Bíóvísitala

Ætlaði á Johnny Cash myndina um daginn en þá var Gísli búinn að sjá hana þannig að við ákváðum að finna eitthvað annað. Þegar ég skoðaði bíóauglýsingarnar þá var ekkert nema krapp þar og svo King Kong. Þá fór ég að pæla að það væri nú gott að hafa svona bíóvísitölu sem segði manni hvort það væri mikið af góðu stöffi í bíó. Þá væri einhver grunntala í vísitölunni, t.d. 500 og svo færi hún hækkandi eða lækkandi miðað við hvernig myndir væru í bíó á hverjum tíma. Það væru þá ákveðnir hlutir í myndunum sem gætu haft áhrif á vísitöluna, t.d.:

  • Meryl Streep, Sally Field, Madonna, Julia Roberts: -40 stig hver
  • Samkynhneigðir kúrekar: -20 stig
  • Vélmenni: +10 stig
  • Geimverur: +10 stig
  • Zombies: +30 stig
  • Geimverur sem taka yfir fólk og fara að stjórna því: +15 stig
  • Eitthvað sem hefur “Fast” og/eða “Furious” í nafninu: -20 stig
  • Ofbeldi: +10
  • Risavaxin górilla: +30 stig
  • Búningamynd: -30 stig
  • Hryllingsmynd: +20 stig
  • Johnny Cash: +15 stig
  • Vin Diesel: -20 stig
  • Framhaldsmynd: (númer myndar * -10 stig)
  • Fjölskyldumynd: -5 stig
  • Einstæð móðir sem er hetja: -10 stig
  • Steve Buscemi: +30 stig
  • Disney: +5 stig
  • Endurgerð: -5 stig
  • Mafían: +15 stig
  • Börn: -10 stig
  • Gamalt fólk: -20 stig (nema ef gamlir vitrir karatemeistarar, þá +30)
  • Drama: -10 stig
  • Lengri en 2 og hálfur tími: -5 stig
  • Ástarsaga: -10 stig
  • James Bond: -5 stig
  • Fólk í fitubúningum: -30 stig
  • Chuck Norris: +400 stig
  • Karlar í konufötum: -30 stig
  • Steve Martin: -20 stig
  • Ævintýramynd: +5
  • Steven Spielberg: +10
  • Ofurhetjur: +10 stig (+50 ef Batman)
  • …og eitthvað fleira

Þannig ef að við tækjum t.d. vísitöluna miðað við nokkrar myndir núna:

  • Casanova (-30 búningamynd, -10 ástarsaga) = -40
  • Final Destination 3 (+20 hryllingsmynd, 3 * -10 framhaldsmynd) = -10
  • Bambi 2 (+5 Disney, 2 * -10 framhaldsmynd) = -15
  • North Country (-10 einstæð móðir, -10 drama) = -20
  • Munich (+10 Steven Spielberg, -10 drama) = 0
  • Pride and Prejudice (-30 búningamynd, -10 ástarsaga) = -40
  • King Kong (+30 risagórilla, +10 ofbeldi, -5 lengri en 2,5 klst) = +35
  • Chronicles of Narnia (+5 ævintýramynd, -10 börn, -5 fjölskyldumynd) = -10
  • Cheaper by the Dozen 2 (2 * -10 framhaldsmynd, -5 fjölskyldumynd, -20 Steve Martin) = -45
  • The Fog (+20 hryllingsmynd, -5 Endurgerð ) = +15
  • Brokeback Mountain (-20 samkynhneigðir kúrekar, -10 ástarsaga, -10 drama) = -40
  • Memoirs of a Geisha (-10 drama, -30 búningamynd) = -40

-40 – 10 – 15 -20 + 0 -40 + 35 – 10 – 45 + 15 – 40 – 40 = -210

500 – 210 = 290

Bíóvísitalan er semsagt núna 290 og er í sögulegu lágmarki => Núna er augljóslega ekki góður tími til að fara í bíó!

55 thoughts on “Bíóvísitala

  1. Guðrún Lára

    Takk fyrir þessar mjög svo hagnýtu upplýsingar. Þú átt skilið mörg orkustig fyrir að leggja þessa samantekt á þig 😀

  2. ingi

    ánægður með þetta , taka þessa vísitölu oftar einsi ….
    það er líka alveg grap í bíó núna
    takk fyrir þetta..
    svo er líka audda steven segal 400 í plús eins og Norris

  3. Leifur

    Vá, það þarf bara að gera hryllingsmynd sem heitir “Batman and King Kong united” og láta Chuck Norris leika batman og þá ertu búinn að redda bíóinu í fleiri vikur, skil ekki af hverju það er ekki búið að gera þetta.

