Síðustu daga og vikur hefur hobbý forritunar projectið mitt verið að búa til spilið Idiot í Javascript. Mig hefur alltaf langað að búa til spilaleik og ákvað að gera hann í Javascript til að hægt væri að spila hann á netinu. Ólíkt flestum svona smáprojectum sem ég geri þá actually kláraði ég þetta og hægt er að spila leikinn á hinni frekar óheppilegu slóð http://einaregilsson.com/idiot/. Þegar ég fór að leita að Idiot á netinu þá fann ég massífa síðu um hann á Wikipedia (undir nafninu Shithead) þar sem eru útskýrð allskonar afbrigði. Mín útfærsla virkar eins og ég hef alltaf spilað hann:
- Í byrjun má skipta út spilum á hendi og þeim sem snúa upp í borði
- Tvist má láta ofan á hvaða spil sem er
- Fimmu má láta ofan á hvaða spil sem er og þá verður næsti að láta spil sem er lægra eða jafnt og fimma.
- Tíu má láta ofan á hvað sem er og þá hverfur bunkinn.
- Það má láta út fleiri en eitt spil í einu ef þau eru með sama númer.
- Ef fjögur eins spil eru efst í bunkanum þá hverfur hann.
- Ef maður þarf að taka bunkann þá má maður fyrst draga efsta spilið úr stokknum og láta ofan á, ef það er gilt þá tekur maður ekki bunkann.
Ekki búast við einhverju svaka animation eða neinu svoleiðis. Maður velur bara spilin sem maður vill spila út með því að smella á þau og smellir svo á ‘Láta út valin spil’ takkann. Þegar tölvan er að gera þá hverfa bara spilin úr hendinni á henni og birtast á bunkanum. Það er samt smá delay milli spilanna sem hún setur út þannig að maður á alveg að geta séð t.d. þegar hún lætur út 3 spil í einu. Ef maður þarf að taka bunkann þá smellir maður bara á ‘Taka bunkann’, þá er sjálfkrafa dregið eitt spil úr stokknum og sett ofaná. Ef það er löglegt þá færðu ekki bunkann, ef það er ekki löglegt fer allur bunkinn á hendina hjá þér. Leikurinn ætti að virka á öllum helstu browserum en það eru örugglega einhverjar villur í þessu ennþá þannig að ef þið rekist á eitthvað skrýtið þá endilega sendið mér póst og látið vita.
Þetta er fyrirmyndar framtak hjá þér 🙂 Ég er þó að velta því fyrir mér hvort að “draga” takinn sé ekki óþarfur. Þ.e.a.s. það væri hægt að láta forritið draga sjálfkrafa fyrir mann.
Ég er orðin húkt á þessu!
Jamm, Karen kom með sama comment um draga takkann. Upprunalega var það þannig að spilin komu sjálfkrafa á hendina hjá manni en þá fannst mér soldið eins og tölvan væri að spila fyrir mann. Kannski breyti ég þessu aftur við tækifæri.
Karen benti reyndar líka á að stundum vill maður kannski bara taka bunkann án þess að draga efsta spilið úr bunkanum og setja ofaná hann fyrst, t.d. ef bunkinn er lítill og maður veit að það eru mjög góð spil í honum. Þannig að kannski ættu þetta að vera tveir takkar, ‘Taka bunkann’ sem tekur hann beint og ‘Áhætta’ sem dregur efsta spilið úr stokknum og setur oná bunkann.
Mér finnst þetta alger snilld! Eina sem ég hefði viljað sjá er að í mínum reglum að ef maður setur niður eitthvað spil eins og t.d. áttu og dregur síðan og fær sama spil þá má maður henda því á bunkann ef maður er nógu snöggur. En það væri örugglega vesen að bæta því inn í þetta.
Er annars ekki kosher að taka kóðann og leika sér með hann? 🙂
Jamm, ég hef reyndar alltaf spilað líka með þeirri reglu að það megi ‘skjóta’ ef maður dregur spil sem er sama og efsta á bunkanum. Gæti passað ágætlega inní þar sem maður hefur u.þ.b. eina og hálfa sekúndu áður en tölvan gerir. Gæti reyndar verið soldið messy að útfæra það.
Og jú, það er guðvelkomið að leika sér með kóðann, hann er licence-aður undir Creative Commons Attribution license þannig að það má basically gera hvað sem er við hann meðan mitt nafn fær að fljóta einhversstaðar með. Hann er líka kommentaður til dauða þar sem ég forritaði þetta í hálftíma hér og klukkutíma þar á nokkrum vikum, og þurfti komment til að muna hvað í ósköpunum ég hefði verið að gera síðast 🙂
Búin að idiotast í allan dag… fyrsta frídaginn minn í tvær vikur. Gott. Gott.
Tvö comment.
1. Ég pældi líka í af hverju maður þyrfti sjálf/ur að draga og komst að þeirri niðurstöðu að þú hefðir gert þetta til þess að það virkaði meir eins og ekta. Mér finnst það gott mál.
2. F5 virkar ekki á Mac… Ég hækka bara hljóðið hjá mér ef ég ýti á F5, hmm…
Ok. aftur comment.
tókstu myndirnar af spilunum sjálfur ? Sumar myndirnar eru nefninlega úr fókus … 🙂
Nei, tók ekki myndirnar sjálfur, fann þær einhversstaðar á netinu. Virkar F5 ekki sem refresh á Mac? Drasl! 🙂
Sæll Einar.
Ég er hönnuður og vinn allt fyrir Kramhúsið – hef s.s. unnuð með henni Öglu í gegn um árin.
Við erum að byrja vinnu við að endurskapa vef Kramhússins og mér þætti vænt um ef þú gætir haft samband við mig. Þetta er svolítið áríðandi. Fyrirgefðu – þetta er eina leiðin sem ég hef til að ná kontakt við þig.
–
Kveðja – Tommi.
GSM 8624220
tommi@ormsson.is
Þetta gengur ekki upp hjá þér Einar! Fimmurnar ráða alltaf. Þú verður að taka þá reglu út…
Nei, fimmurnar eiga að vera bestu spilin! Ég hef a.m.k. alltaf spilað þannig að það má láta 5 á allt 🙂