaðurinn var mjög fínn, reyndi að fá mig til að vera áfram en sagði mér svo bara að láta sig fá uppsagnarbréf þar sem ég segðist mundu vinna næstu 2 vikur, því ef ég hætti samstundis gæti það haft áhrif ef ég vildi einhverntímann sækja um aftur. Þó ég segðist ætla að vinna 2 vikur í viðbót þurfti ég ekkert að mæta og gat þess vegna byrjað strax í nýju vinnunni. Nýja verkefnið er partur af stærra rannsóknarverkefni, okkar partur gengur útá að skoða hvernig sé hægt að nota Aspect oriented programming og static analysis til að bæta öryggi í existing kerfum. Við fáum skrifstofu með 2 öðrum mastersnemum sem er algjör snilld þar sem maður getur líka notað hana til að læra fyrir önnur fög og hefur stað til að geyma dótið sitt og svona. Ég vinn í þessu 1 dag í viku framí júní og þá sjáum við til með framhaldið.

Annars er allt fínt að frétta bara. Síðasta föstudag buðum við Luke, Giedrius og Rimanda í mat til okkar. Giedrius er strákur frá Litháen sem er með mér í skólanum og var að vinna hjá Microsoft, Rimanda er kærastan hans. Á laugardaginn fengum við svo Öglu til að passa fyrir okkur og fórum með Ebbu, Hilmari, Rakel og einhverjum vinum Ebbu og Hilmars á þorrablót hjá Íslendingafélaginu. Það var ágætt, skrýtið að vera allt í einu með eintómum íslendingum aftur. Hljómsveitin hefði samt mátt vera betri til að fá betri stemmningu. En það var gott að komast út, þetta var í fyrsta skipti sem við höfum farið eitthvert saman út síðan við komum til Danmerkur.

Ég ætla að bæta við nýjum föstum lið á þessa síðu. Þetta er nýr dálkur sem heitir Dönsk tækni dagsins þar sem ég mun segja frá æsispennandi dönskum tækninýjungum eins og peningafæriböndum, skiptimyntarvélum og fleiru sniðugu.

Dönsk tækni dagsins:

Við fengum okkur að borða í Fields á svona skyndibitastað. Í staðinn fyrir að fá númer og vera kölluð upp þegar maturinn er tilbúin fengum við svona smá flögu einhverja til að taka með okkur. Þegar maturinn okkar var tilbúinn þá pípti flagan og blikkaði ljós á henni. Snilld!

Danmörk – Dagur x

Er ekki kominn tími á að hætta að telja dagana? Það er bara svo hentugt þar sem mér dettur aldrei í hug neinir titlar á þessar færslur. Karen og Daníel eru komin hingað út núna og við erum flutt inní íbúðina í Birketinget. Fyrstu dagarnar voru ansi tómlegir þar sem við vorum bara með einn svefnsófa og ekkert annað í íbúðinni. En síðustu helgi fengum við svo Öglu til að passa fyrir okkur og fórum í massífa verslunarferð í IKEA þar sem við keyptum rúm, borðstofuborð, sófaborð, sjónvarpsborð, kommóðu og heilan helling af smádóti. Fórum svo og keyptum okkur fínt sjónvarp á mánudaginn og fengum internettengingu og á þriðjudaginn kom allt dótið okkar frá Íslandi. Þannig að núna er þetta bara orðið mjög heimilislegt og fínt. Ansi mikið skemmtilegra að búa hérna í alvöru íbúð með fjölskyldunni heldur en að búa einn í hálfum gámi, þó það hafi nú verið ágætis lífsreynsla í nokkra mánuði. Var að klára 3 vikna janúarnámskeiðið í gær og er kominn í frí í skólanum í 10 daga sem er mjög fínt.

Að öðru: tæknimálum! Það kemur sífellt út nýrri og flottari tækni: iphone, hdtv, blue ray o.s.fv. Ekkert af þessu vekur samt jafnmikinn áhuga hjá mér og öll tæknin sem er í matvörubúðum í Danmörku! Það er rosalegt! T.d. í Kvickly sem er local búðin okkar, þar er súpercool peningafæriband! Á öllum svona búðarkössum er svona, öhh, spýta sem skiptir kassanum í tvennt svo það sé hægt að aðskilja það sem þú og sá næsti á eftir þér eruð að kaupa. Í Kvickly kemur uppúr þessari spýtu smá pinni og ofan á honum er smá járn skál. Þegar þú stendur við endann á kassanum, og ert að setja í poka þá geturðu bara sett peninginn þinn í skálina, afgreiðslumanneskjan ýtir á takka og swooooosh, skálin með peningunum þínum skýst til afgreiðslumanneskjunnar. Hún setur svo afganginn þinn og kvittunina aftur í skálina og swooooosh, það skýst til baka til þín. Maður verður eiginlega að sjá þetta til að fatta hvað þetta er stórfenglegt! Í Fakta eru þeir svo búnir að þróa afgreiðslukerfið svakalega! Ef maður borgar með seðli þá lætur afgreiðslumanneskjan hann inní einhvern töfrakassa, svo er annar töfrakassi fyrir framan þig sem gefur þér sjálfkrafa klink til baka. Þegar ég vann í 10-11 þurfti maður a.m.k. að slá inn rétta upphæð og geta talið smápeninga til að geta gefið til baka, núna þarf afgreiðslufólkið basically bara að hafa púls og þá getur það unnið þarna. Ísland er mörgum árum á eftir Danmörku í búðarkassatækni!

Kominn aftur til Danmerkur

Þá er fyrsta önnin í DTU búin. Ég var í fjórum áföngum, í Robust Programming þurfti ég að skila inn verkefni og skýrslu, í Program Analysis fór ég í munnlegt próf, í Computationally Hard Problems fór ég í hefðbundið skriflegt próf og í Web Services var hópurinn minn með kynningu. Þetta gekk allt saman ágætlega, þó ég sé ekki búinn að fá neinar einkunnir ennþá. Kennarinn okkar í Web Services var reyndar mjög pirraður í byrjun því við höfðum skráð eitthvað vitlaust hver bar ábyrgð á hverju, röflaði um það í 5 mínútur í byrjun kynningarinnar. Spurði svo mjög skrýtinna spurninga og spurði einn okkar engra spurninga sem var frekar skrýtið. Einkunnirnar ættu síðan að koma fljótlega eftir jól. Ekki að þær segi manni mikið þar sem DTU er með einhvern þroskaheftan sérstakan einkunnaskala sem er einhvernveginn -3 0 4 X ϖ 8 12. Kannski ekki nákvæmlega svona en er allavega frá -3 uppí 12 með bilum á hinum ýmsu stöðum.

Ég fann svo loksins íbúð í Danmörku viku áður en ég kom heim til Íslands. 85 fm, með alvöru baðherbergi með baðkari, fínni stofu og hægt að labba útí garð úr stofunni. Er á Amager, nálægt Íslandsbryggju. Tekur mig reyndar næstum klukkutíma að komast í skólann en ég verð bara að nýta tímann í lestinni vel. Myndir af íbúðinni má sjá á http://einaregilsson.com/birketinget.

Ég fór til Íslands 17. des og var þar yfir jólin og áramótin. Mjög fínt að komast aðeins heim. Þó það sé fínt að vera hérna úti þá finnur maður hvað það er allt eitthvað auðvelt og þægilegt þegar maður kemur aftur heim. Maður skilur allt og allir skilja mann, maður veit hvernig allt virkar og svona. Jólin voru fín, vorum hjá mömmu og pabba á aðfangadag og fengum svo Tómas og strákana til okkar á jóladag. Þetta voru fyrstu jólin þar sem Daníel skilur eitthvað hvað þetta gengur útá. Hann fékk í skóinn og var spenntur fyrir því og svo var hann mjög spenntur að opna pakkana á aðfangadag. Við reyndar létum hann opna suma þeirra á jóladag þar sem hann var orðinn pakkaóður á aðfangadag og leit varla á hvað var í pökkunum, vildi bara komast í næsta pakka sem fyrst. Svo vorum ég og Karen að ganga frá íbúðinni og svona, flytja allt í búslóðageymslu og ganga frá. Sendum dótið okkar út með Samskipum, þar sem við tökum engin húsgögn með þá var þetta voða lítið, bara 1,66 rúmmetrar, þó okkur hafi reyndar þótt það vera fullt þegar við vorum að pakka. Ég kom hingað til Danmerkur í dag en Karen og Daníel koma svo 15. jan og þá þarf ég að vera búinn að kaupa rúm og svona, búslóðin kemur svo 21. eða 22. jan.

Ég byrja svo í janúar áfanga á morgun kl. 9 og fer beint að vinna eftir það þannig að það er nóg að gera. Nú er hinsvegar bara planið að slappa aðeins af í kvöld, horfa kannski á Næturvaktina og fara svo að sofa snemma. Maður verður líka að jafna sig á tímamuninum, það getur nú tekið nokkra daga…

Er það afþví að ég er Íslendingur?

Ég er á fullu að leita að íbúðum hérna í Danmörku þar sem planið er að Karen og Daníel flytji hingað í janúar og það er talsvert erfitt ef við höfum enga íbúð til að flytja í. Eins gaman og það er að búa í hálfum gámi þá getur heil fjölskylda ekki búið þar 🙂 . En já, ég er búinn að senda fullt af emailum, hringja útum allan bæ og skoða nokkrar íbúðir. Í upphafi vorum við með kröfur um að íbúðin væri nú ekki of langt frá DTU og ekki of dýr. Núna hinsvegar viljum við bara finna einhverja íbúð sem er  ekki lengra  en klukkutíma í burtu.  Þegar maður skoðar litlar íbúðir í Danmörku sér maður oft mjööög lítil baðherbergi. Þegar ég fór til Ebbu og Hilmars voru þau t.d. með baðherbergi þar sem vaskurinn var inní sturtunni, maður dró bara sturtuhengi kringum svæðið og það var sturtan. En í fyrradag sá ég ennþá minna baðherbergi, og það í íbúð sem er leigð út á 7900 danskar, u.þ.b. 100.000 isk. Baðherbergið var 1 fermetri, það var klósett, vaskur alveg við klósettið og sturtuhaus á veggnum. Ef maður vildi fara í sturtu þyrfti maður grínlaust að sitja á klósettinu meðan maður væri að sprauta yfir sig. Jafnvel þó ég geti séð hvernig það gæti verið tímasparandi í vissum tilfellum þá er það frekar óspennandi. Sérstaklega með Daníel, ég sé mig fyrir mér sitjandi á klósetti, haldandi á Daníel og sprautandi vatni yfir okkur.

En já, svo hringdi ég í dag að tékka á einni íbúð sem ég sá á netinu. Tala aðeins við manninn (á ensku, já, danskan mín er ekki frábær, danir yfirleitt segja bara ha þegar ég reyni að tala dönsku) og hann spyr mig hvaðan ég sé. Ég segi að ég sé frá Íslandi og þá segir hann mér að hann vilji ekki leigja neinum útlendingum! Nei, vegna þess að ef það yrði nú eitthvað vesen þá yrði nú erfitt að ná í mig á Íslandi. Ég reyndi að segja honum að ég byggi í Danmörku, væri í skóla og svona, en nei, ekki séns. Hann var samt voða vingjarnlegur meðan hann sagði mér að hann vildi ekki leigja mér, var svona hálf afsakandi, en stóð alveg fastur á þessu. Í Danmörku er samt standard að borga 3 mánuði í deposit + 3 mánuði í fyrirframgreidda leigu þannig að hann væri með 6 * 7000 dkr, u.þ.b. hálfa milljón íslenskar frá mér áður en ég flytti einu sinni inn. En já, svona er þetta. Ég held áfram að leita og finn vonandi eitthvað fyrir 17. des

Danmörk – Dagur 99

Jim: Is it me or does it smell like updog in here?
Michael: What’s updog?
Jim: Nothin’ much, what’s up with you?