  4. James BOnd

    James Bond er FÖkking Svalur, Annað en þú fokking ógeðslegi ófindni Búðingur! ég fæ – 50000 fyrir að hafa nent að lesa þetta ógesðegla glataða BLOGG VONABí

  5. Anonymous

    Þú sem sagt getur talað fyrir allt fólk á landinu, hvað veist þú nema að einhverju fólki finnist eitthvað af þessu skemmtilegt. Ég held það sé ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en fólk sem að alhæfir hlutina. Það er til orð sem er stundum notað í daglegu tali og það er orðið afstætt. Allt þetta sem þú varst t.d. að skrifa er afstætt, kannski finnst þér þetta en ekki öðru fóli.:S

  6. Victor Ingi

    Þetta er ein mesta snilld sem ég hef lesið í dag…. rólegir þið fílupúkarnir sem eruð að grenja hérna á þessum skoðunum… með þessu grenji meigiði bara þakka fyrir að fara ekki á túr…. þetta er algjör snilld og mjög gaman að lesa þetta

  7. Gestur

    Ha ha, þó ég sé alls ekki sammála þessu öllu þá verð ég samt að segja að þetta var stórfyndið 8). Það væri ekki verra ef að þetta yrði reglulegur þáttur á þessari síðu.

  8. Einar Þór

    Mér finnst þetta snilld. Þú ættir hafa þetta að reglulegum lið. Ég skil að einhverjum finnst þetta afstætt og svoleiðis en þetta er skemmtilegt. Ef maður mætti ekki blogga um eitthvað sem er afstætt hvernig í fjandanum myndu blogg þá hljóma. “Ég fór í sund í gær, það var gaman (þrátt fyrir að sumum finnst gaman að fara í sund og þess vegna ekki sniðugt hjá mér að vera að staðhæfa að það hafi í raun verið gaman að fara í sund) og eftir sundið fór ég til vinar míns, Jóns sem mér finnst skemmtilegur (þrátt fyrir að sumu fólki finnst hann vera leiðinlegur þannig að þessi staðhæfing mín um að hann sé skemmtilegur skerst á við kenninguna um að allt sé afstætt svo að gleymið því bara að ég hafi sagt að hann hafi verið skemmtilegur).” Svona blogg væru mjög tímafrek að lesa og þó að sumum finnast þau fyndin þá finnst greinilega öðrum þau ekki fyndin, er það þá afstætt?? Er þessi skoðun mín afstæð?? Seg þú mér!

  9. Kalli

    Hreint afbragð. Gott að vita að einhverjum þykir vænt um haf þjóðarinnar og samborgara sinna.

    Það er samt stór galli sem ég tók eftir: sjóræningjar gefa plús stig. Og plús stig fyrir sjóræningja ættu að margfaldast við ninjur og uppvakninga ekki satt?

  10. Benni

    S.k. þessu er The Fog betri en allar myndirnar fyrir utan King Kong.
    Rosaleg frammistaða hjá The Fog, ég skil þetta ekki.

  11. whee

    omg, vissiru ekki að random vin diesel facts kom á undan chuck norris.. þess vegna er +500 stig fyrir vin diesel, því hann er bestur

    There is no “I” in team. There are two “I”s in Vin Diesel. Fuck you, team.

  12. Kristján

    Já heyrðu…
    Steven Segal og Chuck Norris ættu bæði að gefa af sér -100 stig, þar sem þeir eru ömurlegir, og svo er það The Fog sem er lágkúrulegasta afsökun að kalla það bíómynd, hvað þá hryllingsmynd.;)

  13. Sindri F

    held samt að það sé eitthvað varið í Final Destonation3. Annars ætla ég að bíða eftir Slither.

    Hryllings +20
    Zombies +30
    Geimverur +10
    Ofbeldi +10

    og svo eitthvað fleira sem ég nenni ekki að muna núna

  14. einar

    James B0nd: Takk fyrir þitt innlegg í þessa umræðu.

    Nafnlaus kl. 00:32: Ég veit að þetta er allt afstætt og að öðru fólki finnst kannski einhverjar af þessum myndum skemmtilegar. En þetta er mitt blogg og auðvitað gef ég stig eftir því sem mér finnst skemmtilegt, ekki öðrum. Þér er velkomið að breyta öllum plúsum í mínusa og mínusum í plúsa og sjá hvort þér finnst vísitalan henta þér betur þá. Þá yrði mynd með Sally Field sem einstæðri móður sem ætti samkynhneigðan kúrekason besta mynd í heimi, það væri kannski fínt :).

    Kalli: Já, ég gleymdi klárlega sjóræningjum og ninjum! + 30 fyrir hvort. Svo þyrfti að vera einhver svona margföldunarstuðull inní þessu líka, t.d. fjöldi ninja * magn ofbeldis.

    Já, og ég er ekki þessi Einar Þór sem kommentaði áðan, þó ég heit reyndar líka Einar Þór 🙂

  15. Bænarí

    Þetta er með betri hugmyndum sem ég hef heyrt lengi, þó svo að ég sé ekki 100% sammála úthlutun stiga 🙂

    Aðallega finnst mér hálf scary að vísitalan standi í 290 stigum, finnst að hún ætti að vera nær 50, þar sem að það er alveg rosalega slappt úrval af myndum í boði í dag.

    En annars, til hamingju með að hafa lent á b2 og fengið nokkra slefandi óvita í kommentakerfið hjá þér 🙂

  16. Bósi

    það er greinilegt að þú hefur ekki HUNDSVIT á bíómyndum… það skiptir ekki máli hverjir leika í henni, hver leikstýrir eða skrifar handritið, hvort það er einhver leikari sem fer í taugarnar á ÞÉR þá eru aðrir sem fíla viðkomandi. Hvernig væri nú ef þú hugsaðir aðeins betur hvað þú ert að fara skrifa áður en þú “postar” því inn á bloggsíðuna þína sem er btw frekar slöpp :S
    Þú ættir að skammast þín fyrir þetta og ættir að kynna þér betur um hvað myndirnar eru áður en þú dæmir þær! DONT JUDGE A BOOK BY ITS COVER ASSHOLE!

  17. herra gaur

    The Fog skorara sem sagt hærra í þessu kjaftæði heldur en Munich og allar aðrar myndir sem eru drama á þessum lista bara af því að hún er hryllingsmynd?? Það er ekki skrítið að ruslmyndir eins og The Fog séu í bíó þegar fólk er jafn heimskt og þú.

  18. Dave

    Þú ert fáviti drengur. Þú hefur greinilega ekkert vit á kvikmyndum. 😀 Þú ert ein af mörgum sem styðja lágmenningu íslands sem þíðir að greindarvísitalan þín er humm….

    100(er standard)-50(fyrir að fíla lágmenningu)+20(fyrir að hafa lifað fæðingu)+1(fyrir að vera KK)-26(blogga)+5(kunna 5sinnum töfluna)

    Það var það sem mér grunaði 50
    Sem þíðir að þú ert ekki rosalega gáfaður og ég myndi bara hætta að blogga og hætta að tjá þig ef ég væri þú.

    NIÐUR MEÐ LÁGMENNINGU!! *kapla*

  19. Brynja

    Vá hvað þú ert með lélegan bíómynda smekk…… ég get engan veginn séð að geimverur, risavaxnar górillur og zombies séu + stig……. þú ert greinilega fastur í 10-12 ára pakkanum, kæmi mér ekki á óvart ef þú sért duglegur við leika við litla frænda því hann á svo flotta action man kalla…
    Engin leiðindi samt.
    Sniðug hugmynd samt með bíóvísitölu.

  20. doddi

    er ekki í lagi með fólk!? þetta er hans síða og því ætti hann að hafa rétt á að skrifa það sem honum langar að skrifa! ef það er einhver lágmenning í gangi þá er það hjá því fólki sem finnst það knúið til að skrifa hér inn og drulla yfir þennan eflaust ágæta dreng sem ég þekki ekki neitt og síðuna hans. eigum við ekki bara að leggja niður blogg ef enginn má skrifa það sem honum langar að skrifa!? hættið að skoða b2 ef þið fílið ekki síðurnar sem er linkað í! ég segi bara áfram einar þór og bíóvísitalan!

  21. Bænarí

    Ein sérlega skemmtileg leið til að ritskoða slefandi óvita sem eru með leiðindi í kommentakerfum, er að fjarlægja alla sérhljóða úr innleggi þeirra.

    Þannig myndi innlegið frá Dave hljóma ca. svona

    “Þ rt fvt drngr. Þ hfr grnlg kkrt vt kvkmyndm. Þ rt n f mrgm sm stðj lgmnnng slnds sm þðr ð grndrvstln þn r hmm….

    100(r stndrd)-50(frr ð fl lgmnnng)+20(frr ð hf lfð fðng)+1(frr ð vr KK)-26(blgg)+5(knn 5snnm tfln)

    Þð vr þð sm mr grnð 50
    Sm þðr ð þ rt kk rslg gfðr g g mynd br htt ð blgg g htt ð tj þg f é vær þ.

