Jæja, ekki var nú mikil þáttaka í getrauninni! Maður gæti næstum því haldið að fólk hefði ekki áhuga á 15 ára gömlum sjónvarpsþáttum! Árni fær rétt fyrir Matlock og Derrick, og ég verð að gefa honum rétt fyrir Samherjar líka því ég veit ekki sjálfur hvað þetta hét á íslensku, en Samherjar hljómar mjög mikið eins og þáttur á RÚV. Ósk var með þrífætlingana, Matlock og Centurions rétta, gef henni líka rétt fyrir Skálkar á skólabekk, aftur því það hljómar mjög eins og þáttur á RÚV. (Allir þessir þættir nema Centurions voru sýndir á RÚV, var ekki með stöð 2 þegar ég var lítill. Jamm, það voru erfiðir tímar…). Semsagt, Árni fær 3 stig og Ósk 4, Ósk er þarmeð sigurvegarinn og á inni dós af jólaöli.
Rétt svör eru: