“Þú ert 5 á Richter og ég finn fyrir þér…”
Nýja lagið með Nylon er sennilega með hallærislegasta texta sem saminn hefur verið á Íslandi. Muffins í verðlaun ef einhver getur bent á lélegri íslenskan texta…
“Þú ert 5 á Richter og ég finn fyrir þér…”
Nýja lagið með Nylon er sennilega með hallærislegasta texta sem saminn hefur verið á Íslandi. Muffins í verðlaun ef einhver getur bent á lélegri íslenskan texta…
Fór til tannlæknis í dag. Þoli ekki tannlækna og það er ekki af því að það er óþægilegt að láta bora, nei, ég þoli ekki tannlækna af nákvæmlega sömu ástæðu og ég þoli ekki bifvélavirkja: Ég er viss um að þeir eru að svindla á mér! Alltaf þegar ég fer með bíl í viðgerð er ég viss um að þeir séu að laga eitthvað sem þarf ekki að laga og ég get ekki sagt neitt því ég veit ekkert um bíla. “Við löguðum diskana en við skiptum líka um öxulhosu, hún var rifin”. Ehh, ok, ef þú segir það. Svo nota þeir einhver stór orð sem ég skil ekki, einsog “rifin öxulhosa”, “bilaður straummælir í hleðslukerfinu” eða “vantar bæði framdekkin”, svo það sé nú alveg öruggt að ég geti ekki mótmælt. Og þetta er nákvæmlega eins með tannlækna, hann lagaði einhverja “skemmd” hjá mér í dag sem ég hef aldrei fundið fyrir og hefur örugglega aldrei verið þarna, hann hefur bara vantað pening og venjuleg skoðun er ekki nógu dýr. Og hvað getur maður svo sagt þegar tannlæknirinn kemur og segir að það sé brotin fylling og hann þurfi að skipta um viftureim í manni? Ekkert, því maður er með munninn fullan af bómullartöppum, slefi og tannlæknaputtum! Svo ef tannlæknirinn er blankur og langar að gera einhverja virkilega brútal og dýra aðgerð þá deyfir hann mann fyrst svo tungan á manni verður jafnstór og fíll og þá er alls ekki hægt að tala til að segja honum að þetta sé nú bara eitthvað rugl, þessi tönn sé í fínasta lagi! Eitt allsherjar samsæri!!
</biturleiki>
Í Hive auglýsingunni heitir tengingin H8. H8 == Hate. Er það gott nafn? Held ekki.
Hver kannast ekki við vandamálið sem fylgir því að þurfa að þurrka sér um hendurnar á almenningsklósettum? Enginn? Maður þarf að teygja sig í handþurrkurúlluna, toga niður pappír og rífa hann svo af. Mjög erfitt og þreytandi! En þetta er ekki lengur vandamál í HR, nei, því það eru komin rafdrifin handþurrkustatíf með skynjara! Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég var hissa í dag þegar ég teygði mig í átt að handþurrkunum, bjó mig undir erfið átök við að toga niður pappírinn en þá bara bzzzzzzzz, rennur sjálfkrafa út handþurrka í mjög hentugri stærð og það eina sem maður þarf að gera er að rífa hana af! Snilld + heilmikill vinnusparnaður! Ég bíð spenntur eftir sjálfvirkum klósettrúllum!
Á síðasta ári hækkuðu skólagjöldin okkar um 10.000 kr. Þegar rektor var spurður um ástæðu hækkunarinnar gat hún litlu svarað. Nú sé ég hinsvegar að ástæðan hlýtur að vera kaup skólans á þessum geysiöfluga nýja tæknibúnaði. En hvað gerist þegar HR og THÍ sameinast? Getur sameinaður háskóli staðið undir kröfum fyrrverandi HR-inga um öflugan sjálfvirkan handþurrkubúnað? Munu HR-ingarnir fyrrverandi hlaupa útum allan skólann með blautar hendur því þeir kunna ekki lengur á gamaldags og úrelt handþurrkukerfi? Kemur allt í ljós í haust…
Fór með Gísla í bíó í gær á gæðamyndina Exorcist – The Beginning. Lenti í smá vandræðum með að komast á hana þar sem hún var í Sambíóunum Álfabakka og það eru u.þ.b. 25 mislæg gatnamót á leiðinni þangað (Ég rata MJÖG illa allsstaðar og sérstaklega skil ég ekki mislæg gatnamót. Ég vill fara til vinstri, hvar á ég þá að vera, vinstri akrein, nei, hægri akrein, uppi, niðri? Alltof flókið! Og hvað er málið í Breiðholti, það mega ekki tvær götur krossast þá er búið að skella mislægum gatnamótum á þær!!). Þegar ég var búinn að keyra nokkra hringi og slaufur þá komumst við loks í bíóið og komumst að því að við vorum svona 8 árum eldri en allir aðrir þar. Myndin var skemmtileg (allar hryllingsmyndir eru góðar, alltaf!) en það sem var mest skemmtilegt var treilerinn frá Smáís, uppáhaldsfyrirtæki allra tölvunörda. Treilerinn var nokkurnveginn svona:
*Mynd af manni að stela bíl*
Texti: “ÞÚ MUNDIR EKKI STELA BÍL!”
*Mynd af manni að stela sjónvarpi*
Texti: “ÞÚ MUNDIR EKKI STELA SJÓNVARPI!”
*Mynd af manni að stela DVD disk á videoleigu*
Texti: “ÞÚ MUNDIR EKKI STELA KVIKMYND!”
Texti: “AÐ NÁ Í KVIKMYND AF NETINU ER ÞJÓFNAÐUR!!!”
*Mynd af tölvu með gjörsamlega svartan skjá nema það er risastór rauður progress bar og risastórir rauðir blikkandi stafir sem segja DOWNLOADING. Breytist síðan í DOWNLOAD COMPLETE, líka rautt, blikkandi og risastórt.*
Texti: “Smáís – Samtök myndrétthafa í Íslandi”.
Endir
Svo var myndin svona svarthvít og kornótt þegar það var verið að sýna fólk stela, allir stafir eru svona grófir og eru að hristast og hávær tónlist undir allan tímann. Allir vita að eina leiðin til að ná til ungs fólks er með háværri tónlist, “töff” myndatöku og einföldum skilaboðum…
Það sem mér fannst líka sérstaklega töff var forritið sem var verið að nota. Rosalega þætti mér gott að hafa svona forrit sem fyllti algjörlega skjáinn hjá manni þannig að maður sæi ekkert annað og sýndi ekkert hverju maður væri að downloada, hvað það væri stórt eða neitt, bara einn stóran progress bar og blikkandi stafi. Þetta er svona eins og í kvikmyndum þegar verið er að reyna að brjótast inní tölvukerfi, það kemur alltaf risastórt blikkandi ACCESS DENIED á skjáinn, mjög sjaldan sér maður venjulegt Windows messagebox með textanum “Incorrect username or password”.
Við fórum í Bónus áðan til að gera stórinnkaup þar sem við erum loksins komin með ísskáp með alvöru frysti. Ég gerði mér hinsvegar ekki grein fyrir að allir á Íslandi fara í Bónus kl. 16:00 á sunnudögum. Að fara í Bónus á háannatíma er ekki ósvipað því að taka logandi sígarettu og stinga henni í augað á sér! Í fyrstu er það óbærilegt en svo verður það bara verra og verra!! Endalaus píp í kössunum, krakkar grenjandi, gamlar konur skellandi kerrum utaní mann og ekki hægt að hreyfa sig fyrir fólki þangað til maður er að springa úr pirringi!! Ég er viss um að Baugur eyðir stórfé á hverju ári í að þagga niður fréttir af viðskiptavinum sem snappa og ráðast á aðra viðskiptavini með agúrku.
En ég hef lausnina. Bónus ætti bara að vera eins og tannlæknastofa, maður ætti bara að panta tíma til að fara að versla, “ég á pantaðan tíma í Bónus kl. 11:30 á mánudaginn, mig vantar sinnep”, það væri frábært! Svo mundu hámark 5 mega panta tíma á sama tíma og þá væru allir sáttir, enginn troðningur og allt í góðu!
Eða ef það gengi ekki mætti reka þetta eins og skemmtistað. Bara hafa dyravörð fyrir framan og ekki hleypa öllum inn í einu. Svo gæti fólk sem er “frægt á Íslandi” verið VIP og fengið að fara fram fyrir röðina. Viska gæti jafnvel gert svipaðan samning við Bónus og þeir eru með við Pravda, eitthvað svona “Viskufélagar fá forgang í röð milli 17 og 19 og fá helmingsafslátt af sultu gegn framvísun Viskuskírteinis”. Spurning um að senda Jóni Ásgeiri mail og segja honum hvernig hann á að hafa þetta.
Erum að leita okkur að nýjum ísskáp, þar gamli ísskápurinn okkar er orðinn hálf slappur en það þarf einmitt að affrysta hann á um það bil 17 sekúndna fresti. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann er rétt rúmlega 300 ára gamall (Ok, ekki alveg, en er orðinn 50 ára). Mjög töff ísskápur samt, heitir Kelvinator, svona næstum því eins og Terminator, myndi helst vilja hafa hann áfram ef frystirinn væri ekki bilaður. Ætlum að kaupa notaðan ísskáp en það er ekkert auðvelt, sérstaklega ekki þegar fólk setur svona snilldarauglýsingar í blaðið eins og í dag:
Árs gamall Ariston ísskápur til sölu, vel með farinn, 150×56, selst á um 20.000 kr.
Hmmm. Skyldi þessum manni ganga vel að selja ísskápinn sinn? Gengi örugglega betur ef hann mundi setja SÍMANÚMER Í AUGLÝSINGUNA SÍNA!! Hann situr örugglega heima hjá sér núna og hugsar: “Skrýtið, enginn er búinn að giska á símanúmerið mitt ennþá…”
…og núna er ég farinn aftur að læra stærðfræðigreiningu.
Hvenær ætlar einhver að drullast til að finna upp þráðlaust rafmagn??? Ég er orðinn hundleiður á þessu snúruveseni!
Hef núna smakkað nýja kókið, C2. Auglýsingarnar segja að það sé mitt á milli alvöru kóks og Diet kóks. Aldrei þessu vant segja auglýsingarnar satt, þetta bragðast nákvæmlega eins og maður hafi blandað saman hálfri kók og hálfri diet-kók. Semsagt viðbjóður. Breytingar á kóki eru alltaf slæm hugmynd. Ef ég ber saman nokkur mismunandi afbrigði af kóki og gef því frá núll og uppí 5 stjörnur þá er niðurstaðan þessi: