Category Archives: Vinna

Alþingishópurinn

Mynd af hópnum sem var að vinna saman á AlþingiÞetta er mynd af hópnum sem ég var að vinna með á Alþingi í sumar. Við vorum að búa til kerfið Emblu sem sér um skráningu þingmanna, þinga og alls sem viðkemur Alþingi. Kerfið er Client/Server kerfi, skrifað í Java með JBoss server. Á myndinni eru (frá vinstri):

  1. Óþolandi krakkafífl sem tróð sér inná myndina
  2. Ég (hálfsofandi á svipinn eins og á öllum myndum)
  3. Hörður
  4. Heimir*
  5. Dejan
  6. Logi
  7. Stefán

*Heimir er litla tuskudúkkan. Hann var lukkudýr/skammarverðlaun. Maður fékk hann á skrifborðið hjá sér ef maður tékkaði inn kóða sem break-aði build-ið. Hann er einmitt skýrður eftir Heimi sem kennir Dreifð kerfi í HR.

Barnagæsla

Karen fékk smá hlutastarf í Skýrr núna í kennaraverkfallinu, að passa krakka starfsmanna einu sinni í viku. Ég þyrfti að fá svona vinnu, kæmi mjög vel út á ferilskránni að hafa “verktaki hjá Skýrr”. Gæti hinsvegar orðið hálf bjánalegt í atvinnuviðtölum ef ég væri spurður útí það.

“Já, ég sé hérna að þú hefur unnið sem verktaki hjá Skýrr, hvað varstu að vinna við hjá þeim?”

“Öhh, ýmislegt svona, gæslu aðallega…”

“Hverskonar gæslu þá, umsjón með netkerfum?”

“Nei, barnagæslu…”