—-

Dwight Schrute: Second Life is not a game. It is a multi-user, virtual environment. It doesn’t have points, or scores, it doesn’t have winners or losers.
Jim Halpert: Oh it has losers.

—-

Nýjasti uppáhaldsþátturinn minn er The Office. Er búinn að horfa á alla þættina á síðustu vikum og þeir eru endalaus snilld. Þegar Alda kom í heimsókn fyrir nokkrum vikum þá skrifaði ég alla þættina fyrir hana og nú er hún líka búin að horfa á þá alla. Því miður er núna eitthvað verkfall hjá handritshöfundum í Hollywood þannig að það koma engir fleiri þættir í einhverjar vikur.
Annars er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað hérna. Hvað hefur verið að gerast? Alda kom í heimsókn, það var stuð. Ég, Alda og Agla borðuðum öll saman heima hjá Öglu og kíktum síðan á McClutes, hverfisbarinn hjá henni. Fórum síðan á Laundromat Café daginn eftir að fá okkur brunch. Gaman að gera eitthvað öll saman systkinin, höfum aldrei áður verið öll saman í útlöndum.
Róbotakeppnin sem ég talaði um síðast var skemmtileg. Fyrsta þrautin var að gera bíl og taka smá kappakstur við hin liðin. Okkar bíll var mjög óstöðugur og keyrði gífurlega hægt þannig að við fengum engin stig þar. Næsta þraut var að keyra upp að 6 flöskum sem stóðu hlið við hlið og fella eina þeirra. Sú sem átti að fella var plastflaska, en hinar voru bjórflöskur. Maður gat notað skynjara til að skynja ljósið sem barst frá þeim, fatta hver var ljósust og fella hana. Það hinsvegar virkaði enganveginn hjá okkur, en fyrir tilviljun keyrði róbotinn okkar mjög skakkt og felldi plastflöskuna óvart og svo eina bjórflösku í leiðinni. En við fengum nokkur stig fyrir það þannig að við urðum ekki í síðasta sæti. Lokaþrautin var svo að rata gegnum völundarhús, sem okkur tókst ekki. Þannig að á endanum urðum við í 9. sæti af 12.
Síðan er þetta bara búið að vera sama rútínan hérna, læra, vinna, tala við Karen og Daníel á Skype. Fór reyndar heim eina helgi líka sem var gott. Öll verkefnin eru á fullu núna þannig að það er brjálað að gera.
Er ennþá að leita að íbúðum á fullu. Er að fara að skoða 3 á næstu dögum, eina rándýra sem er tiltölulega nálægt DTU og svo 2 ódýrar sem eru klukkutíma í burtu. Síðan er ég líka á einhverjum kollegie biðlistum þannig að spurning hvernig fer með það. Mesta hreyfingin á þeim er nú samt sennilega milli anna og kannski vafasamt að bíða það lengi. Við sjáumt til hvað gerist. Svo kem ég heim 17. des og verð framyfir jól.

Danmörk – Dagur 77

Hvað er að gerast í Danmörku? Síðasta sunnudag elduðu Bruno, Matteus og Francielle brasilískan mat fyrir alla í gámnum. Þetta er víst einhver réttur sem er yfirleitt borðaður á mánudögum í Brasilíu. Það var stór diskur af kartöflumús með smá kjöthakki ofaná, svo var fullt af hrísgrjónum og svo var einhver baunaréttur úr svörtum baunum og einhverju fleiru. Þetta var ágætt, gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég splæsti í kók og bjór svona til að leggja eitthvað af mörkum.

Ég var áður búinn að tala um að það ætti að vera keppni milli forritana sem við gerðum í Computational Hard Problems. Við fengum að vita úrslitin síðasta þriðjudag og minn hópur var í 3. sæti. Maður fékk stig fyrir hraða og hversu góð lausnin var sem forritið fann og svo fékk maður bónusstig ef bæði hraðinn og lausnin var góð, svo maður gerði nú ekki bara hraða lausn sem væri krapp. Allavegana, við fengum flösku af rauðvíni í verðlaun, 2005 árgerð af Valpolicella Ripasso, hvað sem það nú er. Ég drekk ekki rauðvín en það er alltaf gaman að vinna :). [Extra nördaupplýsingar: Við hefðum ekki lent í 3ja sæti nema af því að við endurskrifuðum forritið í C++ fyrir keppnina, upphaflega útgáfan í C# tók 12 sekúndur, C++ útgáfan tók 6 sekúndur.]

