Category Archives: Sjónvarp

Danmörk – Dagur 99

Jim: Is it me or does it smell like updog in here?
Michael: What’s updog?
Jim: Nothin’ much, what’s up with you?

—-

Dwight Schrute: Second Life is not a game. It is a multi-user, virtual environment. It doesn’t have points, or scores, it doesn’t have winners or losers.
Jim Halpert: Oh it has losers.

—-

Nýjasti uppáhaldsþátturinn minn er The Office. Er búinn að horfa á alla þættina á síðustu vikum og þeir eru endalaus snilld. Þegar Alda kom í heimsókn fyrir nokkrum vikum þá skrifaði ég alla þættina fyrir hana og nú er hún líka búin að horfa á þá alla. Því miður er núna eitthvað verkfall hjá handritshöfundum í Hollywood þannig að það koma engir fleiri þættir í einhverjar vikur.
Annars er orðið ansi langt síðan ég hef skrifað hérna. Hvað hefur verið að gerast? Alda kom í heimsókn, það var stuð. Ég, Alda og Agla borðuðum öll saman heima hjá Öglu og kíktum síðan á McClutes, hverfisbarinn hjá henni. Fórum síðan á Laundromat Café daginn eftir að fá okkur brunch. Gaman að gera eitthvað öll saman systkinin, höfum aldrei áður verið öll saman í útlöndum.
Róbotakeppnin sem ég talaði um síðast var skemmtileg. Fyrsta þrautin var að gera bíl og taka smá kappakstur við hin liðin. Okkar bíll var mjög óstöðugur og keyrði gífurlega hægt þannig að við fengum engin stig þar. Næsta þraut var að keyra upp að 6 flöskum sem stóðu hlið við hlið og fella eina þeirra. Sú sem átti að fella var plastflaska, en hinar voru bjórflöskur. Maður gat notað skynjara til að skynja ljósið sem barst frá þeim, fatta hver var ljósust og fella hana. Það hinsvegar virkaði enganveginn hjá okkur, en fyrir tilviljun keyrði róbotinn okkar mjög skakkt og felldi plastflöskuna óvart og svo eina bjórflösku í leiðinni. En við fengum nokkur stig fyrir það þannig að við urðum ekki í síðasta sæti. Lokaþrautin var svo að rata gegnum völundarhús, sem okkur tókst ekki. Þannig að á endanum urðum við í 9. sæti af 12.
Síðan er þetta bara búið að vera sama rútínan hérna, læra, vinna, tala við Karen og Daníel á Skype. Fór reyndar heim eina helgi líka sem var gott. Öll verkefnin eru á fullu núna þannig að það er brjálað að gera.
Er ennþá að leita að íbúðum á fullu. Er að fara að skoða 3 á næstu dögum, eina rándýra sem er tiltölulega nálægt DTU og svo 2 ódýrar sem eru klukkutíma í burtu. Síðan er ég líka á einhverjum kollegie biðlistum þannig að spurning hvernig fer með það. Mesta hreyfingin á þeim er nú samt sennilega milli anna og kannski vafasamt að bíða það lengi. Við sjáumt til hvað gerist. Svo kem ég heim 17. des og verð framyfir jól.

Eurovision og skvass

Var að horfa á Idol stjörnuleit Eurovision. Það virðast bara vera fyrrverandi Idol keppendur þarna og síðan semur Kristján Hreinsson meira og minna alla textana. Get ekki sagt að neitt lag þarna hafi verið að heilla mig. Kynnirin, Ragnheiður eitthvað, var með Princess Leiu hárgreiðslu sem var svalt. Síðan af einhverjum óskiljanlegum ástæðum mætti Bubbi allt í einu í þáttinn. Hann hefur kannski haldið að hann ætti að fara að rakka niður Idol keppendurna eins og í gamla daga. En hann fékk það ekki, í staðinn var tekið 20 sekúndna viðtal við hann þar sem hann var mjög kúl og sagði að Eurovision væri ömurlegt því hann “trúir ekki á keppnir í tónlist!”. Halló? Vann hann ekki sem dómari í tónlistarkeppni í fyrra? (Ok, má kannski segja að Idol sé söngkeppni en Eurovision tónlistarkeppni. Potato, potato. (hmmm, þetta virkar ekki jafn vel á prenti…)).

