Stundum sér maður fyrirtækjabíla í umferðinni og þeir eru netslóð fyrirtækisins límda einhversstaðar á bílinn, t.d. www.smidurinn.is eða eitthvað svoleiðis. Tilgangurinn er væntanlega að aðrir bílstjórar sjái þetta og vonandi muni eftir því og kíki kannski á það við tækifæri. Þá er gott að vera með einfalda slóð þannig að það séu meiri líkur á að fólk muni eftir henni. Í morgun sáum við hinsvegar fyrirtækisbíl sem var ekki með neinum auglýsingum öðrum en hinni stórkostlegu slóð www.afajcdecaux.is . Þetta er nú auðvelt að muna! Svo var .is rautt til að leggja áherslu á það, svona ef fólk man www.afajcdecaux en bara getur ekki munað á hverju það endaði. Ég og Karen vorum mikið að pæla hvað afajcdecaux gæti eiginlega verið, en það var nú ekkert spennandi, bara fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri útiauglýsinga í götugluggum og á strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. En fyrst þetta er auglýsingafyrirtæki hljóta þeir að vita hvað virkar, þess vegna ætla ég að hætta með einaregilsson.com og fá mér í staðinn xjeincdarwcaux.com
Þú mundir þetta nú samt þ.a. kannski er þetta allt saman útpælt!
já, mjög djúp auglýsingasálfræði þarna í gangi: “Höfum nóg af samhljóðum í röð, fólk getur ekki annað en munað eftir því!”
Það eru greinilega fleir að spá í þessu heldur en þú 😉
http://finnsson.net/?id=15