Jæja, búinn með tölvugrafík prófið. Ekki hægt að byrja að læra strax eftir próf þannig að ég nýtti tímann til að búa til svona random quote á síðuna, sést hérna niðri til vinstri. Kvótin eru úr myndum sem mér þykja fyndnar, eða frá rithöfundum og grínistum. Nafn höfundarins er yfirleitt linkur á síðuna fyrir hann, eða fyrir myndina ef þetta er kvikmyndakvót. Kvikmyndakvótin meika reyndar örugglega ekkert sens ef maður hefur ekki séð myndirnar sem þau eru úr 🙂 Reyni sennilega fljótlega að setja inn eitthvað form þar sem gestir geta slegið inn ný kvót. Kannski eftir næsta próf 😉
Monthly Archives: October 2004
Vantar ísskáp
Erum að leita okkur að nýjum ísskáp, þar gamli ísskápurinn okkar er orðinn hálf slappur en það þarf einmitt að affrysta hann á um það bil 17 sekúndna fresti. Sem er kannski ekki skrýtið þar sem hann er rétt rúmlega 300 ára gamall (Ok, ekki alveg, en er orðinn 50 ára). Mjög töff ísskápur samt, heitir Kelvinator, svona næstum því eins og Terminator, myndi helst vilja hafa hann áfram ef frystirinn væri ekki bilaður. Ætlum að kaupa notaðan ísskáp en það er ekkert auðvelt, sérstaklega ekki þegar fólk setur svona snilldarauglýsingar í blaðið eins og í dag:
Árs gamall Ariston ísskápur til sölu, vel með farinn, 150×56, selst á um 20.000 kr.
Hmmm. Skyldi þessum manni ganga vel að selja ísskápinn sinn? Gengi örugglega betur ef hann mundi setja SÍMANÚMER Í AUGLÝSINGUNA SÍNA!! Hann situr örugglega heima hjá sér núna og hugsar: “Skrýtið, enginn er búinn að giska á símanúmerið mitt ennþá…”
…og núna er ég farinn aftur að læra stærðfræðigreiningu.
Ný útlit
Var að skoða www.csszengarden.com og ákvað að skella inn nýju útliti á síðuna mína. Það má sjá mismunandi útlitin með því að smella á útlitslinkana í vinstri valmyndinni.
Þráðlaust rafmagn
Hvenær ætlar einhver að drullast til að finna upp þráðlaust rafmagn??? Ég er orðinn hundleiður á þessu snúruveseni!