Category Archives: Ferðalög

Húsnæði, Íslandsferð og fleira

Húsnæðismálin eru búin að reddast hjá okkur, a.m.k. hérna í Danmörku. Við enduðum á því að hafa samband við Sigrúnu Þormar, sem vinnur við það hérna í Danmörku að hjálpa Íslendingum að finna húsnæði, gera skattaskýrslu, sækja um bætur og bara hvað sem er. Við báðum hana sérstaklega að athuga hvort það væri laus íbúð í húsi í Frederiksberg þar sem vinir okkar búa. Hún fann íbúðina fyrir þau, og þau höfðu sagt okkur að það væru lausar íbúðir þannig að hún reddaði þessu og við getum flutt inn 1. október. Íbúðin er frábær, tvö svefnherbergi, þvottavél+þurrkari inní íbúðinni, uppþvottavél í eldhúsinu og allt mjög snyrtilegt og fínt. Svo er lokaður garður þar sem maður getur farið út með Daníel, það búa líka nokkrar aðrar íslenskar fjölskyldur þarna þannig að kannski eru einhverjir krakkar sem hann getur talað við. Húsnæðismálin á Íslandi eru hinsvegar ekki nógu góð, við erum ennþá ekki búin að leigja aftur út okkar íbúð. Ef einhver veit um einhvern sem er að leita að 4 herb íbúð í tæpt ár, þá endilega hafa samband.

Talandi um Ísland, ég og Daníel komum í stutta Íslandsferð 11.-15. október. Þá er ég í haustfríi og við ákváðum að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn. Karen kemur ekki með þar sem konur sem eru komnar svona langt eiga ekki að fljúga. Við nýtum örugglega ferðina líka til að byrgja okkur upp af íslensku nammi og svona. Þannig að, sjáumst í október 🙂

Danmörk – Dagur 21

Og þá er önnur skólavikan búin. Aðeins búinn að kynnast betur áföngunum og svona. Program Analysis sem virkaði hræðilegt fyrst finnst mér núna mjög áhugavert, erum að gera massaverkefni í því og er kominn í hóp með breta og dana. Hinir áfangarnir virka allir ágætir þó Web Services sé frekar dull svona enn sem komið er. Er líka búinn að fara nokkrum sinnum í Microsoft að vinna og það er bara mjög fínt. Er reyndar búinn að gera lítið annað en að setja upp hugbúnað og svona, en ég og Giedrus sem er hinn student workerinn erum líka aðeins farnir að testa kerfið. Bara manual testing fyrst til að kynnast þessu en síðan förum við fljótlega að skrifa einhvern kóða. Mesta snilldin er samt ennþá maturinn. Það er borinn fram morgunverður á hverjum morgni sem er bara eins og fínasti hótelmatur, 4 tegundir af morgunkorni, allskonar brauð, sultur, ávextir, kaffi te og fleira. Svo er heitur matur í hádeginu og eftir hádegi getur maður alltaf skroppið í eldhúsið þar sem er afgangurinn af morgunmatnum og fengið sér brauð með osti og allskonar ávaxtasafa og gosdrykki. Ég vildi eiginlega að ég væri oftar í skólanum eftir hádegi, þá tæki ég bara daginn snemma og fengi mér morgun og hádegismat hjá Microsoft og færi svo í skólann.

En allavega, þetta er síðasti dagurinn í Danmörku í bili, er á leiðinni heim til Íslands í kvöld og verð fram á mánudagsmorgun. Það verður algjör snilld, hitta Karen og Daníel, geta talað íslensku og síðast en ekki síst búa í alvöru húsi en ekki gámi. Tek með mér tóma ferðatösku héðan og kem með hana fulla til baka, þarf að taka með mér vetrarföt og svona. Ætla líka að taka gítarinn með út og kannski myndavélina líka. Þannig að í næstu viku detta kannski einhverjar myndir hérna inn. Jæja, nóg af þessu, ég er farinn til Íslands!

