Slepja

Jæja, kominn nýr vefur fyrir Háskólann í Reykjavík. Er mjög flottur bara, mun flottari en gamli HR vefurinn. Það eina sem mér finnst glatað eru þessir risaauglýsingaborðar sem eru efst á hverri síðu með mynd af einhverjum nemanda og einhver hallæris stikkorð með sem eiga að sýna hvað skólinn sé nú æðislegur og frábær. Þetta er t.d. einn af þeim:

Auglýsingaborði fyrir HRHin gullkornin sem eru á þessum auglýsingaborðum eru m.a:

  • Allt í umhverfinu…
  • Framúrskarandi nám…
  • Raunveruleg verkefni…
  • Samheldni nemenda er mikil…
  • Kúka á fatlaðraklósettinu…
  • Raunhæf verkefni…
  • Krefjandi nám…
  • Mikið af þrípunktum…
  • Framúrskarandi leiðbeinendur…
  • Gott veganesti…
  • Frábær aðstaða…
  • Rándýrt mötuneyti…
  • Nálægð við atvinnulífið…
  • Draum rætast…
  • Frábærir nemendur…
  • Víkkað sjóndeildarhringinn…

Ég væri nú alveg til í að víkka sjóndeildarhringinn…, vinna raunhæf verkefni… og vera í krefjandi námi… sem er í nálægð við atvinnulífið… . Og ekki væri nú verra að gera þetta allt með frábærum nemendum… og framúrskarandi leiðbeinendum… og fá sér gott veganesti… í mötuneytinu. En að sjá einhverja hvatningar-slepju-auglýsingastofu-drasl auglýsingar á ekki eftir að láta mig sækja um þarna ;).

Missti af Rocky 5 :(

Var að gera mér grein fyrir að ég missti víst af Rocky 5 á sunnudaginn þar sem ég var að vinna í lokaverkefni fram á nótt. Þar kemur víst í ljós að Rocky er heilaskaðaður!! Who knew ?! Verð greinilega að leigja hana á dvd þegar þetta blessaða lokaverkefni er búið!

Eru eldveggir drasl?

Er að fara á tölvunarfræðifyrirlestur á morgun. Fékk póst um hann áðan, subjectið var:

Tæknimessa á morgun milli 11 og 12 stofa 201: Eru eldveggir drasl?

Engir nema tölvunarfræðingar mundu hafa svona nafn á fyrirlestri! Ég get a.m.k. ekki ímyndað mér að viðskiptadeildin fái einhvern MBA viðskiptafræðing í heimsókn til að halda fyrirlesturinn “Er ávöxtunarkrafa drasl?”. Eða lagadeildin: Í dag mun Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari halda fyrirlestur þar sem hann mun leitast við að svara spurningunni “Er viðskiptalögfræði drasl?”.

Held ekki.

I MUST BREAK YOU!!!

Er að horfa á Rocky IV í sjónvarpinu. Sylvester Stallone as Rocky, Dr. Bjarki as Ivan Drago. Þessi mynd er svo mikið 80’s að það er ekki fyndið. Sérstaklega ofurgervigreinda vélmennið sem Rocky gaf bróður konunnar sinnar í afmælisgjöf og passar eeengan veginn inní þessa mynd á nokkurn hátt. En það er allt í lagi, allar myndir verða strax 50% betri ef maður setur vélmenni í þær (Ef vélmennin líta út eins og menn geta þær orðið allt að 90% betri, sbr. Terminator). Er núna búinn að horfa á 4 Rocky myndir á 4 vikum, á bara eftir að horfa á Rocky 5, hef aldrei séð hana. Annars er Drago að standa sig þrusuvel, er búinn að segja í heildina 2 setningar í myndinni, “YOU LOSE” og “I MUST BREAK YOU”. Geysigóð persónusköpun hér á ferð. Væri annars til í að vaka í alla nótt og horfa á Óskarsverðlaunin en er ekki með stöð 2 :(.

Henti póstforriti

Henti út póstforritinu sem ég setti inn í gær þar sem ég komst að því að það virkaði bara á local neti :(. Laga það kannski einhverntímann seinna ef mér leiðist.

Coca Cola Light

Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég kalt mat á því hversu góðar mismunandi tegundir af kóki væru. Það má sjá hér. Síðan þá hefur bæst við ný kóktegund, Coca Cola Light, sem er ekki diet kók heldur önnur tegund af sykurlausu kóki. Ákvað að smakka það í þágu vísindanna og niðurstaðan er:

Coca Cola Light: Betra en Diet coke, verra en piss. Með sama ógeðssæta NutraSweet bragði og Pepsi Max. 0 stjörnur.

Hef reyndar líka séð sykurlaust OG koffínlaust kók (einnig þekkt sem “vatn”) í Hagkaup, það er í svona brúnum 330ml dósum en hef ekki prófað það þannig að get ekki dæmt um hversu gott það er. Annars er eini sykurlausi gosdrykkurinn sem er góður að sjálfsögðu Sprite Zero!

Tónleikar á Gauknum

Fór með Gísla á tónleika í gær á Gauknum. Ensími, Hoffmann, Bacon, Dimma og ein enn sem ég man ekki hvað hét voru að spila. Þetta var “Jarðarfararrokk, óformleg útför Tækniháskóla Íslands”. Hef ekki farið á tónleika í lengri tíma þannig að þetta var helvíti gaman. Bacon var ágætt, Dimma var mikil metalsnilld, Hoffman var sæmileg og sú sem ég man ekki hvað heitir var frekar slöpp. Ekkert djamm samt, bara 2 bjórar og Hlölli. (Netabátur, enginn steinbítur til. Eftirspurn eftir steinbítshlölla virðist ekki vera jafn mikil og maður hefði haldið…)

Steinbítsburrito

Fengum steinbítsburrito í matinn í Libra. Þegar ég hugsa um mexíkanskan mat þá er steinbítur ekki það fyrsta sem kemur í hugann. Hinsvegar þar sem kokkurinn í Libra er snillingur þá var það reyndar ansi gott bara. Ætla definitely að biðja um steinbítsburrito ef ég fer einhverntímann til Mexico 😉