Stundum sér maður trailer fyrir kvikmynd sem maður vissi ekki af og hugsar með sér að maður verði að sjá þessa mynd. Aðrar myndir eru þannig að maður þarf ekki einu sinni að sjá trailerinn, það er nóg að heyra nafnið til að vita að þær munu verða snilld. Gott dæmi um þetta er myndin Snakes on a plane sem er væntanleg í bíó. Hvernig gæti þessi mynd verið nokkuð annað en snilld? Snakes on a plane? Maður veit strax um hvað hún er, það eru snákar, það er flugvél, snákarnir eru í flugvélinni. Og í þokkabót leikur Samuel L. Jackson í henni. Þetta verður klárlega mynd ársins!
Síðustu vikur
Hmmm, ansi langt síðan ég hef skrifað eitthvað hingað inn! Þetta gæti orðið ansi langt blogg þannig að ég hef það í 6 köflum og byrja á kafla 4.
Kafli 4: Nýtt hús
Við erum búin að kaupa okkur íbúð! Við erum búin að liggja yfir fasteignaauglýsinum á hverjum degi í marga mánuði. Á fimmtudaginn í þarsíðustu viku sáum við svo íbúð í Svarthömrum í Grafarvogi sem okkur leist mjög vel á. Hún er á annarri hæð, er ekki langt inní Grafarvogi, er 4ja herbergja (flestar sem við skoðuðum voru 3ja herbergja), er með suðursvalir, sérinngangi og er í fínu ástandi. Ekki spillir svo fyrir að íbúðin er bara tveim húsum frá Völu og Hjalta :). Við skoðuðum hana á sunnudeginum, gerðum tilboð á mánudeginum, eigandinn gerði gagntilboð og við skrifuðum undir endanlegt kauptilboð á þriðjudeginum. Svo fór eitthvað svona íbúðalánasjóðsferli í gang og við skrifuðum undir kaupsamninginn núna á mánudaginn. Við fáum hana sennilega afhenta 1. maí, en í seinasta lagi 7. maí.
Kafli 5: Sýklarnir gera árás
Á laugardaginn síðasta urðum við öll veik, ég, Karen og Daníel. Ég og Karen fengum gubbupest og Daníel fékk hita. Ég hélt ég væri orðinn hress á mánudaginn og fór uppí vinnu í hálftíma á fund en svo þurftum við að fara með Daníel til læknis því hitinn hjá honum var að rjúka svo mikið upp. Á mánudagskvöldið var ég aftur kominn með hita og er búinn að vera með hann + hausverk og beinverki síðan. Daníel er búinn að vera með háan hita en er laus við hann núna (sjúkrasögu Daníels má lesa í smáatriðum á síðunni hans). Þannig að það er bara búið að vera slappleiki, andvökunætur og hor í lítratali síðustu daga.
Kafli 6: Einar snýr aftur til vinnu
Þessi kafli byrjar vonandi á morgun! Er búinn að vera heima í 5 daga (fyrir utan að fara og skrifa undir kaupsamninginn) og er kominn með snert af cabin fever. Það er takmarkað hversu mikið af E! maður getur horft á í sjónvarpinu. Ég veit orðið óeðlilega mikið um einkalíf Jessicu Simpson. Ég horfði meira að segja á Heil og Sæl endursýnt á Skjá einum í morgun! Að komast aftur í vinnuna verður bara eins og að fara í frí!
Gott sjónvarpsefni
Var að horfa á NFS á sunnudaginn. Þar var í gangi einhver fréttaþáttur (surprise) þar sem gaurinn sat bara við borð og var að lesa upp fréttir úr fréttablaðinu. Þetta er það sem ég kalla gott sjónvarpsefni! Maður í sjónvarpi að lesa dagblað! Af hverju er ekki allt sjónvarpsefni svona? Í staðinn fyrir grínþætti gæti verið maður að lesa Andrésblöð í beinni. Í staðinn fyrir spennumyndir gæti verið maður með gott Tarzan blað og myndavél yfir öxlina á sér. Í staðinn fyrir Omega gæti verið mynd af manni að lesa uppúr Biblíunni (hmmm, hljómar kunnuglega). Þetta gæti svínvirkað! Ódýrt og umfram allt gott sjónvarpsefni!
Wax on, wax off!
Karate Kid á Skjá einum. Snilldarmynd! Þeir ætla að sýna fullt af svona 80’s myndum næstu sunnudaga þannig að þá veit ég hvað ég verð að gera næstu sunnudagskvöld 🙂
Tóm comment
Einhver krapp bot frá http://vefsofnun.bok.hi.is kom inná síðuna mína og skildi eftir tóm comment á hverja einustu færslu á forsíðunni. Galli í síðunni hjá mér að GET fyrirspurnir á commentasíðuna geta skráð tóm comment. Búinn að laga það núna en þurfti fyrst að henda út 15 tómum commentum!
