Fjöldamorðingi

Var að horfa á auglýsingar í sjónvarpinu áðan. Þá kom auglýsing um nýja íslenska spennusögu:

“Afturelding”

“Fjöldamorðingi er laus. Fórnarlömb hans eru…

…GÆSAVEIÐIMENN!”

Ég er ekki viss af hverju mér finnst svona fyndið að fjöldamorðingi sé að eltast við gæsaveiðimenn, en mér finnst það a.m.k. mjög fyndið. Svo kom mynd af einhverjum svona gæsaveiðitöffara í lopapeysu með derhúfu að góna útí loftið og svo var hann skotinn. Örugglega snilldar bók!

4 thoughts on “Fjöldamorðingi

  1. Alda

    í öllum öðrum löndum væru veiðimennirnir allavegana að veiða / skjóta eitthvað meira cool en gæsir eða kindur.

Comments are closed.