Hvað fleira er að frétta? Jú, ég fékk nýja skvass spaðann minn í fyrradag. Ég er semsagt byrjaður í skvassi með vinnufélögunum. Sannfærður um að tvær klukkustundir af skvassi á viku dugi til að vinna upp á móti 40 klukkustundum af kyrrsetu og lélegu mataræði og koma mér í gott form. Þvottabrettismagavöðvar eru á næsta leiti. En já, kominn með einhvern súperflottan Wilson spaða sem er súperléttur og fínn. Er búinn að vera með einhvern hlunk spaða frá Finni síðan ég byrjaði í skvassinu. Á vigtinni með hlunkspaðann vorum við saman 90 kg þannig að samkvæmt því hlýtur spaðinn að vera u.þ.b. 12 kg samkvæmt mínum útreikningum. Nú get ég allavega tapað leikjunum með talsvert léttari og betri spaða.

Árið 2006

Jæja, best að skella inn smá áramótayfirliti, eins og ég gerði í fyrra. Hvað gerðist á árinu 2006?

  • Hætti að vinna hjá TM Software og byrjaði að vinna hjá OMX. Þetta hafði nákvæmlega engin áhrif á daglega starfið hjá mér, OMX keypti bara deildina mína. Ef maður lítur á tímalínuna varðandi þessa yfirtöku þá er hún nokkurnveginn svona:
    1. Libra starfar í rólegheitum á Íslandi
    2. Ég hef störf hjá fyrirtækinu
    3. Risastórt erlent fyrirtæki sýnir Libra mikinn áhuga og endar á að kaupa það

    Tilviljun? Læt aðra um að dæma um það.

  • Daníel byrjaði hjá dagmömmu snemma á árinu. Dagmamman er mjög fín og það gengur vel
  • Við keyptum nýja íbúð í Svarthömrum í Grafarvogi. Tvöfalt stærri en Guðrúnargatan, víðáttubrjálæði, mjög fínt.
  • Daníel varð eins árs í júní
  • Eins árs brúðkaupsafmæli í ágúst.
  • Fór til Svíþjóðar að hitta sænsku samstarfsfélagana í byrjun september
  • Karen í lokaverkefni í allt haust, brjálað að gera en stóð sig mjög vel. Var samt mjög feginn þegar það varð búið
  • Önnur jólin hans Daníels, fékk u.þ.b. 65535 pakka. Ekki mjög spenntur fyrir að opna þá, vildi helst bara fara að leika sér í friði eftir fyrsta pakkann

Jamm, þetta er svona það helsta. Er svona að pæla í hvað ég ætla að gera við þessa síðu, hvort ég eigi bara að loka henni, eða hafa hana bara með einhverjum forritunarverkefnum og CV eða hvað. Ætli ég leyfi henni bara ekki að hanga uppi og skrifi inná hana svona 2svar á ári. Er bara að skrifa núna því ég nenni ekki að gera neitt sérstakt, var að enda við að horfa á The Bachelor, öhh, mjög töff ofbeldismynd í sjónvarpinu og nenni ekki að horfa meira á það. Fór að skoða áramótapistilinn síðan í fyrra og datt í hug að það væri gaman að skrifa einn fyrir 2006 líka. Þannig að, búist við næsta bloggi í byrjun janúar 2008 og gleðilegt ár!

“I have always dreamed of playing with Gilby Clarke!”

Jæja, Rockstar klárast í þessari viku. Er búinn að kjósa síðustu 2 skipti en efast um að ég nenni því í þetta skiptið, það er hvort sem er öruggt að Magni vinnur ekki. En þessir þættir eru samt snilld! Nokkrir hlutir sem eru snilld við Rockstar:

  1. Brooke Burke: Sérstaklega þegar hún kallar Supernova “one of the most exciting new bands today” sem allir vita að er rugl. Og líka hvernig hún talar aldrei um þáttakendur eða keppendur, alltaf um “rockers”, (“Vote for your favorite rockers”, “the rockers will be doing their original song tonight”) bara svo maður gleymi nú ekki hvað þessi þáttur er mikið rokk!
  2. Sponsorarnir: Ég skil alveg að það þurfi sponsora og sumstaðar kemur það mjög eðlilega út, eins og þegar það er talað um að Gibson hafi gefið þeim gítarana, og þegar Brooke Burke minnist eitthvað á þetta Horizon Wireless og svona. En það sem er stórkostlega frábært er þegar “rokkararnir” eru látnir lauma inn einhverju um sponsorana í miðjum einkaviðtölum. Þeir eru að tala um tónlist og þáttinn og fara svo allt í einu að skjóta inn einhverju rugli um Hondur og þráðlaus net.
    “…I didn’t really know the song, but then I downloaded it on my HORIZON WIRELESS and really started listening to it…”

    “Yeah, we were going down to Gibson to work on some songs, so we jumped in these HONDA RIDGELINES and drove on down…”

    “We were listening to the Supernova track in these HONDAS…”

    Þetta er hrikalega fyndið og minnir mig óneitanlega á þetta atriði:

    Benjamin: “Look, you can stay here in the big leagues and play by the rules, or you can go back to the farm club in Aurora. It’s your choice.”

