Jæja, kominn nýr vefur fyrir Háskólann í Reykjavík. Er mjög flottur bara, mun flottari en gamli HR vefurinn. Það eina sem mér finnst glatað eru þessir risaauglýsingaborðar sem eru efst á hverri síðu með mynd af einhverjum nemanda og einhver hallæris stikkorð með sem eiga að sýna hvað skólinn sé nú æðislegur og frábær. Þetta er t.d. einn af þeim:
Hin gullkornin sem eru á þessum auglýsingaborðum eru m.a:
- Allt í umhverfinu…
- Framúrskarandi nám…
- Raunveruleg verkefni…
- Samheldni nemenda er mikil…
- Kúka á fatlaðraklósettinu…
- Raunhæf verkefni…
- Krefjandi nám…
- Mikið af þrípunktum…
- Framúrskarandi leiðbeinendur…
- Gott veganesti…
- Frábær aðstaða…
- Rándýrt mötuneyti…
- Nálægð við atvinnulífið…
- Draum rætast…
- Frábærir nemendur…
- Víkkað sjóndeildarhringinn…
Ég væri nú alveg til í að víkka sjóndeildarhringinn…, vinna raunhæf verkefni… og vera í krefjandi námi… sem er í nálægð við atvinnulífið… . Og ekki væri nú verra að gera þetta allt með frábærum nemendum… og framúrskarandi leiðbeinendum… og fá sér gott veganesti… í mötuneytinu. En að sjá einhverja hvatningar-slepju-auglýsingastofu-drasl auglýsingar á ekki eftir að láta mig sækja um þarna ;).