Þessi síða hefur hingað til snúist aðallega um nokkra hluti: forritun, kvikmyndagetraunir, almennt nöldur og tuð og svo hefðbundar dagbókarfærslur (… í dag fór ég í Kringluna og keypti mat…) sem eru bara áhugaverðar fyrir örfáa aðila. Hinsvegar kemur reglulega fólk hingað inn sem hefur leitað að einhverju í Google eða öðrum leitarvélum og verið vísað hingað. Stundum finnur það sem það er að leita að, en oft er það að leita að einhverju sem þessi síða hefur engin svör við. Af þessu tilefni (og af því að mér leiðist hrikalega) hef ég ákveðið að taka nokkra af þeim leitarfrösum sem hafa lent hérna síðustu mánuði og svara þeim svo það geti e.t.v. hjálpað öðrum í framtíðinni.
graenmeti
Fylltu einn þriðja af diskinum með því.
Hvar getur maður fundið símanúmer
Í símaskránni, eða ja.is á netinu.
Læknavaktin (165 fyrirspurnir)
Ég er ekki hrifinn af henni.
Rúmteppi (37 fyrirspurnir)
Prófaðu að fara í IKEA og fá þér svo sænskar kjötbollur á eftir.
ironic
Hérna er skilgreining á hvað er ekki ironic.
danmörk dtu blogg, DTU danmörk blogg
Þú ert á réttum stað, kíktu á færslurnar sem eru merktar með taginu DTU.
ég veit þér finnst ég of feit, þú bauðst mér aldrei á deit
Greinilega Nylon aðdáandi, kíktu á þessa færslu fyrir fleiri dæmi um góða Nylon texta.
Ariston, Ísskápur (og afbrigði af því, 100 fyrirspurnir)
Okkar Ariston ísskápur hefur virkað vel, mæli með þeim. (Og greinilegt að planið mitt er að virka!).
februar
Öhh, annar mánuðurinn í árinu, 28 dagar nema á hlaupárum, þá eru þeir 29. Veit ekki hvað meira er hægt að segja um hann?
strcpy
Notaðu strncpy í staðinn til að sleppa við buffer overflow.
guðmundur og geirfinnur
Kíktu á http://mal214.googlepages.com/, þar er manneskja sem er með þetta allt á hreinu.
tennis orð
spaði, bolti, Boris Becker.
MSN bot
Kíktu á http://tech.einaregilsson.com/projects/windows-live-bot.
spiderman 12
Ekki komin út, nýjasta myndin er Spiderman 3, sem var frekar slöpp. Um leið og Spiderman varð svartur gat hann dansað! Dulinn rasismi!
welcome to the jungle þýðing
Samkvæmt þessari þýðingarvél er fyrsta versið svona:
Velkominn til the frumskógur Við got gaman ‘n’ leikur
Við got allt þú vilja
Hunang við vita the nafni
Við ert the fólk þessi geta finna
Hvað sem þú mega þörf
Ef þú got the peningar hunang
Við got þinn sjúkdómur
Sjá fulla þýðingu hér.
skírn heilræði, heilræði við skírn
Hafðu snuð við hendina ef barnið fer að gráta þegar það er skvett vatni á það. Hafðu líka aukableyju við hendina. Ekki skíra barnið Svarthöfði.
verg þjóðarframleiðsla, hvað er verg framleiðsla, verg, vergur óhreinn mengaður (21 fyrirspurn)
Ósk útskýrir það ágætlega í kommentunum við þessa færslu.
góð kvót
“Intet er så godt at det ikke er skidt for noget”
hvernig segir maður 80 á dönsku
firs
Fyndin kvót
“Necessary?? Is it neccessary for me to drink my own urine? Probably not. But I do it because it’s sterilized and I like the taste”. Mini kvikmyndagetraun, jolly cola í verðlaun.
“Ég bít ekki á ryðgaðan öngul”
Ég mæli með því að bíta alls ekki á neinn öngul. Jafnvel ryðfríir önglar geta valdið alvarlegum skaða í munnholi ef maður bítur í þá.
cybercity 2002 (3 fyrirspurnir)
Hér má finna umræðu um þennan glæsivef og afrit af honum.
kennitalan mín
Kíktu aftan á debetkortið þitt.
steinbitsburrito
Örn kokkur hjá TM Software getur gefið þér uppskrift af því.
þriggja blaðsíðna ritgerð
Hafðu fyrstu blaðsíðuna forsíðu, næstu efnisyfirlit og þá þriðju heimildaskrá, þá ætti þetta ekki að taka langan tíma.
klám, klám password, simpsons klám, hommaklám, gott klám (15 fyrirspurnir)
Nágranni okkar í Svarthömrum rekur síðuna klam.is (og er með bílinn sinn merktan henni í bak og fyrir). Prófaðu það. Veit reyndar ekki hvort þar er að finna gott Simpsons hommaklám (Smithers?) en það má a.m.k. athuga það. (Hver leitar annars að “gott klám”? “Ég vill ekki neitt drasl klám, ég vill bara gott klám! Alvöru leikstjórn og búningahönnun eru skilyrði!”).
tölvugrafík verkefni, verkefni opengl (5 fyrirspurnir)
Hér og hér eru mín verkefni, en kóðinn er ekki innifalinn, þú verður að skrifa hann sjálfur.
alda en wannes, alda belgíu
Kíktu á http://aldaegils.blogspot.com.
töff setningar
“Good luck at the bad timing awards”. Önnur mini kvikmyndagetraun, Haribo í verðlaun.
bubbi rapp, bubbi í rapp, bubbi nýtt rapp lag, bubbi rappa yo
Maður með svona skelfilegan sérstakan tónlistarsmekk hefði kannski gaman af þessu lagi.
matlock on dvd
Matlock varði alltaf bara saklaust fólk. Nema í einum þætti þá var skjólstæðingurinn sekur, og þá sýndi Matlock sjálfur fram á það í réttarsalnum. Ég held hann hafi aðeins misskilið hlutverk sitt sem lögfræðingur sakborningsins. En já, kíktu á Amazon.
skattkort danmörk
Mættu bara á næstu skattútibú með atvinnusamninginn þinn og þeir redda þessu á staðnum. Getur líka kíkt á skat.dk.
Ef fólk vill fá fleiri ráðleggingar eða svör við spurningum er velkomið að senda mér þær í pósti.
“Good luck at the bad timing awards” er úr mynd nr. 4 af Die Hard sem eru auðvitað allar snilld.
Hitt veit ég ekki 😉