Danmörk – Dagur x

Er ekki kominn tími á að hætta að telja dagana? Það er bara svo hentugt þar sem mér dettur aldrei í hug neinir titlar á þessar færslur. Karen og Daníel eru komin hingað út núna og við erum flutt inní íbúðina í Birketinget. Fyrstu dagarnar voru ansi tómlegir þar sem við vorum bara með einn svefnsófa og ekkert annað í íbúðinni. En síðustu helgi fengum við svo Öglu til að passa fyrir okkur og fórum í massífa verslunarferð í IKEA þar sem við keyptum rúm, borðstofuborð, sófaborð, sjónvarpsborð, kommóðu og heilan helling af smádóti. Fórum svo og keyptum okkur fínt sjónvarp á mánudaginn og fengum internettengingu og á þriðjudaginn kom allt dótið okkar frá Íslandi. Þannig að núna er þetta bara orðið mjög heimilislegt og fínt. Ansi mikið skemmtilegra að búa hérna í alvöru íbúð með fjölskyldunni heldur en að búa einn í hálfum gámi, þó það hafi nú verið ágætis lífsreynsla í nokkra mánuði. Var að klára 3 vikna janúarnámskeiðið í gær og er kominn í frí í skólanum í 10 daga sem er mjög fínt.

Að öðru: tæknimálum! Það kemur sífellt út nýrri og flottari tækni: iphone, hdtv, blue ray o.s.fv. Ekkert af þessu vekur samt jafnmikinn áhuga hjá mér og öll tæknin sem er í matvörubúðum í Danmörku! Það er rosalegt! T.d. í Kvickly sem er local búðin okkar, þar er súpercool peningafæriband! Á öllum svona búðarkössum er svona, öhh, spýta sem skiptir kassanum í tvennt svo það sé hægt að aðskilja það sem þú og sá næsti á eftir þér eruð að kaupa. Í Kvickly kemur uppúr þessari spýtu smá pinni og ofan á honum er smá járn skál. Þegar þú stendur við endann á kassanum, og ert að setja í poka þá geturðu bara sett peninginn þinn í skálina, afgreiðslumanneskjan ýtir á takka og swooooosh, skálin með peningunum þínum skýst til afgreiðslumanneskjunnar. Hún setur svo afganginn þinn og kvittunina aftur í skálina og swooooosh, það skýst til baka til þín. Maður verður eiginlega að sjá þetta til að fatta hvað þetta er stórfenglegt! Í Fakta eru þeir svo búnir að þróa afgreiðslukerfið svakalega! Ef maður borgar með seðli þá lætur afgreiðslumanneskjan hann inní einhvern töfrakassa, svo er annar töfrakassi fyrir framan þig sem gefur þér sjálfkrafa klink til baka. Þegar ég vann í 10-11 þurfti maður a.m.k. að slá inn rétta upphæð og geta talið smápeninga til að geta gefið til baka, núna þarf afgreiðslufólkið basically bara að hafa púls og þá getur það unnið þarna. Ísland er mörgum árum á eftir Danmörku í búðarkassatækni!

2 thoughts on “Danmörk – Dagur x

  1. Pingback: Danmörk - Dagur x · HDTV Information, Reviews, and Deals

  2. Alda

    Snilld ! Næst verður starfsfólkið kannski komið með svona kolkrabbaarma sem setja ofan í poka fyrir þig líka.

Comments are closed.