    Wayne: [holding a can of Pepsi] “Yes, and it’s the choice of a new generation.”

    úr þessari mynd

  3. Þegar keppendurnir reyna að sleikja upp Supernova Dæmi: Gilby segir eitthvað “When I was in the band Heart, I blablabla”. Næst þegar Jill á að velja sér lag þá velur hún Heart lag og kemur með einhverja rosa útskýringu á að Heart sé eitt af hennar uppáhaldsböndum. Eða það besta af öllu, þegar Dilana segir “I have always dreamed of playing with Gilby Clarke!”. HVERN DREYMIR UM AÐ SPILA MEÐ GILBY CLARKE??? Ok, fólk getur dreymt um að spila með Slash eða eitthvað, en Gilby Clarke? Já, mig hefur líka alltaf dreymt um að spila með bassaleikaranum í Queen.
  4. Gilby Clarke: Sérstaklega þegar verið er að tala um hvað hann hefur gert stórkostlega hluti. Hann spilaði á hinni stórkostlegu Guns’n’Roses plötu ‘The Spaghetti incident’! Hann samdi engin af lögunum þeirra, hann spilaði ekki á neinum af orginal lögunum þeirra, hann spilaði smá á hræðilega lélegri coverlagaplötu.
  5. Tommy Lee: Sérstaklega þegar hann gefur umsagnir sem eru gjörsamlega þversagnakenndar. “Af hverju varstu með gítar?”, “Af hverju varstu EKKI með gítar?”, “Af hverju varstu ekki með gítar, en braust hann í miðju lagi, og hélst svo áfram án hans?”
  6. Jason Newstead: Jason Newstead er hrikalegur lúði, og það er mjög fyndið að sjá þegar hann er að fíla lögin og stendur upp eins og hálfviti og fer að slamma, eða reka upp hnefann eða eitthvað.

90’s sjónvarpsefni

Mér hefur alltaf fundist 80’s vera mjög hallærislegur áratugur. Tónlistin var hallærisleg, sjónvarpsþættirnir voru hallærislegir og fötin voru hrikalega hallærisleg. Hinsvegar hef ég alltaf staðið í þeirri trú að 90’s sé mjög töff áratugur, enda var það áratugurinn minn, áratugurinn þegar ég var unglingur. Þó að núna sé liðinn meira en hálfur áratugur síðan 90’s kláraðist, þá hef ég samt haldið áfram að vera viss um að þetta hafi verið hápunkturinn, mest töff áratugurinn. …þangað til Skjár 1 og Sirkus byrjuðu að endursýna gamla sjónvarpsþætti. Nú er ég búinn að vera að horfa á Beverly Hills 90210, Melrose Place og X-Files. X-Files stendur reyndar ennþá fyrir sínu, en Beverly Hills og Melrose Place? Þetta eru þættir frá fyrri hluta 90’s og allt í þeim er hræðilega hallærislegt, sérstaklega Beverly Hills. Hlutir sem eru hallærislegir við Beverly Hills (í engri sérstakri röð):

  • Dylan
  • Hárið á Dylan
  • Fötin sem fólk gengur í
  • Persónuleiki Dylans
  • Brenda er óþolandi og alltaf vælandi
  • Dylan lítur út fyrir að vera svona þrítugur
  • Andrea gæti verið 35 ára
  • Donna getur ekki leikið
  • Foreldar Brendu og Brandons eru óþolandi skilningsrík og góð

Það sem er samt allra hallærislegast við Beverly Hills er boðskapurinn. Hver þáttur hefur alltaf einhvern jákvæðan boðskap. Dæmi um boðskap sem er búinn að koma:

  1. Brjóstakrabbamein er slæmt, munið að láta tékka á ykkur.
  2. Það er í lagi að fara til sálfræðings, talið við fólk ef ykkur líður illa.
  3. Framhjáhald hjá foreldrum ykkar er slæmt, en það þýðir ekki að þau elski ykkur ekki.
  4. Átröskun er slæm, passið ykkur á megrunarpillum.
  5. Það er erfitt að vera ættleiddur, en fósturforeldrarnir elska ykkur eins og þið væruð þeirra eigin börn.
  6. Post-traumatic stress disorder er hræðilegt, það er í lagi að líða illa, munið bara að tala við sálfræðing.

