Bíó

Fór með Gísla á bíó í gær. Ætluðum að fara á King Kong en misstum af henni kl. 9 og þar sem hún er u.þ.b. 4 sólarhringa löng þá nenntum við ekki að fara á hana kl. 10. Fórum á Hostel í staðinn, hún var fín, miklu betri en ég bjóst við. Sáum nokkra trailera á undan, flesta fyrir grínmyndir sem ég hef engan áhuga á. Áður en lengra er haldið þá eru hér 3 hlutir sem benda til þess að grínmynd sé léleg:

  1. Karlar í konufötum

    Hversu oft getur maður hlegið að sömu þreyttu bröndurunum um karla í kjólum? “HAHAHA, hann er að RAKA Á SÉR LAPPIRNAR!!” Neibb, ekki fyndið.

  2. Grannir leikarar í fitubúningum

    Sumum virðist finnast það fyndnasta í heimi að sjá fólk sem er grannt og fallegt í risastórum fitubúningum. “HAHAHA, það er eins og hann sé FEITUR!!”. Hvernig væri að leyfa bara feitu fólki að fá feitafólkshlutverkin í myndum?

  3. Framhaldsmyndir

    Í 95% tilfella eru framhaldsmyndir helmingi ófyndnari en upprunalegu myndirnar og það er engin önnur ástæða fyrir þeim en að græða peninga. American Pie myndirnar eru gott dæmi um þetta.

Og hvaða mynd ætli ég hafi svo séð auglýsingu fyrir? Jamm, Big Momma’s House 2! Mynd sem tekst að sameina alla verstu hlutina við grínmyndir í einni mynd. Framhaldsmynd um grannan karl sem þykist vera feit kona!

p.s.

Sá líka auglýsingar um tvær nýjar Steve Martin myndir, Cheaper By The Dozen 2 og Pink Panther. Steve Martin minnir mig á “Grínkonuna” í Stelpunum: Alltaf hress, aldrei fyndinn!

5 thoughts on “Bíó

  1. Ósk

    Þetta er rétt hjá þér. Nema T2 var skemmtilegri en T1. Og Beverly hills cop II. Og Toy story II. Die Hard 3. Og Mad Max II og allar Lethal Weapon myndirnar sem komu á eftir I. Hmmm.. man ekki eftir fleirum, nema kannski LOTR ROTK (híhíh).

    En já. Fólk ætti allavega virkilega að hugsa sinn gang áður en það gerir framhald af gamanmyndum og þá sérstaklega gamanmyndum eins og Big Momma’s house.

    P.s. Steve Martin ER(/var) snillingur!

  2. einar

    Ok, þessar framhaldsmyndir sem þú nefnir eru betri en upprunalegu myndirnar EN! Það sem stóð var “3 hlutir sem benda til þess að *grínmynd* sé léleg!” (OK, Toy Story 2 var grínmynd, ein undantekning!)

    Steve Martin var fyndinn einu sinni (Three Amigos o.fl.) en frá svona 1990 hefur hann ekkert gert af viti, langmest einhverjar krapp fjölskyldumyndir.

Comments are closed.