Vantar ísskáp

Erum að leita okkur að nýjum ísskáp, þar gamli ísskápurinn okkar er orðinn hálf slappur en það þarf einmitt að affrysta hann á um það bil 17 sekúndna fresti. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann er rétt rúmlega 300 ára gamall (Ok, ekki alveg, en er orðinn 50 ára). Mjög töff ísskápur samt, heitir Kelvinator, svona næstum því eins og Terminator, myndi helst vilja hafa hann áfram ef frystirinn væri ekki bilaður. Ætlum að kaupa notaðan ísskáp en það er ekkert auðvelt, sérstaklega ekki þegar fólk setur svona snilldarauglýsingar í blaðið eins og í dag:

Árs gamall Ariston ísskápur til sölu, vel með farinn, 150×56, selst á um 20.000 kr.

Hmmm. Skyldi þessum manni ganga vel að selja ísskápinn sinn? Gengi örugglega betur ef hann mundi setja SÍMANÚMER Í AUGLÝSINGUNA SÍNA!! Hann situr örugglega heima hjá sér núna og hugsar: “Skrýtið, enginn er búinn að giska á símanúmerið mitt ennþá…”

…og núna er ég farinn aftur að læra stærðfræðigreiningu.

1 thought on “Vantar ísskáp

  1. lauga

    Kelvinator vinkonu minnar er flottasti Kelvinatorinn. Hann er eiturgrænn og virkar fínt ennþá. Mig langar í hann.

Comments are closed.