Category Archives: Forritun

Object reference…

[Bara fyrir tölvunarfræðinema í lokaverkefni…]

Það sem Hrannar ætlar að hafa á legsteininum sínum: “Hrannar Örn Jóhannsson: Object reference not set to an instance of an object”. Þetta fannst mér mjög fyndið þegar Hrannar sagði það í gærkvöldi eftir að við vorum búnir að eyða 12 tímum í að laga villur í forritinu okkar. Ég verð með gjörsamlega ónýtan húmor þegar þetta lokaverkefni verður búið!

MSN Bot farinn í frí

Nenni ekki lengur að hafa MSN bottinn keyrandi hjá mér þannig að ekki búast við að sjá hann online á næstunni. Hinsvegar setti ég forritið hérna inn þannig að ef einhvern langar að ná í forritið og prófa þá er það velkomið. Ef einhver vill breyta því sem bottinn skilur og svarar þá er bara að opna textaskrána MsnBot.bot í notepad og skrifa eitthvað nýtt inn. Forritinu er hægt að downloada hér.

Cybercity 2002

Þegar ég var í 10. bekk árið 1996 þá var ég í tölvufræðiáfanga. Hópurinn minn var valinn til að taka þátt í CyberCity 2002, samnorrænu verkefni sem gekk út á að spá í hvernig heimurinn yrði í framtíðinni, nánar tiltekið árið 2002 (Rosa langtímaspá! Núna er ég að byrja á öðru framtíðarverkefni þar sem ég spái fyrir um hvernig heimurinn verður eftir helgi). Okkar hópur var tölvuhópurinn, svo voru aðrir skólar sem voru með myndlistarhópa, tónlistarhópa o.fl. Haustið eftir 10. bekk fórum við svo til Danmerkur að hitta krakka frá hinum Norðurlöndunum sem tóku þátt í sama verkefni. Allan 10. bekk vorum við í tölvufræðitímum að vinna í þessu verkefni, þetta var í fyrsta sinn sem ég prófaði internetið. Við lærðum að búa til vefsíður, lærðum HTML og hvernig ætti að skanna inn myndir og vinna með þær í Photoshop. Við unnum í þessu allan veturinn, lærðum heilmikið, strituðum við að gera þetta eins flott og mögulegt var og afraksturinn varð…

…ljótasti vefur í sögu Internetsins!! Hræðilegir bakgrunnar, skelfilegar litasamsetningar, fáránlegar textastærðir o.s.fv. Fannst þetta nú samt ansi flott at the time :).

Ég var löngu búinn að gleyma þessum vef, en ég og Bjarni fórum að tala um þetta um daginn og þá sagði hann mér að vefurinn væri ennþá til. Ég fór að leita að honum en komst að því að hann væri ekki lengur til á sínum rétta stað en þökk sé Internet Archive þá fann ég gamalt afrit af honum. Ég ákvað að bjarga þessum gullmola internetsins fyrir komandi kynslóðir og setja hann upp hérna á síðunni hjá mér. Hér getið þið séð: CyberCity 2002! Mitt framlag var hið rosalega bíó framtíðarinnar, Bjarni gerði framtíðarhverfisskipulagið og herbergi framtíðarinnar og Friðrik gerði geimferðir framtíðarinnar.

Hér má sjá dæmi um geysiöfluga Photoshop vinnslu!

Hér má sjá verstu kredit síðu ever.

Hér má sjá bíla sem eru orðnir 3 ára í dag.

Forrita með hjálm

Forritandi án hjálms.

Forritandi án hjálms. Ekki töff!

Forritandi með hjálm.

Forritandi með hjálm. Töff!

Forritandi með svarthöfðahjálm.

Forritandi með svarthöfðahjálm. Mest töff!!

Snilldarhelgi. Fórum í vísindaferð á föstudaginn í Landsteina-Streng. Síðast þegar við fórum þangað fyrir 2 árum sögðu þeir okkur frá því að þeir væru með forritara út um allan heim, meðal annars á einhverju átakasvæði í Kúveit þar sem þeir væru forritandi með hjálma. Ég og Bjarni erum búnir að tala oft síðan þá um hversu svalt það væri að fá að forrita með hjálm en því miður sögðu þeir okkur núna að það væru engir forritarar hjá þeim í Kúveit lengur. Finnur sagði samt að Libra væri alveg opið fyrir því að leyfa okkur að forrita með hjálma þannig að ekki er öll von úti enn.

Eftir vísó var svo partý í einhverjum sal í skeifunni þar sem var brjáluð kelling sem átti salinn, var skúrandi dansgólfið meðan fólk var að dansa og reif af manni glös og bjórdósir um leið og maður setti það niður eftir síðasta sopann.

Á laugardaginn var svo afmælispartý hjá Bjarna sem var mjög fínt, hitti meðal annars Eggert, gamlan skólafélaga sem er orðinn yfirkokkur á fínum veitingastað og er búinn að vinna sem kokkur í London og New York. Fórum síðan í bæinn, fór með Bjarna, Grím og Vigga á 11, Kaffibarinn og Sirkus (“What a shitty circus, there’s no animals or clowns!”, hver þekkir kvótið? ). Endaði svo á að fá mér Kebab með Hrannari áður en ég fór heim.

Eyddi síðan gærdeginum í leti. Svo var Skjár 1 að sýna Dirty Harry um kvöldið þannig að það var snilld. Vantaði einhverjar góðar sunnudagsmyndir síðan Rocky hætti, Bleiki pardusinn var ekki alveg að gera sig. Clint Eastwood er náttúrulega mesti töffari á jörðunni, jafnvel þó hann hafi verið í köflóttum jakka. Snilld!

MSN Bot

Hrannar fann .NET library á netinu um daginn sem leyfir manni að tala við MSN protocol-ið. Ég notaði það til að búa til smá msn bot sem maður getur talað við. Bottinn er mjög heimskur en hann getur samt pikkað upp nokkra hluti, t.d. ‘hvað heitirðu?’, ‘hvað ertu gamall?’, spurningar sem byrja á ‘ertu’, t.d. ‘ertu vélmenni?’ og setningar sem byrja á ‘þú ert’. Skilur líka blótsyrði, setningar sem enda á ‘?’ og nokkra aðra hluti en fyrir utan það svarar hann algjörlega random. Þeir sem vilja prófa að tala við hann geta addað einarbot@hotmail.com á msn hjá sér og prófað að segja hæ við hann.

Henti póstforriti

Henti út póstforritinu sem ég setti inn í gær þar sem ég komst að því að það virkaði bara á local neti :(. Laga það kannski einhverntímann seinna ef mér leiðist.

Nýherjavísindaferð

Ágætis vísindaferð í gær, fórum í Nýherja. Fengum 3 fyrirlestra, einn um SAP kerfið frá einhverjum yfirmanni sem var allt í lagi, einn góðan frá forritara um low level dótið í kerfinu sem hann sagði að væri mjög þýskt og maður gæti rekist á breytunöfn eins og “der fuhrer” og að lokum fengum við einn fyrirlestur frá einhverjum super slick jakkafatagaur um hvernig .NET væri framtíðin og hvernig við ættum að haga okkur til að fá vinnu. Reyndum að fara í smá drykkjuleik í fyrsta fyrirlestrinum, drekka þegar gaurinn sagði SAP en gáfumst eiginlega strax upp þar sem hann sagði SAP álíka oft og strumparnir segja strump. “SAP kerfið er geysiöflugt, við höfum SAP-forritara og SAP-ráðgjafa sem kenna SAP-viðskiptavinunum á hina ýmsu hluta SAP, t.d. mannauðsSAP, logisticsSAP, accountingSAP og fleiri SAP-hluti. Endilega fáið ykkur smá bjórSAP meðan þið hlustið á SAP-fyrirlesturinnSAP.”

Fórum svo í sal þar sem var haldið áfram keppninni OfurNjörður 2005 við HÍ. Vorum búin að vinna í fótbolta og dodgeball fyrr um daginn. Unnum í vélritun, töpuðum í Singstar,Eyetoy og Twister. Eyetoy er definitely mest dull drasl ever, a.m.k. þessi leikur sem var keppt í þarna. Töpuðum svo bjórdrykkjukeppninni sem er nú helvíti slappt og enduðum á því að tapa OfurNjerði. Gengur bara betur næst…

Stallmann

“So what do they mean when they say that people who share software are pirates? They are saying that sharing software is the same thing as attacking a ship.”

Richard StallmannKvót frá GNU töffaranum Richard Stallmann, en ég fór einmitt á fyrirlestur hjá honum um open source og free software í staðinn fyrir að fara í stærðfræðileg reiknirit í dag. Hann var mjög töff hugbúnaðarhippi með gleraugu, sítt hár og skegg, og í mjög litskrúðugri skyrtu þannig að hann er augljóslega góður forritari. Hafði miklar meiningar um að hugbúnaður sem er ekki ókeypis og open source væri af hinu illa og að við ættum bara að nota “free software”. Er greinilega ennþá mjög bitur yfir því að Linus Torvalds fær allt kreditið fyrir Linux, sem Richard Stallmann vill að sé kallað GNU/Linux. Hef aldrei séð jafnmikið af nördum á einum stað, og allt strákar!! Hámark 2 stelpur þarna. Verður víst annar fyrirlestur á morgun um “software patents”, sé til hvort ég nenni á hann.