Karen fór til Danmerkur yfir páskana að hitta Láru vinkonu sína. Ég og Daníel erum hérna heima að passa hvorn annan. Þegar Karen er ekki hérna til að halda aftur af nördinum í mér þá endar það alltaf á því að ég borða allt of mikið af ruslfæði, gosi og nammi, eyði skuggalega miklum tíma í að forrita einhver pet project og vaki fram eftir öllu hangandi í tölvunni eða horfandi á endursýnda þætti á Skjá einum. Einnig er ég hættur að fara í bað og búinn að kaupa mér Svarthöfðahjálm. (Ok, þetta tvennt síðasta er ekki satt, ég fer ennþá í bað. Ennþá…). Það er greinilegt að ég mundi aldrei höndla að búa einn! En Karen kemur aftur á þriðjudaginn og þá fara hlutirnir aftur í eðlilegt horf, það verður fínt!
p.s.
Já, klukkan er í alvörunni 6:51 um morgun þegar ég er að skrifa þetta. Daníel tekur ekkert tillit til þess þótt pabbi hans hafi farið seint að sofa. Við erum nú þegar búnir að borða, fara í bað, og núna er Daníel að æfa sig að labba meðfram hlutum. Morgunstund gefur gull í mund…
Það er gott að vita að þið getið ekki verið án mín… það er líka eins gott að það verði allt eins og það var þegar ég skildi við það, engin starwars-plaköt eða geislasverð!
Eftir ekki svo mörg ár tekur við hálftíma rifrildi á hverjum morgni í 10 – 15 ár við að drusla Daníel fram úr rúminu. Njóttu þess meðan hann nennir fram úr sjálfur. Man eftir því þegar ég var 6 ára að ég vildi alltaf sofa lengur á morgnana og notaði rök eins og “en sjáðu, ég geyspa bara, ég er ekki búin að sofa nógu lengi” við mömmu þegar hún var að reyna að reka mig fram úr.
ehm, reyndi að fara inn á eitthvað gamalt blogg hjá þér og þá bara kom upp síða með “fatal error” og að ég ætti að tilkynna það á emailið þitt ????
Hvað er slóðin á því? Var að gera breytingar sem hafa greinilega ekki virkað nógu vel 😉
Febrúar
Ég er í svipuðum aðstæðum og þú. Er ein og yfirgefin þessa vikuna og er búin að liggja yfir sjónvarpinu og í ruslfæði í 2 daga. Leigði mér Simple Life á dvd(Paris Hilton og Nicole Richie) í gær, það var 6 klst maraþon. 🙂
Ekki alveg það sem ég var búin að plana, ætlaði að vera dugleg að læra 🙁