Monthly Archives: January 2007

Meira spam

Jæja, commentaspamið heldur áfram. Virðist allt lenda á þessum pósti sem er frekar skrýtið þar sem ég er nokkuð viss um að enginn hefur linkað á hann. Nú eru komin 76 komment. Sjáum hvað þau fara hátt.

Spam

Hmmm, ég er byrjaður að fá comment spam. Virðist aðallega vera frá einhverjum brjáluðum hundasölumönnum:

“guard dogs for sale”

“yorkshire terrier dogs for sale”

Og svo eru að sjálfsögðu nokkrar auglýsingar um ódýrt Viagra og eitthvað fleira gott stöff.

Árið 2006

Jæja, best að skella inn smá áramótayfirliti, eins og ég gerði í fyrra. Hvað gerðist á árinu 2006?

  • Hætti að vinna hjá TM Software og byrjaði að vinna hjá OMX. Þetta hafði nákvæmlega engin áhrif á daglega starfið hjá mér, OMX keypti bara deildina mína. Ef maður lítur á tímalínuna varðandi þessa yfirtöku þá er hún nokkurnveginn svona:
    1. Libra starfar í rólegheitum á Íslandi
    2. Ég hef störf hjá fyrirtækinu
    3. Risastórt erlent fyrirtæki sýnir Libra mikinn áhuga og endar á að kaupa það

    Tilviljun? Læt aðra um að dæma um það.

  • Daníel byrjaði hjá dagmömmu snemma á árinu. Dagmamman er mjög fín og það gengur vel
  • Við keyptum nýja íbúð í Svarthömrum í Grafarvogi. Tvöfalt stærri en Guðrúnargatan, víðáttubrjálæði, mjög fínt.
  • Daníel varð eins árs í júní
  • Eins árs brúðkaupsafmæli í ágúst.
  • Fór til Svíþjóðar að hitta sænsku samstarfsfélagana í byrjun september
  • Karen í lokaverkefni í allt haust, brjálað að gera en stóð sig mjög vel. Var samt mjög feginn þegar það varð búið
  • Önnur jólin hans Daníels, fékk u.þ.b. 65535 pakka. Ekki mjög spenntur fyrir að opna þá, vildi helst bara fara að leika sér í friði eftir fyrsta pakkann

Jamm, þetta er svona það helsta. Er svona að pæla í hvað ég ætla að gera við þessa síðu, hvort ég eigi bara að loka henni, eða hafa hana bara með einhverjum forritunarverkefnum og CV eða hvað. Ætli ég leyfi henni bara ekki að hanga uppi og skrifi inná hana svona 2svar á ári. Er bara að skrifa núna því ég nenni ekki að gera neitt sérstakt, var að enda við að horfa á The Bachelor, öhh, mjög töff ofbeldismynd í sjónvarpinu og nenni ekki að horfa meira á það. Fór að skoða áramótapistilinn síðan í fyrra og datt í hug að það væri gaman að skrifa einn fyrir 2006 líka. Þannig að, búist við næsta bloggi í byrjun janúar 2008 og gleðilegt ár!