Danmörk – Dagur 1

Ég fór með strætó kl. 5 í morgun úta flugvöllinn í Varsjá. Hélt ég væri nú bara mjög tímanlega og það leit út fyrir það fyrst. En ég reiknaði ekki með því að öryggishliðið er rétt áður en maður fer útí vél og þar lenti ég í svakalegri röð, löngu komið final call á flugið mitt og endaði á því að ég og svona 10 aðrir farþegar vorum einir í rútunni sem fór í vélina, allir hinir voru löngu komnir. Þegar ég lenti svo í Danmörku tók ég lestina á Central stöðina og keypti mér þar vikupassa í allar lestar og strætóa á þeim zone-um sem ég verð mest á. Síðan fann ég rétta lest til Lyngby station og tók strætó þaðan uppí DTU. Mjög gott að komast lokins inná herbergi um hádegisbil og slappa aðeins af.

Þegar ég var búinn að taka uppúr töskunum og svona fór ég í administration bygginguna þar sem ég ætlaði að fá staðfestingu á námi sem ég þarf að skila inn til leikskólans hans Daníels. Þeir eru með sérstaka vél þarna sem prentar út svona staðfestingar og nokkur önnur algeng skjöl en maður þarf að vera búinn að fá stúdentakort til að nota hana og ég fæ það víst í næstu viku. Þannig að ég dreif mig bara niður í bæ í Lyngby og fór að versla. Ég hafði nú haldið fyrirfram að maður væri bara hérna í skólanum en færi svo í miðborg Kaupmannahafnar ef maður vildi fara eitthvert út, en þetta er alveg alvöru bær hérna, fullt af verslunum og öllu svona.

Ég þurfti að kaupa ýmislegt, byrjaði á að kaupa handklæði, fór svo í City Hall þar sem mér hafði verið sagt að ég gæti skráð mig sem íbúa, en þar bentu þeir bara á að fara annað, í eitthvað Commune þar sem maður skráir sig víst. Fór þangað, skráði mig inní landið og fékk CPR númer sem maður þarf víst til að geta gert eitthvað hérna. Það er bara íslenska kennitalan mín, nema einn stafur var öðruvísi, sennilega bara mistök hjá konunni sem skráði þetta. Hún lét mig líka merkja við hvaða lækni ég vildi hafa og svo að lokum sagðist hún vera með smá pakka til mín frá bæjarstjóranum. Hvernig vissi hann að ég væri að koma??? Það var a.m.k. einhver bæklingur um Lyngby, tveir frímiðar í sund og eitthvað fleira sniðugt.

Síðan fór ég að opna bankareikning, þar sem ég var kominn með CPR númerið mitt. Þar lenti ég á einhverri konu sem vildi endilega tala dönsku við mig. Hún sagði eitthvað á dönsku, sem ég skildi svona að mestu leyti, ég svaraði á ensku og svo hélt hún áfram á dönsku. Þegar við vorum komin lengra inní þetta þurfti ég að segja ‘ha’ við öllu þannig að hún var farin að segja allt fyrst á dönsku og svo á ensku (sem hún talaði bara mjög vel). Ég var alvarlega farinn að íhuga að segja henni bara Det er en interessant rødvin, man kan godt drinke den i tog svo hún mundi nú endanlega fatta að ég væri vonlaust keis og skipta bara yfir í enskuna. En ég gerði það ekki, við töluðum bara mjög hægt saman og gengum frá þessu á endanum. Ég á víst von á einhverjum massa pósti frá þeim og þá fyrst get ég sótt um sjálft debetkortið.

Síðan ætlaði ég að ná í skattkortið mitt en það lokar víst kl. 13:30 á föstudögum, Commune dótið lokaði líka kl. 14:00, þessir Danir nenna greinilega ekkert að vinna! 😉 Þannig að ég fór bara að versla meira, fór og keypti mér danskt símakort (21532836) sem ég á eftir að prófa, ég gæti þurft að hringja í Vodafone heima og grátbiðja þá um að aflæsa símanum mínum áður en það virkar. Splæsti líka í USB sjónvarpskort fyrir tölvuna mína, þannig að ég get horft á sjónvarpið hérna inní herbergi. Fór svo í Nettó að kaupa í matinn, það virðist vera svona Bónus hjá Dönum, nema ennþá hrárri uppstillingar. Í hillunum með snyrtivörunum var þeim eiginlega ekki raðað upp, það voru bara hrúgur af drasli í hillunni og öllu hálfblandað saman. En ég keypti svona þetta helsta, tannkrem og tannbursta, mjólk, djús, morgunkorn og svona, þannig að nú er ég nokkuð góður, hillan mín í ísskápnum er a.m.k. vel full. Það virðist enginn annar vera fluttur inní skúrinn minn, hef a.m.k. ekki rekist á neinn ennþá.

