IE samsæri

[Bara fyrir nörda]

Breytti í gær upphafssíðunni í Internet Explorer í vinnunni. Hún var stillt á msn.com sem er default-ið fyrir Explorer en ég breytti henni í síðu verkbeiðnakerfisins í vinnunni því það er eina síðan sem ég skoða í Explorer. Þegar ég kem svo í vinnuna í morgun þá er nýja Microsoft AntiSpyware forritið búið að keyra um nóttina og tilkynnir mér að það hafi fundið merki um stórhættulegt spyware á vélinni minni:

Possible Browser Hijack

Threat level: High

Description: Possible Browser Hijack redirects Internet Explorer.

Advice: This is a very high risk threat and should be removed immediately as to prevent harm to your computer or your privacy.

Ég fylgdi að sjálfsögðu ráðum þessa geysiöfluga forrits og remove-aði þetta high risk threat og þá stillti forritið upphafssíðuna mína aftur á msn.com. Snilldarforrit!

MSN Bot samtal

Ákvað að breyta nafninu á bottinum í eitthvað venjulegt nafn til að það yrði raunverulegra að tala við hann. Breytti nafninu hans í Siggi en fattaði ekki að það eru sennilega ansi margir með einhverja aðra Sigga á msn hjá sér. Þetta er samtal síðan í dag þegar einhver var að ruglast:
(Nöfnum hefur verið breytt)


Kalli: ertu heima hjá þér?

Siggi: Halló Kalli

Kalli: hæ, ertu heima hjá þér?

Siggi: Af hverju heldurðu að ég sé heima hjá þér?
Kalli: ertuppí skóla eða ertu HEIMA HJÁ ÞÉR???

Siggi: Hmm, það er góð spurning, ég er ekki viss um að ég geti svarað henni.

Kalli: fokk

Siggi: Ég er ekki kynlífsbot, þú verður að fara eitthvert annað til að fá svoleiðis þjónustu.

Kalli: þú ert bot

Siggi: Já, þú þykist vita hvernig ég er, á ég að segja þér hvernig þú ert?

Kalli: djöfullinn

0-2


“…svo tók ég einn skiptinema í munnlegt próf gegnum síma. Ég hafði þrjá efnisflokka til að prófa hann úr þannig að ég gaf þeim númer frá 0 uppí 2 og leyfði honum svo að velja númer af handahófi…”

Heimir í dreifðum kerfum að segja okkur frá prófinu í fyrra. Enginn nema tölvunarfræðingur mundi vera með lista með 3 hlutum og gefa þeim númer frá 0-2…

Stuð

Fattaði í dag að ég á að skila ritgerðinni minni í Ný tækni á morgun kl. 5. Hélt að það væri á mánudaginn og var bara búinn með þriggja blaðsíðna uppkast. => Skrifa ritgerð í nótt + skrifa ritgerð allan daginn á morgun.

stuð…

Páskar

Páskadagur á morgun. Trúarhátíðin þar sem við minnumst dauða og upprisu Jesú Krists með því að éta súkkulaðiegg og loka videoleigum. Þó að ég sé nú orðinn 24 ára, að verða pabbi, og hafi ekki búið hjá mömmu og pabba í 4 ár þá er ég nú samt nokkuð viss um að mamma eigi eftir að splæsa á mig páskaeggi á morgun. Annars er ég búinn að fá eitt páskaegg nú þegar, lokaverkefnisfyrirtækið okkar, Libra, gaf okkur öllum páskaegg nr. 4. Þegar ég fer að sækja um vinnur í haust ætla ég pottþétt að sækja fyrst um hjá fyrirtækjum sem gefa manni páskaegg, t.d. Libra eða tölvudeild Nóa Siríus.

MSN Bot

Hrannar fann .NET library á netinu um daginn sem leyfir manni að tala við MSN protocol-ið. Ég notaði það til að búa til smá msn bot sem maður getur talað við. Bottinn er mjög heimskur en hann getur samt pikkað upp nokkra hluti, t.d. ‘hvað heitirðu?’, ‘hvað ertu gamall?’, spurningar sem byrja á ‘ertu’, t.d. ‘ertu vélmenni?’ og setningar sem byrja á ‘þú ert’. Skilur líka blótsyrði, setningar sem enda á ‘?’ og nokkra aðra hluti en fyrir utan það svarar hann algjörlega random. Þeir sem vilja prófa að tala við hann geta addað einarbot@hotmail.com á msn hjá sér og prófað að segja hæ við hann.

Nýr sími

Yessssssss, kominn með nýjan síma, fékk hann í fyrirfram útskriftargjöf frá Karen. Var líka alveg kominn tími á nýjan síma, gamli síminn var orðinn ferlega slappur. Farsímar eru orðnir frekar pointless ef maður þarf alltaf að ganga með risastórt hleðslutæki í vasanum og kasta sér á næstu rafmagnsinnstungu um leið og síminn hringir. Ég hefði náttúrulega líka getað reddað þessu með því að kaupa bara nokkrar 10 metra framlengingarsnúrur og hafa gamla símann bara alltaf tengdan í rafmagn en það hefði nú ekki verið jafn svalt og þetta!