Home alone

Karen og Daníel fóru til Póllands í fyrradag og verða þar í sex daga, heimsækja fjölskylduna og svona. Á meðan er ég heima í prófum og get einbeitt mér að þeim, það er ágætt. Var í fyrsta prófinu í dag, Distributed systems, það gekk svona sæmilega, ekki mjög vel. Mjög langt próf með mörgum spurningum sem þurftu stór svör. Prófið var í 4 tíma og ég var að skrifa alveg fram á síðustu mínútu. Svo fer ég í Network Security á fimmtudaginn og svo System Integration (gubb) 3. júní. Í júní tek ég svo þriggja vikna kúrs sem heitir Biometric systems, hann eru um svona tækni sem les fingraför, augnskanna og þess háttar dót. Plús ég þarf að vinna fullt í vinnunni til að skila einhverju gagnlegu af mér í enda júní þegar ég hætti að vinna. Þannig að, rúmur mánuður af mikilli vinnu í viðbót og svo tveggja mánaða frí! Vá hvað ég hlakka til. Ætla ekkert að vinna í júli og ágúst. Við komum í 2 vikur til Íslands í enda júlí og ætlum líka að ferðast eitthvað um hérna í Danmörku og svona.

Sit núna og horfi á danskt standup í sjónvarpinu. Væri kannski fyndið ef ég gæti skilið það, núna skil ég svona 30% af því sem þeir segja. Þetta er nú alveg stórfenglega óspennandi blogg þannig að ég læt fylgja hérna með eitt gott youtube myndband. Þetta er gaur að herma eftir Tom Cruise scientology myndbandinu (sem má sjá hér ef einhver hefur ekki ennþá séð það). Ég og Luke sem er að vinna með mér vorum að horfa á þetta saman í vinnunni og höfum síðan verið að nota endalausa frasa úr þessu, sem hljóma eflaust mjög ófyndnir ef maður hefur ekki séð myndbandið :). En já, hér er það: