Var á SQL Server 2005 námskeiði í allan gærdag. Fyrirlesarinn var gaur sem heitir Bob Beauchemin sem er víst snillingur í SQL Server. Hann var að gefa út bók og gaf eitt stykki á námskeiðinu og ég var sá heppni :). Ég er semsagt núna stoltur eigandi bókarinnar A First Look at Microsoft SQL Server 2005 for Developers.
Category Archives: Vinna
Jólahlaðborð
Við fórum á jólahlaðborð Libra í gær. Fyrst var fordrykkur heima hjá Þórði og svo var farið á Thorvaldssen þar sem við vorum í sér sal og fengum önd, lambakjöt og einhvern íseftirrétt. Fínn matur og mikið fjör.
Það sem var svo mesta snilldin var jólapakkaleikurinn ógurlegi, Yankee swap. Þetta er leikur sem gengur útá að allir koma með ómerktan pakka, eitthvað sem kostar svona 2000-2500 kr. Svo eru númer frá 1 – n og allir draga númer. Sá sem fær númerið 1 fær fyrstur að velja sér pakka og opnar hann fyrir framan alla hina. Svo kemur sá sem fékk númerið 2 en hann má annaðhvort velja sér pakka eða stela gjöfinni af númer 1. Ef hann stelur þá verður nr. 1 að velja aðra gjöf úr hrúgunni. Svo gengur þetta svona koll af kolli og þegar komið er að þeim síðasta getur hann valið síðasta pakkann eða stolið af hverjum sem er. Þetta var mikið stuð, fyrstu nokkrir völdu pakka, svo kom að okkur og þá stal ég kassa með 2 bjórum og Mugison disk frá Þóri en seinna stal Óli því aftur af okkur. Enduðum uppi með kaffisett, sem var með 2 bollum, undirskálum og kaffipakka, mjög fínt bara. Hrannar fékk viðbjóðslega ljótan fiskiplatta sem gekk víst í 5 ár milli manna í vinnunni hjá Jared sem kynnti okkur fyrir þessum leik, Finnur stal startköplum af framkvæmdastjóranum og bjórarnir sem Óli stal af mér voru teknir af honum því það mátti ekki opna þá inná Thorvaldssen, hah!
Íþróttaálfur
Ég hef nú oft vælt um það að ég þurfi að fara að stunda íþróttir en lítið hefur gerst í þeim málum. Núna hinsvegar er ég búinn að stunda íþrótt á hverjum virkum degi í meira en mánuð, bæði fyrir og eftir hádegi! Þessi göfuga íþrótt er að sjálfsögðu pílukast! Á hverjum degi tek ég einn leik við Hrannar fyrir hádegi og einn eftir hádegi. Þetta er reyndar spes leikur sem gengur útá að hitta þrisvar í 18, 19 og 20 og tekur svona tæpar 10 mín, við erum ekki að taka alvöru leiki því það tæki alltof langan tíma. Ég hef aðeins verið að taka saman stöðuna og hún er núna 63 – 2 fyrir Hrannari.
Ég finn líka alveg muninn á mér eftir að ég byrjaði þessa öflugu íþróttaiðkun, margir líkamspartar orðnir sterkari og liðugri, t.d. … öh, olnboginn á hægri hendi og… hmmm.. já, olnboginn á hægri hendi. Hann er orðinn mjög sterkur! Pílukast er nú eiginlega bara ein hreyfing, halda hendinni uppi og hreyfa svo framhandlegginn um 45 gráður. En núna get ég farið að taka íþróttaiðkunina uppá næsta stig, því nú er komið foosball borð hérna í Libra! Pílukast OG foosball, ég er orðinn algjör íþróttaálfur…
Hvað er að gerast?
Alda systir heimtar að ég skrifi eitthvað hérna. Mér dettur reyndar ekkert í hug til að skrifa um þessa dagana þannig að ég bjó til lista yfir það sem hefur verið að gerast síðasta mánuðinn. (Já mér finnst listar góðir. Ég er einhverfur)
- Er farinn að leysa Sudoku þrautirnar í Fréttablaðinu, sem by the way eru svipað ávanabindandi og að reykja krakk! Síðan þegar maður var orðinn vanur því þá kom Blaðið allt í einu með Samurai gátu sem er 5 Sudoku þrautir fastar saman. Fimmfalt krakk!
