Langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna inn. Svo núna ætla ég að skrifa eitthvað sniðugt:
…
…hmmmmmmm…..
…jæjja…
…Ok, ég hef ekkert að segja. Þið megið búast við næsta æsispennandi bloggi eftir 2-3 vikur.
Langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna inn. Svo núna ætla ég að skrifa eitthvað sniðugt:
…
…hmmmmmmm…..
…jæjja…
…Ok, ég hef ekkert að segja. Þið megið búast við næsta æsispennandi bloggi eftir 2-3 vikur.
Nú er ég búinn að skrifa svakalegasta forrit sem ég hef nokkurntímann gert.
Þetta forrit tekur venjulegar setningar og breytir þeim í Yoda setningar! T.d. setningin “Þú ert eitthvað skrýtinn!” verður “Eitthvað skrýtinn, þú ert!” og “Þú þarft virkilega að finna þér nýtt áhugamál” verður “Virkilega að finna þér nýtt áhugamál, þú þarft”. Mjög gagnlegt!
Ég var að syngja fyrir Daníel um daginn til að svæfa hann þegar Karen benti mér á að það væri nú ekki huggulegasti textinn sem ég væri að syngja fyrir hann. Ég var að syngja Stál og hnífur sem er með línunum “… við höfnina bátur vaggar rótt, í nótt, MUN ÉG DEYJA!”. Skiptir kannski ekki máli núna þegar Daníel er svona lítill en gæti orðið verra þegar hann fer að skilja textann. Önnur lög sem hafa verið tekið út af sönglistanum:
Neibb, héðan í frá verður það bara Bíbí og blaka!
Fór með Gísla á bíó í gær. Ætluðum að fara á King Kong en misstum af henni kl. 9 og þar sem hún er u.þ.b. 4 sólarhringa löng þá nenntum við ekki að fara á hana kl. 10. Fórum á Hostel í staðinn, hún var fín, miklu betri en ég bjóst við. Sáum nokkra trailera á undan, flesta fyrir grínmyndir sem ég hef engan áhuga á. Áður en lengra er haldið þá eru hér 3 hlutir sem benda til þess að grínmynd sé léleg:
Hversu oft getur maður hlegið að sömu þreyttu bröndurunum um karla í kjólum? “HAHAHA, hann er að RAKA Á SÉR LAPPIRNAR!!” Neibb, ekki fyndið.
Sumum virðist finnast það fyndnasta í heimi að sjá fólk sem er grannt og fallegt í risastórum fitubúningum. “HAHAHA, það er eins og hann sé FEITUR!!”. Hvernig væri að leyfa bara feitu fólki að fá feitafólkshlutverkin í myndum?
Í 95% tilfella eru framhaldsmyndir helmingi ófyndnari en upprunalegu myndirnar og það er engin önnur ástæða fyrir þeim en að græða peninga. American Pie myndirnar eru gott dæmi um þetta.
Og hvaða mynd ætli ég hafi svo séð auglýsingu fyrir? Jamm, Big Momma’s House 2! Mynd sem tekst að sameina alla verstu hlutina við grínmyndir í einni mynd. Framhaldsmynd um grannan karl sem þykist vera feit kona!
p.s.
Sá líka auglýsingar um tvær nýjar Steve Martin myndir, Cheaper By The Dozen 2 og Pink Panther. Steve Martin minnir mig á “Grínkonuna” í Stelpunum: Alltaf hress, aldrei fyndinn!
Jæja, þetta er búið að vera ansi viðburðaríkt ár. Í tímaröð:
Verðu erfitt að toppa síðasta ár en vonandi verður jafnmikið fjör á árinu 2006. Gleðilegt ár! 🙂