Wax on, wax off!

Karate Kid á Skjá einum. Snilldarmynd! Þeir ætla að sýna fullt af svona 80’s myndum næstu sunnudaga þannig að þá veit ég hvað ég verð að gera næstu sunnudagskvöld 🙂

4 thoughts on “Wax on, wax off!

  1. Sandra

    Hæ Einar,
    Er linkurinn inn á síðuna hans Daníels horfinn? Ég sé hann allavega ekki. Kannski þarf ég betri gleraugu 😉
    Kveðja, Sandra

  2. alda.

    Hæ. Fór eitthvað að hugsa um playmo og saknaði þín og Friðriks allt í einu svo rosalega mikið. Mundi allt í einu eftir heilu borgunum sem við byggðum í herberginu hans Friðriks og risaeðlunum hans og drullumalls bílaleikjunum út í garði hjá okkur og indíánplaymóinu þínu… Oh, langar í playmó. Í þá daga ætlaði Friðrik að verða flugmaður eða lestarstjóri og ég ætlaði að verða fornleifafræðingur. Hvað ætlaðir þú að verða þá?

  3. einar

    Þegar ég var lítill dreymdi mig alltaf um að verða tölvunarfræðingur sem skrifaði fjármálahugbúnað. Og draumurinn rættist! Ótrúlegt!

    Nei, reyndar ætlaði ég að verða sjómaður, mjög töff sjómaður, soldið eins og sjóræningi jafnvel.

Comments are closed.