Jæja, erum núna að leggja lokahönd á þetta blessaða lokaverkefni. Erum búnir að sitja hérna sveittir í fjóra mánuði við að gera þetta sem best og held að þetta hafi bara komið mjög vel út. Nú er bara djamm á morgun, sýning 19. og útskrift 11. og þá er maður orðinn tölvunarfræðingur :). Erum búnir að vera hérna alla daga og kvöld síðustu vikurnar og húmorinn er orðinn nokkuð súr. Þær setningar sem hafa oftast heyrst undanfarna 4 mánuði hérna í kompunni okkar eru eftirfarandi:
“Getum við ekki notað message queue í þetta?”
“Ertu með alvöru gögn eða ertu að gengereita?”
“…þetta er bara einsog röð af ljósmyndum”
“Word formatting er DAUÐI!”
“Nú verðum við bara að forrita eins og vindurinn!!”
“Eruði búnir að skrá tímana ykkar?”
“Það er eitthvað crappity í gangi”
“Eigum við ekki bara að sleppa stærðfræðilegum reikniritum?”
“Ertu búinn að tjekka inn?”
“Ertu búinn að getta latest?”
“Finnur, geturðu sagt mér aftur hvað ávöxtunarkrafa er?”
“Æi, eigum við ekki bara að gera bloggkerfi?”