Jæja, búinn með tölvugrafík prófið. Ekki hægt að byrja að læra strax eftir próf þannig að ég nýtti tímann til að búa til svona random quote á síðuna, sést hérna niðri til vinstri. Kvótin eru úr myndum sem mér þykja fyndnar, eða frá rithöfundum og grínistum. Nafn höfundarins er yfirleitt linkur á síðuna fyrir hann, eða fyrir myndina ef þetta er kvikmyndakvót. Kvikmyndakvótin meika reyndar örugglega ekkert sens ef maður hefur ekki séð myndirnar sem þau eru úr 🙂 Reyni sennilega fljótlega að setja inn eitthvað form þar sem gestir geta slegið inn ný kvót. Kannski eftir næsta próf 😉