Danskt punktablogg

Punktablogg í þetta skiptið.

  • Ég náði í Nintendo emulator á netinu í dag, og í kvöld erum ég og Karen búin að vera að rifja upp alla gömlu góðu leikina. Þetta er eitthvað sem ég geri á nokkurra ára fresti og fæ æði fyrir því í nokkra daga. Náði núna í 894 leiki og er búinn að prófa alla þessa helstu, Megaman 2, Track’n’Field, Double Dragon 2, Paperboy, Tecmo NBA Basketball (besta leik ever!) o.fl. Tengdi tölvuna við sjónvarpið þannig að þetta var bara eins og í gamla daga. Nú vantar bara að kaupa joystick og þá er þetta fullkomið!
  • Ætlum að hafa páskamorgunmat á páskadag eins og venjan er hjá okkur heima á Íslandi, Agla, Ebba og Hilmar ætla að koma og vera hjá okkur. Fengum sent kókópöffs og páskaegg frá Íslandi til að fullkomna stemmninguna.
  • Múmínálfarnir. Af hverju heitir stelpan ekki múmínstelpa? Það er múmínpabbi, múmínmamma, múmínsnáði og svo heitir hún snorkstelpan! Hvað er snork???
  • Ég er 27 ára gamall, fullorðinn samkvæmt öllum stöðlum en samt er ég spenntur fyrir Nintendo, kókópöffs og múmínálfunum. Kannski er ég þroskaheftur.
  • Lenti enn einu sinni í því að dönsk afgreiðslustelpa skildi ekki hvað ég var að biðja um.
    “Må jeg bede om en smørkage?”
    “En HVAD?”
    “En smørkage, uh, smøørkaaage, smøørkeeee…”
    “Oh, du mener SMØRKAGE!”.

Þetta video frá Jóni Gnarr lýsir þessu betur. Nákvæmlega þessu hef ég lent í OFT síðan ég kom hérna. Danir bara geta ekki skilið mann nema maður segi orðið nákvæmlega rétt!

9 thoughts on “Danskt punktablogg

  1. Hrabba frænka ;)

    Sko til… það eina sem hann hafði slæmt að segja um Norge (eða þeas rökstuðningurinn fyrir ömurleika Noregs) voru girðingar! 😉
    en varðandi þessa tungumálaörðugleika -þá þarf ekki að fara lengra en til Akureyrar til að lenda í því að fólk skilji ekki hvað þú segir -án gríns!
    Og Einar… manstu ekki eftir Snorkunum?? (http://images.google.is/images?q=The+Snorks&hl=is&lr=&um=1&ie=UTF-8&sa=X&oi=images&ct=title)
    Hér á heimilinu er til Nintendo Wii og vakti það MIKLA lukku, svo þú ert ekki sá eini ljúfurinn 😉

  2. Hákon

    Sæll
    Hvar finnur maður emailið/msn fangið þitt á þessari síðu – er það vandlega falið?

  3. Hrefna ( mamma )

    Einar minn, það var náungi í spurningakeppni í sjónvarpinu núna um daginn sem brilleraði þvílíkt í Múminálfunum að spyrjendurnir og salurinn stóðu nánast á öndinni af hrifningu !

    Svo hélt hann því líka fram að þetta væru heimsbókmenntir.

  4. Agla

    Samkvæmt rannsoknum i malvisindadeild haskolans i Kaupmannahofn eru danir adeins throskaheftir hvad malskilning vardar t.e.a.s their hafa ekki tha hæfni ad geta adlagad thad sem their heyra ordi sem their thekkja, an grins, tha skortir skapandi heyrn!

  5. hanne

    Dani i vörn hér… for the record: Íslendingar skilja ekki heldur neitt nema að það sé sagt nákvæmlega eins og þeir eru vön að heyra það:

    Í bakaríinu:
    Ég fæ ein croissant.
    HA????
    eeee croissant? krooosant? frönsk gifla? með súkkulaði?
    HA?!?!
    (bendar…)
    Já krossant!

Comments are closed.