Monthly Archives: March 2008

Danskt punktablogg

Punktablogg í þetta skiptið.

  • Ég náði í Nintendo emulator á netinu í dag, og í kvöld erum ég og Karen búin að vera að rifja upp alla gömlu góðu leikina. Þetta er eitthvað sem ég geri á nokkurra ára fresti og fæ æði fyrir því í nokkra daga. Náði núna í 894 leiki og er búinn að prófa alla þessa helstu, Megaman 2, Track’n’Field, Double Dragon 2, Paperboy, Tecmo NBA Basketball (besta leik ever!) o.fl. Tengdi tölvuna við sjónvarpið þannig að þetta var bara eins og í gamla daga. Nú vantar bara að kaupa joystick og þá er þetta fullkomið!
  • Ætlum að hafa páskamorgunmat á páskadag eins og venjan er hjá okkur heima á Íslandi, Agla, Ebba og Hilmar ætla að koma og vera hjá okkur. Fengum sent kókópöffs og páskaegg frá Íslandi til að fullkomna stemmninguna.
  • Múmínálfarnir. Af hverju heitir stelpan ekki múmínstelpa? Það er múmínpabbi, múmínmamma, múmínsnáði og svo heitir hún snorkstelpan! Hvað er snork???
  • Ég er 27 ára gamall, fullorðinn samkvæmt öllum stöðlum en samt er ég spenntur fyrir Nintendo, kókópöffs og múmínálfunum. Kannski er ég þroskaheftur.
  • Lenti enn einu sinni í því að dönsk afgreiðslustelpa skildi ekki hvað ég var að biðja um.
    “Må jeg bede om en smørkage?”
    “En HVAD?”
    “En smørkage, uh, smøørkaaage, smøørkeeee…”
    “Oh, du mener SMØRKAGE!”.

Þetta video frá Jóni Gnarr lýsir þessu betur. Nákvæmlega þessu hef ég lent í OFT síðan ég kom hérna. Danir bara geta ekki skilið mann nema maður segi orðið nákvæmlega rétt!