Núna er ég hinsvegar að horfa á kennsluefni í LEGO Mindstorms, þar sem að á morgun er ég, Eduarda, Tiberiu og Nuno að taka þátt í keppni þar sem maður byggir róbóta. LEGO Mindstorm NXT er eitthvað svona system þar sem maður hefur fullt af kubbum, nokkra skynjara og mótora og svo getur maður smíðað vélmenni og forritað það til að leysa allskonar verkefni. Ég hef aldrei snert á þessu áður, og enginn annar úr hópnum mínum heldur þannig að þetta verður áhugavert. Þetta er í 7 klukkutíma, frá 1-8 á morgun og verður örugglega stuð. Ég hef smá áhyggjur af því að róbótinn gæti orðið self-aware og gert uppreisn gegn sköpurum sínum en að öðru leyti líst mér vel á þetta.

Annað kvöld kemur svo Alda til Danmerkur þannig að ég, hún og Agla verðum örugglega að gera eitthvað skemmtilegt um helgina. Við höfum aldrei áður verið öll 3 systkinin saman í útlöndum. Og, já, þetta er það helsta sem er að frétta af mér.

Danmörk – Dagur 70

Lífið gengur sinn vanagang hérna í Danmörku. Íbúðarleitin er í fullum gangi, er skráður á tveim vefsíðum og er sífellt að senda út pósta útaf íbúðum. Búinn að skoða eina sem var fín en of langt í burtu og fer að skoða 2 vænlegar á sunnudaginn. Fór í dag í einhverja reception fyrir þau fyrirtæki sem eru að sponsora stúdenta frá DTU, það voru kennarar, stúdentar og fulltrúar fyrirtækjanna þarna. Komst að því að þetta er mjög misjafnt milli fyrirtækja, hjá Microsoft er þetta hlutavinna en hjá sumum öðrum, t.d. hjá einhverju heyrnartækjafyrirtæki er þetta bara styrkur. Þekki þýskan strák hérna sem er sponsoraður af þeim, fær bara pening, þarf ekkert að vinna. Hljómar vel :). Móttakan var annars fín, fékk snittur og bjór og spjallaði heilmikið við einhverja konu frá Microsoft og yfirmann tölvunarfræðideildarinnar hérna í DTU.

Er annars búinn að vera að vinna frekar mikið undanfarið. Fór í hádegismat í Microsoft á miðvikudaginn með 3 öðrum íslendingum sem vinna þar. Þeir hittast alltaf hálfsmánaðarlega í mat og buðu mér með í þetta sinn. Sögðust vera fegnir að fá annan íslending, þeim er búið að fækka undanfarið, voru víst 5 eða 6 þarna þegar mest var. Svo var einhver SQL Server gaur frá bandaríkjunum í heimsókn þarna og hélt 2 tíma fyrirlestur um SQL Server 2008 í matsalnum eftir hádegi þannig að ég fór á það, mjög fínt bara. Allt fullt af Halloween skreytingum í matsalnum, kóngulóarvefir og grasker útum allt.

Svo er allt á fullu núna í öllum áföngum, verkefnin hrúgast upp, flest hópverkefni. Sem betur fer er ég í fínum hópum í öllum áföngum. Dæmatímakennarinn kom með kökur handa okkur í Computational Hard Problems á þriðjudaginn. Hann hafði lofað í vikunni áður að ef einhver gæti leyst ákveðið vandamál með því að breyta því í Sudoku þá myndi hann koma með kökur handa okkur, og einhver snillingurinn gerði það þannig að kennarinn þurfti að standa við loforðið. Svo í framhaldi af verkefni sem var í sama áfanga var ákveðið að hafa smá keppni, þar sem forritin okkar keppa og fá stig fyrir hraða + góðar lausnir, og það verða víst verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Verður gaman að sjá hvað kemur útúr því.