Seinni partinn klúðraði ég svo strætóferðinni úr bænum og fór einhvern massífan hring um allt nágrennið í svona klukkutíma. Komst svo loksins heim, fékk mér að borða og fór að lesa í dönskubókinni minni og reyna að koma netinu í gang sem var eitthvað bras, ég var búinn að gleyma einhverju passwordi og eitthvað krapp, var loksins að detta inn fyrir svona 2 tímum.

Er að fara að sofa, skrýtið að sofa einn, sakna Karenar og Daníels. Stefni á að finna þvottavélar og panta hótel fyrir Karen og Daníel á morgun, og svo kannski kíkja í bæinn. Þið megið örugglega eiga von á nokkrum maraþonbloggum í viðbót næstu daga 🙂

Danmörk – Dagur 0 og Pólland

Jæja, það er svo mikið að skrifa núna að ég ákvað að skipta því í tvö blogg, eitt um daginn í Danmörku á leiðinni til Póllands og Póllandsferðina, og eitt um alvöru fyrsta daginn í Danmörku sem var í dag.

17. ágúst fórum við út. Ég var ekki samferða Karen og Daníel því við áttum nóg af frípunktum til að láta Daníel fljúga frítt með Icelandair, en one-way-ticket hjá þeim er fáránlega dýrt þannig að ég fór með Iceland Express í staðinn. Flugið mitt fór kl. 7 um morguninn og lenti kl. 12 í Danmörku. Skrýtið að fljúga einn, hef aldrei gert það áður. Þegar ég lenti rauk ég síðan beint í lestina þvi ég þurfti að ná uppí DTU fyrir kl. 14 til að ná í lyklana fyrir húsnæðið mitt og skilja eftir eitthvað af faranginrum. Þegar ég kom á Köbenhagen Central Station fór ég svo bara og fékk mér leigubíl, því ég hafði engan tíma til að vera að leita að réttri lest eða strætó til að fara til DTU. Spjallaði aðeins við leigubílstjórann, spurði hann um Lyngby. Hann sagði að það væri nú soldið stórt, væri am.k. ‘not a village’ eins og hann orðaði það, og sagði að það væri ekki beint partur af Kaupmannahöfn sjálfri, en væri partur af stór-Kaupmannahöfn. Soldið svona eins og Hafnarfjörður fyrir okkur eða eitthvað. Ég náði svo í lykilinn og skoðaði herbergið mitt. Þetta eru svona nokkurskonar rauðir vinnuskúrar sem eru festir nokkrir saman, það búa 9 aðrir með mér og við höfum sameiginlegt bað og eldhús. Þetta virkaði bara snyrtilegt og fínt. Rauk svo aftur til Köben að hitta Karen og Daníel, við fengum okkur aðeins að borða í bænum og flugum svo til Póllands.

Í Póllandi vorum við svo í góðu yfirlæti í viku. Við vorum á hóteli í gamla bænum sem var bara fínt. Fórum nokkrum sinnum í mat til Hönnu og nokkrum sinnum til Ellu, Gregoz og Pálinu. Vorum bara að þvælast á daginn, fórum oft með Daníel á frábæran róló sem var rétt hjá Hönnu, fórum líka í konunglega garðinn þar sem er allt fullt af fiskum í tjörnunum, og fullt af páfuglum. Það var mjög fínt og Daníel duglegur að hlaupa þarna um allt. Við fórum svo tvisvar í dýragarðinn. Í fyrra skiptið var Daníel svo þreyttur að hann svaf af sér öll spennandi dýrin þannig að við fórum aftur á afmælinu mínu og leyfðum honum að sjá ljónin, tígrisdýrin og öll kúl dýrin. Hann var nú samt eiginlega hrifnastur af öpunum.