    NÐUR MÐ LGMNNNG!! *kpl*”


    Það sem er kannski einna áhugaverðast við þetta er að gildi innihaldsins er u.þ.b. það sama og það var fyrir ritskoðun 🙂

  22. Kristín

    Haha ágætis hugmynd en ég mundi gefa -100 fyrir geimverur og vélmenni og Steven Spielberg og þetta kjaftæði allt, þoli það ekki!!! En það er bara mín skoðun

  23. nesi

    Þú áttar þig samt á því að samkvæmt þessu er Godfather: Part II (+10 ofbeldi, -20 framhaldsmynd, +15 mafían, -5 lengri en 2 og hálfur tími, -10 drama) = -10. Annars ætla ég ekkert að vera að setja út á svona lista sem er augljóslega aðallega gerður til gamans.

  24. einar

    Bænarí: Eiginlega er meira gildi í innlegginu frá honum svona, því þetta:

    100(r stndrd)-50(frr ð fl lgmnnng)+20(frr ð hf lfð fðng)+1(frr ð vr KK)-26(blgg)+5(knn 5snnm tfln)

    lítur út eins og mjög flókin og gáfuleg stærðfræðiformúla!

    Varðandi það að vísitalan ætti að vera 50, hún er náttúrulega með grunntölu 500 þannig að 290 == -210 frá miðgildi sem er nú frekar lágt!

  25. Fjandakornið

    Bara það að The Fog fái +15 segir ýmislegt um þessa vísitölu… The Fog er á bottom 100 lista imdb.com og ein versta ræma sem ég hef á ævinni séð…

  26. Hrefna

    Það eru aldeilis viðbrögð sem þetta bíó-kommentakerfi þitt hefur vakið ! Ég segi nú fyrir mig að ég vildi bara gjarnan sjá eina væna mynd í kvöld þar sem SaLLY Field og Maryl Streep eru vinkonur og Sally einstæða móðirin með þennan samkynhneigða kúrekason og Maryl ætti barn með andstöðuþrjóskuröskun og líka fatlaðan föður og svo ættu þær Juliu Roberts fyrir frænku sem er vísindamaður (og á vanþroska barn ) og hún væri að rannsaka afstæðið í heilamengi þeirra sem láta bloggsíður annarra fara í pirrurnar á sér—- og svo kæmi Sylvester Stallone og rændi þeim öllum því hann væri genginn í lið með geimverum. Þá væri nú kvöldinu reddað hjá mér.:)

  27. Karen

    Einar minn, þetta er ekkert nema snilld enda vita þeir sem þekkja þig að þú ert drepfyndin karakter! Skil samt ekki þessa beiskju í sumum sem eru að kommeta hérna. Annars finnst mér eiginlega langskemmtilegast að lesa kommentin sem fylgja færslunni 😀 Þetta væri engann veginn eins fyndið án aulanna sem eru að setja úta á þetta!

  28. Karen

    …humm ekki ósvipað og á huga þar sem 12 ára gelgjur eru að rífast út í rauðann dauðann af því að þau fatta ekki djókið 8)

  29. Anonymous

    Mættir ahuga samlaninguna hjá þér, einhverra hluta vegna fæ ég út -230, sem sem lækkar vísitöluna niður í 270, but that’s all me.

  30. HlynurS

    Þú áttar þig á því að Munich er leikstýrð af Quentin Tarantino en ekki Steven Spielberg og auk þess er þetta hryllingsmynd en ekki drama mynd…

    -1.000.000 stig á þessa vísitölu

  31. Ásgeir

    Þú ert alveg yfirnáttúrulega heimsk manneskja, hversu heimskur getur einn maður verið? Eða hversu mikilli sæmd vill einn maður hrinda frá sér í tilraun til þess að REYNA að vera fyndinn? :S

  32. Hkon

    “Vá, það þarf bara að gera hryllingsmynd sem heitir “Batman and King Kong united” og láta Chuck Norris leika batman og þá ertu búinn að redda bíóinu í fleiri vikur, skil ekki af hverju það er ekki búið að gera þetta.”
    og láta steven spielberg leikstýra og svo verður geimverum rænt af vélmenna mafíunni 🙂

  33. Lindablinda

    Það sem fólk getur verið að æsa sig yfir.:D Það sem hræðir mig þó hvað mest, er fólk sem kallar annað fólk fávita, en kann svo hvorki íslensku né réttritun!! En….Skemmtileg pæling með vísitöluna – væri ekki hægt að gera þetta með eitthvað fleira sem er í boði?

  34. Edda Birna frænka

    Hæ! en sniðugt að finna þig á b2.is, ég tæki að ofan fyrir þér ef ég væri með hatt en í staðinn tek ég af mér headsettið! Mazeltov! ég hefði aldrei nennt þessu…

  35. Sandra

    Þú hrisstir aldeilis upp í fólki hérna. Það er algjör snilld að lesa skoðanir fólks á þér (þó það hafi ekki hugmynd um hver þú ert) 😀 Áfram Einar og bloggið

Comments are closed.