Næsta Íslandsferð er svo 15 – 19 nóv og kem svo heim í jólafrí kringum 17. des.

Danmörk – Dagur 62

Jæja, er ekki komið tími á eitt stórt blogg? Ég var á Íslandi í síðustu viku, þar sem ég var í haustfríi í skólanum. Kom heim á laugardegi og fór á sunnudeginum viku seinna. Mjög gott að komast heim, hitta fjölskylduna og slappa aðeins af. Sé þvílíkar framfarir hjá Daníel, hann er farinn að tala miklu meira, farinn að segja flóknari hluti og það sem er best, hann er farinn að syngja á fullu! Gulur, rauður, grænn og blár, Dansi dansi dúkkan mín, Á leikskóla er gaman og fleiri lög sungin af miklum krafti. Annars tókum við það bara rólega, við urðum reyndar öll veik, samt aðallega Daníel. Það virðist gerast í hvert skipti sem ég kem heim, ég hlýt að vera að koma með einhverja danskar veirur með mér heim. Daníel fór svo í pössun til afa og ömmu á föstudeginum og ég og Karen kíktum í bíó á myndina Stardust, sem var bara nokkuð fín (Alda, þú ættir að sjá hana, mundir eflaust dýrka hana!). Svo tókst mér að gleyma skólabók, peysu, inniskóm og fleiru heima á Íslandi þegar ég fór til baka, sterkur leikur það.

Kom heim til Danmerkur á sunnudagskvöldið. Fór að spjalla við einhvern írskan strák meðan ég var að bíða eftir lestinni á Kastrup. Hann var semsagt chemical engineer (þó hann liti út fyrir að vera svona tvítugur!) og var sendur til Danmerkur af fyrirtækinu sínu til að vinna að einhverju projecti og var búinn að vera þarna í 4 mánuði. Hann hélt að Ísland væri ennþá partur af Danmörku! Fyndið hvað fólk veit lítið um Ísland, ég veit miklu meira um Írland og hin afríkuríkin heldur en hann vissi um Ísland!

Áður en ég fór til Íslands í fríið var búið að kríta á eldhús og baðherbergishurðina “Eldhús” og “Klósett” á sex mismunandi tungumálum. Þegar ég kom heim sá ég að það var líka búið að kríta gælunöfn utan á herbergishurðirnar. “Daddy” stóð utan á minni, hjá Giaullime stóð “Le Chef”, Sebastian var “Le Sous Chef”, Eduarda var “The Grandmother” (2 árum eldri en ég), Bruno var “Pizza Boy” (vinnur hjá Dominos), Xavier var “Mumbler” (talar mjög óskýrt) og Tiberiu var “Ratatouille” (hann eldar mjög skrýtinn mat). Julie var ekki með neitt og ég man ekki hvað Matteus var með. Annars fengum við líka nýjan herbergisfélaga í gær, spænskan strák sem heitir Jorge.

Er svo bara búinn að vera að vinna á fullu í Microsoft í þessari viku til að bæta upp frívikuna. Erum komnir með nýtt verkefni sem er nokkuð spennandi. Á mánudaginn var svo “all hands meeting” þar sem allir starfsmennirnir komu saman og einhver bigshot frá Bandaríkjunum hélt smá fyrirlestur og allir fengu gefins gríðarlega fallega bláa húfu með Microsoft Dynamics merki framan á. Það er alltaf gott að hafa nafnið á því sem maður vinnur við framan á enninu á sér svo maður gleymi því nú örugglega ekki. Einn af hinum student workerunum benti mér svo á annan Íslending sem er að vinna þarna og ég spjallaði aðeins við hann. Það eru víst 3 íslendingar þarna í fullu starfi og þeir hittast alltaf í hádegismat á miðvikudögum þannig að kannski lít ég við hjá þeim við tækifæri.

Er annars að fara að sofa. Aftur orðinn veikur með hressilegt kvef og eins gott að fara ekki of seint í háttinn.