Afmælið mitt var daginn áður en ég fór til Danmerkur og við eyddum góðum parti af deginum í dýragarðinum, komum svo aðeins við í H & M að versla og fórum svo í mat til Ellu og Gregoz. Þar fékk ég fullt af afmælisgjöfum, fékk Vodkaflösku frá Hönnu og sokka, belti og 5 hryllingsmyndir frá Ellu, Gregoz og Pálínu. Svo bara heim á hótel að pakka, þar sem ég þurfti að vakna kl. 4:45 daginn eftir. Karen og Daníel verða þarna í viku í viðbót og koma svo til mín einn dag í næstu viku og fara svo heim. Ég segi svo frá fyrsta Danmerkurdeginum í næsta bloggi  🙂

Bor! Og fleira…

Síðan ég flutti að heiman fyrir 7 árum hef ég reglulega þurft að fá lánaða borvél hjá pabba til að setja upp hillur o.þ.h. En í gær varð ég að manni: ég keypti mér mína eigin borvél! Fátt er karlmannlegra en að kaupa sér bor! Á karlmennskuskalanum frá 0 – 10 (þar sem 0 er að horfa á America’s Next Top Model og 10 er að veiða skógarbjörn með berum höndum) þá hljóta borvélarkaup að vera a.m.k. svona 8! Ég keypti borinn í gær, þegar ég vaknaði í morgun var ég kominn með 50% meira hár á bringuna! Í gær og í dag er ég svo búinn að hlaupa um alla íbúð og bora allt sem þarf að bora, sem ég er venjulega mjög latur við að gera. En að öllu gríni slepptu þá er tvennt við þessa borvél sem ég er mjög ánægður með:

  1. Hún er soldið eins og byssa
  2. Hún gefur frá sér mikinn og karlmannlegan hávaða

Annars er bara að styttast í að ég fari til Danmerkur. Við förum öll saman til Póllands 17. ágúst og verðum þar á hóteli í Varsjá. Ég fer síðan 24. ágúst til baka til Danmerkur en Karen og Daníel verða í Póllandi til 30 ágúst. Ég er búinn að fá herbergi á campus fyrstu önnina og er á biðlistum eftir stúdentaíbúðum eftir jól. Daníel og Karen koma svo til mín um áramótin. Ég var að klára að velja áfangana fyrir fyrstu önnina í gær og ég verð í fríi á föstudögum og byrja eftir hádegi á mánudögum þannig að það verður auðvelt að skjótast heim um helgar.

Ég er líka kominn með hlutastarf úti með skólanum, verð að vinna hjá Microsoft. Þeir eru víst með 900 manna starfstöð þarna. Fékk póst frá þeim snemma í sumar þar sem þeir báðu mig og nokkra aðra að sækja um, DTU hafði víst bent þeim á nokkra nemendur. Ég sendi þeim CV og letter of presentation og fór svo í mitt fyrsta símaviðtal ever, og á ensku í þokkabót. En það gekk allt vel og ég fékk starfið, verð að vinna þar svona 10-15 tíma á viku með náminu.

Hvað fleira? Fórum í útilegu síðust helgi og vorum næstum eina fólkið í tjaldi á svæðinu, allir í hjólhýsum eða tjaldvögnum á risajeppum. Einhverjir ofdekraðir krakkar komu upp að okkur og spurðu okkur:

“Eruð þið bara í tjaldi??? Er ykkur ekki kalt??? Eruð þið FÁTÆK???”

“Hefur mamma þín aldrei kennt þér að tala ekki við ókunnuga?”

Hefði ég átt að segja. Í staðinn sagði ég “uuhh, hérna, nei”, (jamm, ég er king of the comebacks!). Karen skrifar meira um þetta og fleiri sem komu að dást að tjaldinu okkar þarna.

Og þá held ég að ég sé búinn að segja frá flestu sem er búið að gerast undanfarið. Nema 2 vikna Búlgariuferðinni okkar. Kannski seinna.

Amsterdam

Vincent: You know what they put on French fries in Holland instead of ketchup?
Jules: What?
Vincent: Mayonnaise.
Jules: Goddamn.
Vincent: I’ve seen ’em do it, man. They fucking drown ’em in that shit.

Vorum að koma heim frá Amsterdam. Ég og Karen fórum bara tvö, Daníel var hjá mömmu og pabba á meðan. Amsterdam var snilld! Við vorum á litlu hóteli, Hotel Wiechman, sem var rétt hjá miðbænum. Það var frekar ódýrt, hreint og fínt, góður morgunmatur og vinalegt starfsfólk. Þeir voru líka með fallbyssu í lobbýinu sem er alltaf kostur. Við komum til Hollands á fimmtudaginn, fórum með draslið á hótelið og svo beint út að labba um bæinn og skoða okkur um.  Við fórum svo að versla í aðal verslunargötunni og um kvöldið fórum við að leita að einhverjum skemmtilegum pöbb. Fengum okkur bjór á einum en það var nú ekki mjög spennandi staður. Hollendingar eru annars voða fínir. Allir tala ensku, þeir eru voða frjálslyndir, útum allt eru endalausir minjagripir og tól tengd hassi, í minjagripabúðum er allskonar dót tengt klámi og rauðahverfinu. og svo eru þeir með snilldar útiklósett fyrir kalla þar sem maður stendur bara úti og pissar í svona smá skál, snýr bara baki í vegfarendur.

Á föstudeginum kíktum við á markað á Waterlooplein og leigðum okkur svo hjól. Það eru ALLIR á hjóli í Amsterdam. Það er ekkert þarna nema hjól og síki! Hjóluðum í dýragarðinn og vorum þar heillengi, fórum svo aðeins aftur að versla og fengum okkur svo kebab. Fórum svo að djamma aðeins um kvöldið og komumst að því að við höfðum verið á bandvitlausum stað kvöldið áður. Aðalstaðurinn var Leidseplein, þar var allt fullt af klúbbum og fólki. Við enduðum á að fara á comedy show á stað sem hét Boom Chicago. Þetta var svona spunasýning með bandarískum leikurum. Þeir báðu áhorfendur um orð og frasa sem þeir notuð síðan í atriðum og lögum og maður fékk frían bjór ef þeim leist vel á tillöguna. Karen fékk einn frían bjór fyrir orðið ‘waterbed’.

Á laugardaginn fórum við svo til Antwerpen að heimsækja Öldu og Wannes. Þau sýndu okkur Antwerpen og við borðuðum kvöldmat hjá þeim. Vorum svo bara heima hjá þeim um kvöldið í góðum fíling með þeim og vinum þeirra sem ég hef ekki glóru um hvernig á að skrifa nöfnin á. Tókum síðan góðan páskamorgunmat í morgun, svo bara lest, flugvél, rúta, bíll og komin heim. Snilldarferð í alla staði!

Árið 2006

Jæja, best að skella inn smá áramótayfirliti, eins og ég gerði í fyrra. Hvað gerðist á árinu 2006?

  • Hætti að vinna hjá TM Software og byrjaði að vinna hjá OMX. Þetta hafði nákvæmlega engin áhrif á daglega starfið hjá mér, OMX keypti bara deildina mína. Ef maður lítur á tímalínuna varðandi þessa yfirtöku þá er hún nokkurnveginn svona:
    1. Libra starfar í rólegheitum á Íslandi
    2. Ég hef störf hjá fyrirtækinu
    3. Risastórt erlent fyrirtæki sýnir Libra mikinn áhuga og endar á að kaupa það

    Tilviljun? Læt aðra um að dæma um það.

  • Daníel byrjaði hjá dagmömmu snemma á árinu. Dagmamman er mjög fín og það gengur vel
  • Við keyptum nýja íbúð í Svarthömrum í Grafarvogi. Tvöfalt stærri en Guðrúnargatan, víðáttubrjálæði, mjög fínt.
  • Daníel varð eins árs í júní
  • Eins árs brúðkaupsafmæli í ágúst.
  • Fór til Svíþjóðar að hitta sænsku samstarfsfélagana í byrjun september
  • Karen í lokaverkefni í allt haust, brjálað að gera en stóð sig mjög vel. Var samt mjög feginn þegar það varð búið
  • Önnur jólin hans Daníels, fékk u.þ.b. 65535 pakka. Ekki mjög spenntur fyrir að opna þá, vildi helst bara fara að leika sér í friði eftir fyrsta pakkann

Jamm, þetta er svona það helsta. Er svona að pæla í hvað ég ætla að gera við þessa síðu, hvort ég eigi bara að loka henni, eða hafa hana bara með einhverjum forritunarverkefnum og CV eða hvað. Ætli ég leyfi henni bara ekki að hanga uppi og skrifi inná hana svona 2svar á ári. Er bara að skrifa núna því ég nenni ekki að gera neitt sérstakt, var að enda við að horfa á The Bachelor, öhh, mjög töff ofbeldismynd í sjónvarpinu og nenni ekki að horfa meira á það. Fór að skoða áramótapistilinn síðan í fyrra og datt í hug að það væri gaman að skrifa einn fyrir 2006 líka. Þannig að, búist við næsta bloggi í byrjun janúar 2008 og gleðilegt ár!

Nýr gítar

Var að koma heim. Við vorum í sumarhúsi í Ögri á vestfjörðum sem Landsbankinn á. Það voru ég, Karen, Daníel, mamma, pabbi og pabbi hennar Karenar. Fínt að komast útfyrir bæinn þar sem ég og Karen erum ekkert búin að geta verið í fríi saman í sumar.

Ég á afmæli í næstu viku og við ákváðum að halda bara uppá afmælið á laugardeginum þarna fyrst við værum nú öll saman. Karen var búin að vara mig við að það væri stranglega bannað að kíkja í töskuna hennar þannig að ég bjóst nú við að ég fengi kannski einhverja smá afmælisgjöf. Svo á laugardagsmorguninn þá leyfði Karen mér að sofa út og svo þegar ég vaknaði rétti hún mér umslag. Ég opnaði það hálfsofandi og las á kortið. Þar stóð að þetta væri frá allri fjölskyldunni og með í umslaginu var blað með lýsingu á gítar! Ég stökk fram úr rúminu (sem var by the way koja þar sem ég var á efri hæðinni) og fór fram og þar beið eftir mér þessi gullfallegi Fender kassagítar! Þá hafði Karen verið búin að skipuleggja þetta allt saman með margra vikna fyrirvara og fengið alla til að taka þátt. Hún fór svo í vikunni, keypti gítarinn og fékk mömmu og pabba til að taka hann með uppeftir í sínum bíl. Gítarinn er þvílíkt flottur, ljós að framan, allur þvílíkt glansandi og hljómar þvílíkt vel! Ég er búinn að vera spilandi á hann uppí bústað (Daníel var soldið afbrýðisamur útí hann) og núna vantar mig bara einhver sniðug ný lög til að læra 🙂 Jamm, ég á definitely bestu konu í heimi!

Pólland

Póllandsferðin var snilld. Nenni ekki að skrifa alla ferðasöguna, Karen ætlar að skella henni inná síðuna hans Daníels en hér eru nokkrir punktar sem taka má fram:

  • Pólverjar selja ferðatölvur með Linux uppsettu.
  • Villisvín er ekki jafngott og það lítur út fyrir að vera í Ástríksbókunum.
  • Sumum Pólverjum finnst fyndið að senda saklausa ferðamenn á gay bar þegar þeir spurja hvert sé best að fara að djamma.
  • Ef maður er á Radisson SAS hóteli og þarf að fara á klóið meðan maður er að horfa á sjónvarpið þá er það allt í lagi því það er hátalari inná baði.
  • 5 stjörnu hótel bjóða m.a. uppá kókópöffs í morgunmat.
  • Hrannar tippar mjög vel þegar hann er drukkinn, allt uppí 1500% tip fyrir góða leigubílstjóra.
  • Flugleiðir ritskoða kvikmyndir sem sýndar eru um borð í flugvélunum.