Saddam í hungurverkfalli
Sá í fréttablaðinu að Saddam Hussein er hættur í hungurverkfalli eftir 11 daga. Það er nú gott! Ég var búinn að hafa miklar áhyggjur af honum!
Viðbrögð við bíóvísitölu
“Þessi bíóvísitala þín er drasl.”
“Þetta er það ömurlegasta sem ég hef séð!”
“… þú fokking ógeðslegi ófindni Búðingur!”
“…greinilegt að þú hefur ekki HUNDSVIT á bíómyndum…”
“Þú ættir að skammast þín fyrir þetta…”
“DONT JUDGE A BOOK BY ITS COVER ASSHOLE!”
“…þegar fólk er jafn heimskt og þú.”
“Þú ert fáviti drengur.”
“Vá hvað þú ert með lélegan bíómynda smekk…”
“Þú ert alveg yfirnáttúrulega heimsk manneskja, hversu heimskur getur einn maður verið?”
“…hversu mikilli sæmd vill einn maður hrinda frá sér í tilraun til þess að REYNA að vera fyndinn?” [Tilraun er skv. skilgreiningu að reyna eitthvað. Ég er semsagt að reyna að reyna að vera fyndinn. Vonandi tókst mér að reyna það. -Einar]
Ekki voru allir jafn hrifnir af bíóvísitölunni…
Mér sýnist samt að fólk hafi aðallega skipst í 3 flokka:
- Þeim sem fannst þetta fyndið. Voru sumir ósammála stigagjöfinni en voru a.m.k. ekki að taka þetta of alvarlega.
- Þeim sem fannst þetta ömurlegt og ég vera fáviti. Þetta var fólk sem var móðgað útaf einstökum atriðum eða sem fannst hugmyndin bara almennt glötuð. Tóku þetta mjög alvarlega!
- Þeir sem urðu sárir yfir þessu. Þetta finnst mér skrýtnasti hópurinn. Komment eins og:
“Þú sem sagt getur talað fyrir allt fólk á landinu, hvað veist þú nema að einhverju fólki finnist eitthvað af þessu skemmtilegt.”“kannski finnst þér þetta en ekki öðru fóli”
“það skiptir ekki máli hverjir leika í henni, hver leikstýrir eða skrifar handritið, hvort það er einhver leikari sem fer í taugarnar á ÞÉR þá eru aðrir sem fíla viðkomandi. Hvernig væri nú ef þú hugsaðir aðeins betur hvað þú ert að fara skrifa áður en þú “postar” því inn á bloggsíðuna”
Þetta finnst mér skrýtnast af öllu. Maður má semsagt ekki skrifa það sem manni finnst af því að “kannski finnst öðrum þetta skemmtilegt”. Auðvitað er þetta bara mín skoðun, ekki skoðun allra í heiminum. Ég hefði haldið að fólk mundi fatta það, en nei, greinilega ekki. Hérna
er smá hint um hvernig má þekkja í sundur hvað er bara mín skoðun og hvað er algildur sannleikur: Ef þið eruð að lesa færslu sem er skrifuð af mér, á minni bloggsíðu, með nafninu mínu undir, þá er það bara mín skoðun!
Og í lokin, uppáhalds kommentið mitt:
“Sem þíðir að þú ert ekki rosalega gáfaður og ég myndi bara hætta að blogga og hætta að tjá þig ef ég væri þú.NIÐUR MEÐ LÁGMENNINGU!! *kapla*”
Alltaf gaman þegar einhver er að segja manni að maður sé ekki gáfaður og endar svo kommentið á að skrifa *kapla*, það ber vott um himinháa greindarvísitölu. Já, við skulum öll kapla saman lófunum fyrir því hvað þetta var gott komment og hvað hann sagði mér vel til syndanna! *kapl* Hver veit, við gætum jafnvel staplað niður fótunum líka! *stapl*
[Athugið að það er bara mín skoðun að þetta hafi verið gott komment. Öðru fólki gæti þótt þetta komment vera lélegt, sæmilegt eða ágætt og þeirra skoðun á alveg jafn mikinn rétt á sér og mín. Þetta er allt afstætt. [Athugið að það er bara mín skoðun að þetta sé allt afstætt. Öðru fólki … o.s.fv.]]
