Þetta er mynd af hópnum sem ég var að vinna með á Alþingi í sumar. Við vorum að búa til kerfið Emblu sem sér um skráningu þingmanna, þinga og alls sem viðkemur Alþingi. Kerfið er Client/Server kerfi, skrifað í Java með JBoss server. Á myndinni eru (frá vinstri):
- Óþolandi krakkafífl sem tróð sér inná myndina
- Ég (hálfsofandi á svipinn eins og á öllum myndum)
- Hörður
- Heimir*
- Dejan
- Logi
- Stefán
*Heimir er litla tuskudúkkan. Hann var lukkudýr/skammarverðlaun. Maður fékk hann á skrifborðið hjá sér ef maður tékkaði inn kóða sem break-aði build-ið. Hann er einmitt skýrður eftir Heimi sem kennir Dreifð kerfi í HR.