Category Archives: Almennt

MSN

The Empire strikes back…

Núna um daginn náði ég mér í Beta útgáfuna af msn 7.0 sem er með allskonar nýju drasli, t.d. getur maður signað sig inn sem ‘appear offline’ ef maður nennir ekki að tala við fólk en vill samt sjá hverjir eru online. Líka fullt af gagnslausu drasli eins og einhverjum súper brosköllum og teiknimyndum og einhverju sem maður getur sent. Þessi útgáfa virkaði fínt í 3 daga. En svo í gær þegar ég reyni að signa mig inn fékk ég skilaboð, eitthvað ‘A new version of msn messenger is available, you MUST get this new version or terrible things will happen’. Svo ef ég reyndi að segja nei, að ég vildi ekkert nýja útgáfu, þá gat ég ekki signað mig inn. Þannig að ég náði í nýju útgáfuna sem er númer 6.2!!! Semsagt eldri útgáfa!! Til hvers voru þeir að hleypa þessari beta útgáfu útá netið ef þeir ætla svo að neyða mann til að hætta strax aftur að nota hana?!?! Óþolandi drasl!!

(Hmmm, blogg um hvað Microsoft er mikið skítafyrirtæki + Star Wars reference… Nördaskapurinn er kominn uppá nýtt og hærra stig 😉

Barnagæsla

Karen fékk smá hlutastarf í Skýrr núna í kennaraverkfallinu, að passa krakka starfsmanna einu sinni í viku. Ég þyrfti að fá svona vinnu, kæmi mjög vel út á ferilskránni að hafa “verktaki hjá Skýrr”. Gæti hinsvegar orðið hálf bjánalegt í atvinnuviðtölum ef ég væri spurður útí það.

“Já, ég sé hérna að þú hefur unnið sem verktaki hjá Skýrr, hvað varstu að vinna við hjá þeim?”

“Öhh, ýmislegt svona, gæslu aðallega…”

“Hverskonar gæslu þá, umsjón með netkerfum?”

“Nei, barnagæslu…”

Vantar ísskáp

Erum að leita okkur að nýjum ísskáp, þar gamli ísskápurinn okkar er orðinn hálf slappur en það þarf einmitt að affrysta hann á um það bil 17 sekúndna fresti. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann er rétt rúmlega 300 ára gamall (Ok, ekki alveg, en er orðinn 50 ára). Mjög töff ísskápur samt, heitir Kelvinator, svona næstum því eins og Terminator, myndi helst vilja hafa hann áfram ef frystirinn væri ekki bilaður. Ætlum að kaupa notaðan ísskáp en það er ekkert auðvelt, sérstaklega ekki þegar fólk setur svona snilldarauglýsingar í blaðið eins og í dag:

Árs gamall Ariston ísskápur til sölu, vel með farinn, 150×56, selst á um 20.000 kr.

Hmmm. Skyldi þessum manni ganga vel að selja ísskápinn sinn? Gengi örugglega betur ef hann mundi setja SÍMANÚMER Í AUGLÝSINGUNA SÍNA!! Hann situr örugglega heima hjá sér núna og hugsar: “Skrýtið, enginn er búinn að giska á símanúmerið mitt ennþá…”

…og núna er ég farinn aftur að læra stærðfræðigreiningu.

Ýmislegt

Margir leikarar þakka Guði þegar þeir vinna Óskarsverðlaun. Ætli Mel Gibson þakki Jesú þegar hann vinnur fyrir Passion of the Christ?

Dávaldurinn var hérna í hádeginu. Mjöööööööög skrýtið. Birna, Gunnar, Sólrún og Stella voru öll dáleidd. Mjög fyndið 🙂 Ætla samt pottþétt aldrei að láta dáleiða mig, of creepy!!

Var að koma úr tvöföldum tíma í Stöðuvélum og Reiknanleika. Skemmtilegri áfangi en ég bjóst við. Finnst eiginlega eins og ég sé bara að leysa gestaþrautir. Gestaþrautir og Reiknanleiki.

Er annars bara að skrifa hérna til að fresta því að gera heimadæmin í Stærðfræðilegri greiningu. Vandamálið við Stærðfræðilega greiningu er ekki að hún sé erfið eða leiðinleg eða tilgangslaus, nei, vandamálið er að hún er AFSPRENGI DJÖFULSINS!

…og þá byrjar það

Jæja, þá er ég búinn að uppfæra síðuna mína, er búinn að vera á leiðinni að gera það í nokkra mánuði. Er búinn að færa Binary klukkuna á sér síðu, líka búinn að færa kvikmyndagetraunina á sér síðu. Ég er búinn að bæta við þessum stíl sem default stílnum, það er ennþá hægt að nota gamla supercool svarta og græna lookið með því að smella á linkinn hérna til vinstri.

Ég bætti við skoðanakönnun á síðuna, forritaði hana um daginn, super einfalt að nota, ASP klasi, hægt að downloada hérna. Source kóðinn fyrir binary klukkuna er líka hérna ef einhver hefur áhuga, hægt að skoða hér.

Planið er að reyna að uppfæra þessa blessaða síðu öðru hvoru, bæta við nýju dóti, nýjum skoðanakönnunum og svona. Sjáum hvernig það gengur…