Ég er bara að bíða eftir að það komi HIV persóna í 2-3 þætti, og að einhver aðalleikari lendi í fíkniefnavanda. Fíkniefnavandi í svona þáttum er líka alltaf mjög áhugaverður: persóna prófar fíkniefni í fyrsta sinn, verður svakalega háð þeim strax í sama þætti og stelur mjög líklega peningum frá foreldrum sínum til að kaupa fíkniefni. Í næsta þætti á eftir hjálpa vinir og fjölskylda nýja fíklinum og hann losnar við fíkniefnin fyrir fullt og allt, og þarf aldrei að hafa áhyggjur af þeim aftur.

En þrátt fyrir að þetta sé algjör hörmung þá horfi ég samt á þetta. Af hverju? Ég er ekki viss. Kannski af því að ég gat ekki séð þetta á sínum tíma því ég var ekki með stöð 2. Eða kannski af því að þrátt fyrir allt þá hef ég gaman af þessu 😉

Rockstar Supernova

Jæja, vakti eftir fyrsta þættinum af Rockstar: Supernova í nótt. Skrýtið að sjá einhvern íslenskan í svona þætti! Magni (Videó af honum hér) leit út fyrir að vera mjög stressaður, og var allt of mikið að reyna að vera svalur. Reyndi að fá crowdið til að syngja með sér í annari línunni í laginu og engin söng. Dómararnir virtust ekki vera að fíla þetta, voru mjög óspenntir á svipinn þegar það var skipt yfir á þá. Hann gæti sloppið í gegn í þetta skiptið, bara af því að gellurnar sem sungu Nickelback og Evanescence lögin voru hörmulegar! En hann verður að gera betur næst ef hann ætlar að halda sér í þættinum.

Síðustu vikur

Hmmm, ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hingað inn! Þetta gæti orðið ansi langt blogg þannig að ég hef það í 6 köflum og byrja á kafla 4.

Kafli 4: Nýtt hús

Við erum búin að kaupa okkur íbúð! Við erum búin að liggja yfir fasteignaauglýsinum á hverjum degi í marga mánuði. Á fimmtudaginn í þarsíðustu viku sáum við svo íbúð í Svarthömrum í Grafarvogi sem okkur leist mjög vel á. Hún er á annarri hæð, er ekki langt inní Grafarvogi, er 4ja herbergja (flestar sem við skoðuðum voru 3ja herbergja), er með suðursvalir, sérinngangi og er í fínu ástandi. Ekki spillir svo fyrir að íbúðin er bara tveim húsum frá Völu og Hjalta :). Við skoðuðum hana á sunnudeginum, gerðum tilboð á mánudeginum, eigandinn gerði gagntilboð og við skrifuðum undir endanlegt kauptilboð á þriðjudeginum. Svo fór eitthvað svona íbúðalánasjóðsferli í gang og við skrifuðum undir kaupsamninginn núna á mánudaginn. Við fáum hana sennilega afhenta 1. maí, en í seinasta lagi 7. maí.

Kafli 5: Sýklarnir gera árás

Á laugardaginn síðasta urðum við öll veik, ég, Karen og Daníel. Ég og Karen fengum gubbupest og Daníel fékk hita. Ég hélt ég væri orðinn hress á mánudaginn og fór uppí vinnu í hálftíma á fund en svo þurftum við að fara með Daníel til læknis því hitinn hjá honum var að rjúka svo mikið upp. Á mánudagskvöldið var ég aftur kominn með hita og er búinn að vera með hann + hausverk og beinverki síðan. Daníel er búinn að vera með háan hita en er laus við hann núna (sjúkrasögu Daníels má lesa í smáatriðum á síðunni hans). Þannig að það er bara búið að vera slappleiki, andvökunætur og hor í lítratali síðustu daga.

Kafli 6: Einar snýr aftur til vinnu

Þessi kafli byrjar vonandi á morgun! Er búinn að vera heima í 5 daga (fyrir utan að fara og skrifa undir kaupsamninginn) og er kominn með snert af cabin fever. Það er takmarkað hversu mikið af E! maður getur horft á í sjónvarpinu. Ég veit orðið óeðlilega mikið um einkalíf Jessicu Simpson. Ég horfði meira að segja á Heil og Sæl endursýnt á Skjá einum í morgun! Að komast aftur í vinnuna verður bara eins og að fara í frí!