48 klst DVD

Við erum búin að vera að prófa þetta 48 tíma DVD sem maður getur keypt útum allt núna. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta DVD diskar sem maður kaupir á 500 kall, og þeir eiga að eyðileggjast u.þ.b. 48 klst eftir fyrstu spilun. Það er semsagt eitthvað efni í þeim sem dreifist um diskinn við snúninginn og það eyðileggur diskinn. Við tókum tvær myndir síðustu helgi, Rauðhettu og Bandidas og horfðum á þær á sunnudagskvöldið. Svo var Bandidas í gangi í spilaranum í nokkra daga því við gleymdum að slökkva á honum. Núna, 7 dögum seinna, virka báðar myndirnar ennþá fullkomlega. Ég og Daníel erum einmitt að horfa á Rauðhettu núna. Nú verð ég að prófa þetta á hverjum degi til að sjá hvenær eða hvort þetta eyðileggst! Ég reyndi líka að taka aðra mynd, Lucky Number Slevin en þá var vitlaus mynd í pakkanum!

6 thoughts on “48 klst DVD

  1. Alda

    Hmmm… Þetta kom hérna fyrir nokkrum árum síðan. En ég las um daginn einhvers staðar að þeir væru að hætta með þetta því reynslan af þessu væri svo slæm. Man samt ekki af hverju. x

  2. Alda

    … Bandidas var mikil vonbrigði… bara fullt af brjóstum út um allt og varla neitt fyndin. Fannst Slevin skemmtileg þó. x

  3. Friðrik

    Ha! En fáránleg hugmynd!! Af hverju í ósköpunum ætti maður að búa til DVD diska sem eyðileggjast! Og af hverju ætti maður að kaupa svoleiðis diska!!! (Ok ég veit að það er fullmikið af upphrópunum en mér finnst þetta bara svo merkilegt!)

  4. einar Post author

    Þú gerir þér greinilega ekki grein fyrir erfiðleikunum við að skila myndum 🙂 En reyndar er líka mjög þægilegt að geta gripið 2-3 svona myndir og átt þær svo bara næst þegar mann langar að horfa á eitthvað. Svo er bara extra bónus að þær virðast ekkert ætla að eyðileggjast þó við séum löngu búin að horfa á þær 😉

  5. Friðrik

    Þetta er samt svo fáránlegt því það er ekki eins og það sé ódýrara að framleiða diska sem eyðileggjast (örugglega dýrara m.a.s.). Maður veit sem sagt að það væri alveg eins hægt að selja venjulega diska á 500 kr en framleiðendur vilja frekar leggja á sig heilmikla vinnu við að láta diskana skemmast svo við fáum nú örugglega ekki að njóta ódýrra DVD mynda. Jæja, þá er ég hættur að æsa mig 🙂

  6. Alda

    Friðrik: Þetta er ekki svo einfalt að það kosti jafnmikið að framleiða diskana. Kostaðurinn hefur líka með höfundarréttarlög að gera. Þegar maður er að kaupa disk til að eiga er maður að borga hærra “notendagjald á höfundarrétti” en þegar maður er að leigja disk. Hluti af öllum tómum, brennanlegum dvd diskum og tómum upptökuvídeóspólum fer t.d alltaf sem höfundarréttargjald sem er svo skipt á milli kvikmynda og sjónvarpsframleiðanda o.s.frv, þess vegna eru brennanlegir geisladiskar samt svona dýrir.

Comments are closed.