Gott sjónvarpsefni

Var að horfa á NFS á sunnudaginn. Þar var í gangi einhver fréttaþáttur (surprise) þar sem gaurinn sat bara við borð og var að lesa upp fréttir úr fréttablaðinu. Þetta er það sem ég kalla gott sjónvarpsefni! Maður í sjónvarpi að lesa dagblað! Af hverju er ekki allt sjónvarpsefni svona? Í staðinn fyrir grínþætti gæti verið maður að lesa Andrésblöð í beinni. Í staðinn fyrir spennumyndir gæti verið maður með gott Tarzan blað og myndavél yfir öxlina á sér. Í staðinn fyrir Omega gæti verið mynd af manni að lesa uppúr Biblíunni (hmmm, hljómar kunnuglega). Þetta gæti svínvirkað! Ódýrt og umfram allt gott sjónvarpsefni!

16 thoughts on “Gott sjónvarpsefni

  1. Karen

    hvernig vissi ég að þú myndir skrifa um þetta? NFS skortir greinilega fréttaefniefni og er farið að grípa til örþrifáráða.

  2. Alda.

    Til allra tölvunarfræðinga sem hingað koma:
    Þarf að kaupa “external hard drive” fyrir tölvuna mína. Er eitthvað sem þið mælið sérstaklega með (verð og gæði) ? Þarf allavega 160 GB og er með mac tölvu.

    Kveðja, Alda (Einarssystir)

  3. lauga

    Kúl.. tók ekki strax eftir nýja lúkkinu.. en mér finnst það flottast.. svo þetta brúna 😀
    Nýja lúkkið er samt pínu bilað í kommentunum.. just so you know 🙂

    ps. css er snilld 🙂

  4. lauga

    …eða nei… sorrý.. tek aftur þetta með að lúkkið sé bilað í kommentunum.. málið er náttla að það er hliðarskroll 😛

  5. Alda.

    Takk. uhm.. veit ekki muninn á usb 2 og usb 1 nema þú meinir hvort ég sé með 1 eða 2 usb tengi? Er með 2. Er með Apple G4 Powerbook þannig að býst alveg við að ég sé með nokkuð öflug tengi.

    Hvað er CSS?

  6. Alda.

    Sko. Græna lookið er náttúrulega kúlast en það er bara svo óþægilegt að lesa á því. Mér finnst brúna lookið ekki alveg þú – það er meira svona bókmenntafræðinga blogg eða fyrir fólk sem fílar English Patient og þú fílar ekki English Patient. Nýja lookið er gott finnst mér, betra en gamla bláa (þó svo ég fái nostalgíu í magann þegar ég fer á gamla bláa lookið) en mér finnst samt nýja lookið, gott sem það nú er, samt pínu bankalegt.

  7. einar

    Hmmm já, þessi langi linkur er að eyðileggja lúkkið í Internet Explorer. Virkar í Firefox samt.

    Alda: Haha, lúkk fyrir fólk sem fílar English Patient 😀

  8. einar

    CSS er tækni sem er notuð til að skilgreina útlit á vefsíðu, það er það sem er notað til að geta verið með mismunandi útlit hérna.

  9. Friðrik

    Úps, ég fattaði ekki að ég myndi skemma útlitið með þessum link. Ég er með Firefox en það er samt hliðarskroll.

  10. einar

    Karen: Jamm, ég stal brúna útlitinu, sama útlit og er hjá öglu.

    Friðrik: Það er eðlilegt að það komi hliðarskroll en í Explorer verður hvítt alveg út þar sem textinn nær og rúnnuðu hornin fara öll í steik.

  11. Alda.

    Hef ekki getað notað msn í 2 mánuði núna. Er búin að henda því út nokkrum sinnum og downloada því aftur en kemur alltaf aftur það sama þegar ég reyni að logga mig inn: Sign in to Microsoft Messenger failed because the service is temporarily unavailable. Please try again later. Fyrr má nú vera temporarily. Einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?

  12. Sandra

    Eg fila nyja lookid best. Er alveg sammala Oldu, bruna er bokmenntafraedingalook, voda kosy samt.

Comments are closed.