- Byrjaður að vinna hjá TM Software. Veit ekki hversu mikið ég má segja um hvað ég er að vinna við hérna en ég held að það sé óhætt að segja að þetta er kerfi sem heitir [ritskoðað]sem gerir manni kleift að [ritskoðað] á miklu einfaldari hátt en [ritskoðað]. Það sem ég er aðallega að vinna við í kerfinu er [ritskoðað] sem er ansi spennandi því það notar tækni sem kallast [ritskoðað] sem hægt er að [ritskoðað] og [ritskoðað].
- Erum flutt úr íbúðinni á Guðrúnargötunni (sem var svo lítil að mýsnar voru með kryppu) yfir í íbúðina hjá tengdapabba í Neðstaleiti (sem er svo stór að mýsnar… eh… eru beinar í baki?) Ok, skelfilegur brandari! En já, þetta er a.m.k. miklu betri íbúð og við verðum hérna þar til við finnum okkur nýja íbúð til að kaupa. Erum í því að ganga frá Guðrúnargötunni núna og ætlum að reyna að selja hana sem fyrst. Ef einhvern langar að kaupa íbúð þá bara láta mig vita 🙂
- Er hættur að skokka. Skokk er fyrir plebba.
- Byrjaður og hættur í nýju líkamsræktarátaki sem gekk útá að hlaupa upp 8 hæðir uppí matsal á hverjum degi. Það entist í tvo daga.
- Erum búin að fá okkur nýtt rúm sem mamma og pabbi gáfu okkur í brúðkaupsgjöf. Gamla rúmið okkar var svo mjótt að við urðum að liggja uppá rönd í því en nýja rúmið er aftur á móti álíka stórt að flatarmáli og íbúðin okkar í Guðrúnargötunni (sem var svo lítil að mýsn… hafiði heyrt þennan áður?). Það er a.m.k. mjög stórt, sem veitir ekki af ef ég fer ekki að drífa mig í nýtt líkamsræktarátak!
Svo er náttúrulega fullt að frétta af Daníel en það má lesa um það á síðunni hans.
Pólland
Póllandsferðin var snilld. Nenni ekki að skrifa alla ferðasöguna, Karen ætlar að skella henni inná síðuna hans Daníels en hér eru nokkrir punktar sem taka má fram:
- Pólverjar selja ferðatölvur með Linux uppsettu.
- Villisvín er ekki jafngott og það lítur út fyrir að vera í Ástríksbókunum.
- Sumum Pólverjum finnst fyndið að senda saklausa ferðamenn á gay bar þegar þeir spurja hvert sé best að fara að djamma.
- Ef maður er á Radisson SAS hóteli og þarf að fara á klóið meðan maður er að horfa á sjónvarpið þá er það allt í lagi því það er hátalari inná baði.
- 5 stjörnu hótel bjóða m.a. uppá kókópöffs í morgunmat.
- Hrannar tippar mjög vel þegar hann er drukkinn, allt uppí 1500% tip fyrir góða leigubílstjóra.
- Flugleiðir ritskoða kvikmyndir sem sýndar eru um borð í flugvélunum.
Á leið til Póllands
Pólland á morgun með TM Software. Sniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilld!!
Páskar
Páskadagur á morgun. Trúarhátíðin þar sem við minnumst dauða og upprisu Jesú Krists með því að éta súkkulaðiegg og loka videoleigum. Þó að ég sé nú orðinn 24 ára, að verða pabbi, og hafi ekki búið hjá mömmu og pabba í 4 ár þá er ég nú samt nokkuð viss um að mamma eigi eftir að splæsa á mig páskaeggi á morgun. Annars er ég búinn að fá eitt páskaegg nú þegar, lokaverkefnisfyrirtækið okkar, Libra, gaf okkur öllum páskaegg nr. 4. Þegar ég fer að sækja um vinnur í haust ætla ég pottþétt að sækja fyrst um hjá fyrirtækjum sem gefa manni páskaegg, t.d. Libra eða tölvudeild Nóa Siríus.
Steinbítsburrito
Fengum steinbítsburrito í matinn í Libra. Þegar ég hugsa um mexíkanskan mat þá er steinbítur ekki það fyrsta sem kemur í hugann. Hinsvegar þar sem kokkurinn í Libra er snillingur þá var það reyndar ansi gott bara. Ætla definitely að biðja um steinbítsburrito ef ég fer einhverntímann til Mexico 😉
Nammi í reikning
Get fengið mér nammi og kók í reikning hjá Libra. Er ekki svo viss um að þetta sé góð hugmynd. Sé fram á að í lokaskoðun á kerfinu segi þeir “Já, ágætis kerfi hjá ykkur en þú skuldar okkur 82.000 í nammireikning”. Get kannski fengið einhverskonar greiðsludreifingu á þetta, tekið þetta á 36 mánuðum. Hinsvegar er nú nammið á mjög góðu verði, get t.d. keypt Florida súkkulaðistykki (eins og hraun, nema með kókos utaná ) á 40 krónur. 40 krónur!! Á þessu verði hef ég ekki efni á að kaupa það ekki!!
Og einnar spurningar kvikmyndagetraun í lokin, 40 króna Florida í verðlaun. Í hvaða mynd var eftirfarandi sagt:
“1.21 Gigawatts? 1.21 GIGAWATTS?!?!? Great Scott!”
Svör falin þangað til 16:00 á sunnudaginn 30. jan.
Lokaverkefni og svör við getraun
Erum búnir að velja lokaverkefni, verðum hjá Libra. Gera server sem talar við eitthvað XTP protocol frá kauphöllinni, taka á móti pökkum, pæla í headerum, svaka stuð. Gerum líka Client forrit.
Svo er einmitt vísindaferð í Libra á föstudaginn, eða reyndar Tölvumyndir sem er yfirfyrirtækið. Allir eiga að mæta, ekkert rugl um að það sé of mikið að gera í vefþjónustum, það er fínt að forrita þunnur á laugardegi!
Svörin í kvikmyndagetrauninni komin og það eru tvær með öll svör rétt, það eru Unnur og Ósk. Þær eiga báðar inni hjá mér dós af jólaöli. Annars gekk fólki miklu betur með þessa getraun en þá síðustu, allir voru með meira en helming réttan. Svörin eru allavega:
- Office Space. Karakterinn er forritari sem er svo óheppinn að heita Michael Bolton. Snilldarmynd!
- Men in Black, K (Tommy Lee Jones) segir þetta. Mynd 1 var snilld, mynd 2 var sorp.
- Batman Returns, Penguin segir þetta við Batman. Batman 1 og 2 voru snilld, síðan varð serían að sorpi þegar Jim Morrison fór að leika Batman og fór endanlega í skítinn þegar George Clooney tók við.
- Spiderman, amman við Peter Parker. Fín mynd, 2 líka.
- Austin Powers, Dr. Evil. Myndir 1 og 2 voru mesta snilld ever, mynd 3 var orðin hálf þreytt eitthvað.
- Matrix, Neo og creepy ofurvitri krakki. Fyrsta myndin er algjör snilld, sá mynd 2 og fannst hún drasl, hef engan áhuga á að sjá 30 tölvuteiknaða kalla berjast við hvorn annan. Hef ekki nennt að sjá síðustu myndina. Þeir hefðu átt að gera bara fyrstu myndina og hætta svo.
Og súpererfiða bónusspurningin sem enginn svaraði: Danny Elfman, mesti kvikmyndatónlistarsnillingur ever samdi theme-in í myndum 2, 3 og 4. Samdi einmitt líka Simpson theme-ið og tónlistina í öllum Tim Burton myndum. (Já, ég veit að venjulegt fólk pælir ekki í hver samdi tónlistina í myndum sem það er að horfa á, þess vegna var þetta *bónusspurning* ).
Hugsa að þetta verði síðasta kvikmyndagetraunin. Spurning um að hafa kannski öðruvísi getraun, tónlistargetraun eða eitthvað. Hugmyndir?