Bíóvísitala
Ætlaði á Johnny Cash myndina um daginn en þá var Gísli búinn að sjá hana þannig að við ákváðum að finna eitthvað annað. Þegar ég skoðaði bíóauglýsingarnar þá var ekkert nema krapp þar og svo King Kong. Þá fór ég að pæla að það væri nú gott að hafa svona bíóvísitölu sem segði manni hvort það væri mikið af góðu stöffi í bíó. Þá væri einhver grunntala í vísitölunni, t.d. 500 og svo færi hún hækkandi eða lækkandi miðað við hvernig myndir væru í bíó á hverjum tíma. Það væru þá ákveðnir hlutir í myndunum sem gætu haft áhrif á vísitöluna, t.d.:
- Meryl Streep, Sally Field, Madonna, Julia Roberts: -40 stig hver
- Samkynhneigðir kúrekar: -20 stig
- Vélmenni: +10 stig
- Geimverur: +10 stig
- Zombies: +30 stig
- Geimverur sem taka yfir fólk og fara að stjórna því: +15 stig
- Eitthvað sem hefur “Fast” og/eða “Furious” í nafninu: -20 stig
- Ofbeldi: +10
- Risavaxin górilla: +30 stig
- Búningamynd: -30 stig
- Hryllingsmynd: +20 stig
- Johnny Cash: +15 stig
- Vin Diesel: -20 stig
- Framhaldsmynd: (númer myndar * -10 stig)
- Fjölskyldumynd: -5 stig
- Einstæð móðir sem er hetja: -10 stig
- Steve Buscemi: +30 stig
- Disney: +5 stig
- Endurgerð: -5 stig
- Mafían: +15 stig
- Börn: -10 stig
- Gamalt fólk: -20 stig (nema ef gamlir vitrir karatemeistarar, þá +30)
- Drama: -10 stig
- Lengri en 2 og hálfur tími: -5 stig
- Ástarsaga: -10 stig
- James Bond: -5 stig
- Fólk í fitubúningum: -30 stig
- Chuck Norris: +400 stig
- Karlar í konufötum: -30 stig
- Steve Martin: -20 stig
- Ævintýramynd: +5
- Steven Spielberg: +10
- Ofurhetjur: +10 stig (+50 ef Batman)
- …og eitthvað fleira
Þannig ef að við tækjum t.d. vísitöluna miðað við nokkrar myndir núna:
- Casanova (-30 búningamynd, -10 ástarsaga) = -40
- Final Destination 3 (+20 hryllingsmynd, 3 * -10 framhaldsmynd) = -10
- Bambi 2 (+5 Disney, 2 * -10 framhaldsmynd) = -15
- North Country (-10 einstæð móðir, -10 drama) = -20
- Munich (+10 Steven Spielberg, -10 drama) = 0
- Pride and Prejudice (-30 búningamynd, -10 ástarsaga) = -40
- King Kong (+30 risagórilla, +10 ofbeldi, -5 lengri en 2,5 klst) = +35
- Chronicles of Narnia (+5 ævintýramynd, -10 börn, -5 fjölskyldumynd) = -10
- Cheaper by the Dozen 2 (2 * -10 framhaldsmynd, -5 fjölskyldumynd, -20 Steve Martin) = -45
- The Fog (+20 hryllingsmynd, -5 Endurgerð ) = +15
- Brokeback Mountain (-20 samkynhneigðir kúrekar, -10 ástarsaga, -10 drama) = -40
- Memoirs of a Geisha (-10 drama, -30 búningamynd) = -40
-40 – 10 – 15 -20 + 0 -40 + 35 – 10 – 45 + 15 – 40 – 40 = -210
500 – 210 = 290
Bíóvísitalan er semsagt núna 290 og er í sögulegu lágmarki => Núna er augljóslega ekki góður tími til að fara í bíó!
Meira rapp í Eurovision
Er að horfa á úrslitakeppnina í Eurovision. Sá aftur uppáhalds lagið mitt, Eitt lag enn með rappkafla (Video hér). Áður en það byrjaði var talað við fólkið sem syngur, rapparinn sjálfur var mjög ánægður með lagið þeirra:
“Loksins komið rapp í Eurovision!”
Já, loksins, við höfum öll verið að bíða eftir þessu.
“2006, loksins er það komið!”
Jamm, þú veist hvaða ár er.
“Swing og rapp, það er fínt saman!”
Já, stórkostlegt!!
En síðan var enn meiri gleði, hann var ekki bara einn að rappa, nei, núna var hann kominn með kærustuna sína sem rappaði líka! Tvöfalt meira rapp! Ég spái því að þetta lag fari alla leið!
Dick Cheney
Dick Cheney skaut óvart 78 ára gamlan veiðifélaga sinn. Daily Show gerir grín að því hér.